Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2005, Page 17

Skinfaxi - 01.11.2005, Page 17
Á aðalfundi Islenskra getrauna á Nordica Hotel í Reykjavík, 21. október sl., kom fram að afkoman hefur aldrei verið betri en á árinu 2004. Sala á getraunum og í Lengj- unni fór í fyrsta sinn yfir 500 milljónir á einu ári og varð alls 517 milljónir Áheit og sölulaun til i'þróttafélaga sem selja getraunir og til héraðssambanda á árinu 2004 voru 67 milljónir Starfsemi Islenskra getrauna miðar ekki að því að fyrir- tækið safni sjóðum, utan eðlilegs varasjóðs, heldur er mark- mið fyrirtækisins að skila hagnaðinum út til íþróttahreyfmgar- innan A aðalfundinum voru sölufélögum afhentar alls 15,5 milljónir króna í aukaáheitum. Ekki fengu öll félögin sömu upphæðina, heldur var úthlutað til félaga eftir söluárangri þeirra á árinu 2004. Þau félög sem selja mest fá hæstu upp- hæðirnar og fer upphæðin svo lækkandi eftir minnkandi sölu. Hinn þekkti íþróttafréttamaður Bjarni Felixson var sér- staklega heiðraður fyrir starf sitt í þágu getrauna. „Eg fæ þessa viðurkenningu vegna starfa minna í gamla daga þegar KR hóf rekstur getrauna sem Islenskar getraunir Bjarni Felixson og Guðbrandur Stígur Ágústsson (KR) taka við viðurkenningum fyrir starf í þágu getrauna. yfirtóku síðan. Það er heiður að taka við þessari viðurkenningu. Ég hef alla tíð tiþþað en markmiðið hefur aldrei verið að vinna heldur bara að vera með.” Við sama tækifæri var Guðbrandur Stígur Agústsson sér- staklega heiðraður en hann hefur stýrt getraunasölunni hjá KR sl. sex ár með mjög góðum árangri. SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909 |J

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.