Skinfaxi - 01.12.2002, Side 23
/
Valdimar Gunnarsson fræðslustjóri UMFI skrifar
Miklir möguleikar fyrir ungt fólk
UMFI er aðili að norrænum samtökum sem kallast Nordisk Samorganisation for
Ungdomsarbejde - NSU. Innan þessara samtaka eru 19 aðildarsamtölc á öllum Norðurlöndunum
auk Suður Slesvíkur. Fjöldi meðlima er um 2.3 milljónir. íslendingar hafa farið með forystu í
samtölcunum síðustu árin. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, gengdi starfi formanns í fjögur ár
en í vor var Anna R. Möller, stjórnarmaður UMFÍ, kosinn formaður til tveggja ára. Skrifstofa
samtakanna er í Þjónustumiðstöð UMFÍ og er Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri.
Texti: Valdimar Gunnarsson Mynd: Sigurjón Ragnar
Markmið NSU eru eftirfarandi: Að styrkja
samvinnu milli ópólitískra ungmennasam-
taka á Norðurlöndunum og veita upplýs-
ingar um þau verkefni sem unnið er að hjá
aðildarsamtökunum. Samtökin innan NSU
hafa mismunandi tilgang og markmið og
eru að mörgu leyti mjög ólík. Tvenn samtök
innan NSU eru mjög lík að uppbyggingu
og með sömu áherslur og UMFI þ.e.
íþróttir, menningu og umhverfi. Þetta eru
DGI í Danmörku og SDU í Suður-Slesvik.
Hin samtökin innan NSU má segja að séu
eins ólík og þau eru mörg að undanskild-
um 5 samtökum sem nefnast 4H. Sum
verkefni samtakanna eru sniðin að áhuga-
málum ákveðinna aðildarsamtaka en svo
eru önnur verkefni sem henta öllum sama á
hvað áhugasviði þau eru. Þar má nefna að
Nordisklejr er verkefni 4H samtakanna en
ungmennavikan er verkefni sem öll
samtökin sameinast um þátttöku í.
Verkefni NSU eru margvísleg. Samtökin
standa fyrir ungmennavikum einu sinni á
ári þar sem ungt fólk frá öllum aðildarsam-
tökunum koma saman í eina viku og vinna
að margvíslegum verkefnum en hver vika
hefur sitt ákveðna þema. Síðastliðið sumar
var vikan haldin í Svíþjóð og 15 ungmenn
frá íslandi tóku þar þátt. Næsta ungmenna-
vika verður svo haldin í Suður-Slesvík í lok
júní 2003 og verður þema vikunnar
„víkmgar",
Nordisk-lejr eru ungmennabúðir sem
ætlaðar eru fyrir ungt fólk í félagskapnum
4H. Þar fá þátttakendur tækifæri til að
kynnast hvernig 4H starfið er í öðrum
löndum.
Nordisk konsulentkonference er haldin
annað hvert ár og er ætluð leiðtogum og
leiðbeinendum innan 4H félaganna. Þar er
tekið fyrir eitt ákveðið efni sem brennur á
mönnum.
Nordisk temaseminar er haldið annað
hvert ár og þá það ár sem ekki er haldinn
ársfundur samtakanna. Þar eru tekin til
umræðu ákveðin þemu sem á einhvern
hátt tengjast aðildarsamtökunum eða okkar
sameiginlega arfi þ.e. þeim norræna.
Ráðstefna um líf í sveitum er haldin á
hverju ári þar sem efni ráðstefnunnar er
tengt lífi fólks í sveitum.
Leiðtogaþjálfun. Það nýjasta sem samtökin
hafa verið að brydda uppá er leiðtogaþjálf-
un. í sumar var fyrsta námskeiðið haldið
hér á íslandi á Gufuskálum á Snæfellsnesi.
Námskeiðið var skipulagt og undirbúið af
ungmennum frá íslandi, Danmörku, Svíþjóð
og Finnlandi ásamt framkvæmdastjóra
NSU. Þátttakendur voru 33 og þar af 3 frá
íslandi. Námskeiðið stóð yfir í 7 daga og
tókst í alla staði mjög vel. Nú þegar hefur
verið ákveðið að næsta námskeið verður
einnig haldið á íslandi næsta sumar.
Hvernig geta aðildarfélög UMFÍ nýtt
sér starfið í NSU? Að taka þátt í norræn-
um samstarfsverkefnum er mjög félagslega
þroskandi. Þarna hittist ungt fólk allstaðar af
Norðurlöndunum með svipuð áhugamál og
með það að leiðarljósi að kynnast og starfa
með þátttakendum frá öðrum löndum. Þátt-
taka er opin öllu ungu fólki á aldrinum 14 -
25 ára . Þarna vinna ungmennin að verk-
efhurn sem eru mjög þroskandi og kynnast
um leið ungu fólki frá öðrum löndum og oft
myndast kunningskapur sem varir alla ævi.
Ungmennafélögum stendur til boða að taka
þátt í öllum verkefiium sem eru haldin i
nafni NSU.
Það er skylda okkar sem erum í fomvari
fyrir félagasamtök að sjá til þess að endur-
nýjun verði innan stjórnar félagsins. Enginn
er fæddur með þessa kunnáttu að geta
stýrt félagasamtökum. Þekkingarinnar
verða menn að afla með því að fá tækifæri
til að taka þátt í störfum sem efla þá og
þroska félagslega. Það er okkar að sjá til
þess að ungt fólk fái tækifæri, reynslu og
öðlast kunnáttu til þess að taka að sér
krefjandi störf innan félagsins.
Þarna er því kjörið tækifæri fyrir félögin að
senda ungt og upprennandi félagsmálafólk
til þátttöku í svona starfi. Þetta skilar sér
margfalt til baka í öflugara og hæfara fólki
sem meiri líkur eru á að skili sér inn í
stjórnir félaganna.
Nú stendur til að fjölmenna á ungmenna-
vikuna í Slesvík næsta sumar og hafa
mótshaldarar farið fram á aðstoð okkar við
undirbúning og þar á meðal leitað eftir
tilsögn okkar í glímu.
Fljótlega upp úr áramótunum fara að berast
upplýsingar um ungmennavikuna og önnur
verkefni á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og
heimasíðu NSU www.nsu.is. Þeir sem
áhuga hafa á þátttöku eða vantar betri
upplýsingar geta leitað til þjónustumið-
stöðvar UMFÍ.