Skinfaxi - 01.12.2002, Page 30
Unnar Steinn Bjarndal formaður Umf. Bifröst
Setjum okkur raunhæf skammtíma-
markmið og háleit langtímamarkmið
Ungmennafélagið Bifröst var stofnað 5. nóvember 2002. Mikið fjölmenni var á stofnfundinum, á annað hundrað
stofnfélaga, en skólasamfélagið að Bifröst telur nú hátt í 500 manns. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ færði nýja
félaginu gjafir frá UMFI við þetta tækifæri og fagnaði nýjum félögum og færði kveðjur frá stjórn UMFÍ. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra kom víða við í ræðu sinni og taldi vel við hæfi og löngu tímabært að
Ungmennafélag væri stofnað að Bifröst og ánægjulegt að það væri gert í Hriflusal háskólans. Unnar Steinn
Bjarndal er 21 árs og er á öðru ári við lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Birfröst. Hann er formaður hins nýja
ungmennafélags en félagar eru um 260 talsins og Skinfaxi heyrði hljóðið í þessum atorkusama formanni.
Texti: Valdimar Tryggvi Iíristófersson
„Umráðasvæði ungmennafélagsins er í raun Bifröst og nágrenni
en einnig ætlum við að bjóða fyrrum nemendum og starfsmönn-
um skólans að gerast félagar. Finnst okkur það fín leið til þess að
efla sambandið á milli fyrrum íbúa við þá sem nú búa á Bifröst."
Hvernig stóð á því að menn ákváðu að stofna ungmenna-
félag á Bifröst og hvar og hvenær skaut þessi hugmynd
upp kollinum? „Það er nú reyndar skemmtilegt að segja frá því
að þessi hugmynd skaut upp kollinum í hausnum á mér fyrsta
daginn minn í skólanum í september 2001, Svo var ég að þróa
þetta með sjálfum mér án þess að minnast á þetta við einn eða
neinn og fyrir tilviljun fór ég að rabba við formann Skólafélagsins á
Bifröst, Bárð Örn, um íþróttamál og þá kom í ljós að hann hafi
verið búinn að vera í nákvæmlega sömu hugleiðingum. Ákváðum
við því í framhaldi af þessu spjalli okkar, sem átti sér stað í
september í ár, að við myndum reyna að láta verða af þessu.
Fórum við þá í undirbúningsvinnu, ásamt Braga sem er nú
gjaldkeri ungmennafélagsins, og lauk henni í byrjun nóvember
eins og ég kom áður inná. Við vorum mjög heppnir að því leyti að
við fengum frábæra einstaklinga með okkur í stjórn og er hún
mjög vel mönnuð. Skólafélagið hefur hingað til séð um að halda
uppi örlitlu íþróttastarfi á Bifröst en ekki nægilega miklu. Okkur
fannst tilvalið að stofna félag, þar sem allir á Bifröst mega gerast
meðlimir, til þess að vinna að íþrótta- og æskulýðsmálum á
svæðinu. Á svæðinu búa í kringum 120 börn en það hefur ekki
verið neitt skipulagt íþróttastarf í gangi fyrir þau. Þörf er fyrir
sterkt félag sem mun lifa áfram því að það er að sjálfsögðu ekki
auðvelt að halda félagi gangandi þar sem að stjórnar- og
félagsmenn koma og fara á nokkurra ára fresti. Vonumst við til
þess að við getum byggt þetta félag hægt en örugglega upp og
að það fái að lifa með skólanum um ókomna framtíð."
Nú eru aðildarfélögin, mörg hver, innan UMFI ólík
innbyrðis og mismunandi starf sem þar fer fram. í hverju
ætlið þið að beita ykkur? „Fyrst og fremst nefni ég æskuna á
Bifröst. Við ætlum strax á nýju ári að skoða áhuga barna og foreld-
ra á íþróttastarfi og í kjölfarið á því sjá hvað við getum gert fyrir
þau. Við höfum örugglega samband við ungmennafélögin sem eru
í kringum okkur og óskum eftir að fara í samstarf við þau. í öðru
lagi er um að ræða alveg jafn mikilvægt málefni. Við viljum auka
íþróttaiðkun og almennan íþróttaáhuga á svæðinu og vonumst við
til þess að við getum brátt boðið uppá fjölbreyttaiðkun fyrir íbúa á
Bifröst. Við vitum að það eru miklir íþróttaáhugamenn í skólanum
og viljum við höfða til þeirra en ekki síður til þeirra sem hafa minni
reynslu og vilja prófa eitthvað nýtt.
Svo viljum við sem fyrst fara að senda lið til keppni á íslands-
mótum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að kvennaliðið okkar í blaki
fari í bikarkeppnina í vetur eða karlaliðið í knattspyrnu. Við verð-
um bara að bíða og sjá hvernig málin þróast hjá okkur. áhuginn er
allavega fýrir hendi - svo mikið er víst."
Og eigið þið nú þegar einhverja menn í landsliðsklassa?
„Það er nokkuð ljóst að þekkingarþorpið Bifröst er stútfullt af
hæfileikafólki, Ég veit af mörgum mjög góðum íþróttamönnum á
svæðinu. Við eigum nú þegar landsliðskonu sem er nemandi við
skólann en hún hefur keppt fyrir hönd íslands í pílukasti á mótum í