Skinfaxi - 01.12.2002, Side 17
Árni Gautur Arason
Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um
áhuga ýmissa stórliða á meginlandi
Evrópu á þér. Hvað er til í þessum
fréttum? „Það hafa verið einhverjar
vangaveltur í fjölmiðlum en sjálfur veit ég
ekkert hvað er til í þessu. Ég spái ósköp
lítið í þetta fyrr en það kemur eitthvert
tilboð."
Hvaða áhuga hefur þú á að færa þig
um set og hvar langar þig til þess að
leika? „Hef það mjög fmt í Rosenborg og
líður jög vel, en efþað kæmi eitthvað
spennandi tilboð þá myndi ég sjálfsagt
hugsa málið vandlega. Gæti verið gaman
að spila í Englandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi
eða Frakklandi."
En Rosenborg vill hafa þig áfram og
þeir hafa boðið þér nýjan samning.
Ætlar þú að skrifa undir hann og hvað
er hann langur? „Þeir eru búnir að bjóða
mér nýjan samning en ég er ekki búinn að
ákveða hvað ég geri. Reikna með að við
ræðum betur saman í janúar."
Þetta hlýtur að sýna vel traust forráða-
manna félagsins á þér. En þjálfarinn
og félagið hafa verið undir töluverðum
þrýstingi að setja einn efnilegasta
markvörð Noregs í markið og þig á
bekkinn? „Fjölmiðlarnir hafa kannski
verið að velta sér upp úr þessu en ég spái
lítið í þetta og reyni frekar að einbeita mér
að því að spila sem best þannig að þeir fái
enga ástæðu til að setja mig á bekkinn.
Það er hörð samkeppni um markmanns-
stöðuna eins og aðrar stöður í liðinu og
þannig á þetta náttúrulega að vera í góðu
liði."
Hvað getur þú sagt mér af islenska
landsliðinu - eigum við einhvern
möguleika að komast í úrslitakeppni
EM 2004? „Stemmningin í liðinu er mjög
góð eins og venjulega og við teljum okkur
geta barist við Skotana um annað sætið í
riðlinum. Draumurinn er að sjálfsögðu að
komast einhvern tímann í úrslitakeppni en
við megum ekki gleyma að við erum mjög
lítil þjóð þannig að það þarf allt að ganga
upp ef við eigum að eiga einhverja
möguleika."
Hvernig metur þú stöðuna í dag í EM
riðlunum, eigum við enn möguleika
að komast upp úr honum? „Það voru
vissulega vonbrigði að tapa fyrir Skotunum
en það er fullt af leikjum eftir og það getur
allt gerst ennþá."
Nú hefur verið töluverð neikvæð
umræða í kringum landsliði - hvernig
takið þið leikmenn slíkri umfjöllun í
fjölmiðlum? „Þar sem ég bý úti hef ég
ekki getað fylgst með allri umræðunni en
vissulega hefúr maður stundum orðið var
við vissa neikvæðni. Við verðum náttúru-
lega að þola gagnrýni þegar það á við en
það verður þá að vera eitthvað vit í henni
og hún má ekki ganga út í öfgar eins og
gerst hefur hjá vissum fjölmiðlum. Annars
reynum við leikmennirnir alltaf að einbeita
okkur að því sem við eigum að gera á
leikvellinum og ég get lofað því að við
leggjum okkur alltaf 100% fram þegar við
spilum fyrir íslands hönd."
En hvað ætlar Árni síðan að eyða
jólunum og hver er uppáhalds-
jólamaturinn? „Ég verð á íslandi á
jólunum og hlakka til þess að komast í
hangikjötið hjá ömmu, það er ómissandi,"
segir þessi frábæri knattspyrnumaður sem
mun sjálfsagt ýta öllum umboðsmönnum til
hliðar og setjast sjálfur við borðið sem
nýútskrifaður lögfræðingur og semja við
Rosenborg að nýju í janúar á næsta ári.
'Við verðum náttúrulega að þola gagnrýni þegar það á við en það verður
þá að vera eitthvað vit í henni og hún má ekki ganga út í öfgar eins og gerst
hefur hjá vissum fjölmiðlum' - Árni Gautur