Skinfaxi - 01.12.2002, Page 20
Aímælisbörnin UMSB og UMSK
Valdimar Leó Fríðriksson formaður UMSK
Áttatíu ára gamalt en síungt
og öflugt félag
Ungmennasamband Kjalarnesþings hélt upp á stórafmæli á haustdögum. En 4. október sl.
varð sambandið 80 ára og var mikið um dýrðir. Sambandið á sér langa og merkilega sögu.
Skinfaxi ræddi við Valdimar Leó Friðriksson, formann UMSK, um sambandið og stöðu
íþrótta- og æskulýðsmála í landinu.
Texti: Skapti Örn Jónsson Myndir: Sigurjón Ragnar
Ef þú segir mér aðeins frá sjálfum þér, hefur þú starfað lengi fyrir ungmennahreyfinguna?
„Ég er menntaður í fiskeldisfræði og stjórnmálafræði," segir Valdimar Leó og heldur áfram, „Hvað
félagsstörf varðar þá byrjaði ég sem formaður fyrir handknattleiksfélag Akraness 1983. Þá var ég
Eramkvæmdastjóri UMSE 1993-1994 og framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Aftureldingar 1994-
1996. í dag er ég framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar og hef verið frá 1994. Þetta er orðinn
langur tími og hlýtur að vera íslandsmet. Samhliða þessu starfa ég á sambýli fyrir einhverfa," sagði
Valdimar Leó.
Hvað var gert í tilefni afmælisins? „Það var haldin mikil veisla í sal Breiðabliks í Smáranum. í
samráði við sundstaðina á sambandssvæðinu og ÍSÍ verkefnið „ísland á iði“ var boðið frítt í sund í einn
dag. Hið árlega skólahlaup UMSK var haldið og í tilefni afmælisins fengu allir þátttakendur
viðurkenningar. Þá létum búa til nýjan hátíðarfána og könnur merktar sambandinu," sagði Valdimar
Leó.
Hvernig hefur sambandið elst og hvað hefur breyst? „Stofnfélögin voru einungis 4 nú eru
aðildarfélögin 26 með 25.100 félagsmenn innanborðs. Áður starfaði það í dreifbýlinu umhverfis
Reykjavík en nú eru þetta orðin þéttbýl sveitarfélög. Aðildarfélögin eru mjög fjölmenn og fjölbreytileg
og sinna eingöngu íþróttastarfi í dag," sagði Valdimar Leó.
„Sambandið gætir hagsmuna aðildarfélaganna gagnvart UMFÍ, ÍSÍ og sérsamböndum þess,“ sagði
Valdimar Leó þegar hann var spurður að því hvaða þýðingu sambandið hefði og hvaða hlutverki það
gegnir. „Sambandið miðlar einnig upplýsingum og hvetur félögin til að tileinka sér það besta hvert hjá