Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Síða 19

Skinfaxi - 01.11.2005, Síða 19
r r f t Lára Oskarsdóttir um Felix, félagakerfi UMFI og ISI: Mjög ögrandi 09 spennandi verhefni I Felix, félagakerfi UMFI og ISI, er hægt að skrá og vinna með upplýsingar um félagsmenn, iðkendur og aðra sem koma að starfsemi i'þrótta- og ungmennafélaga. Hægt er að búa til hinar ýmsu skýrslur, vinna með starfsskýrslur og tölfræði, út- búa kladda og halda utan um viðburði í dagatali. I álagningar- hlutanum er hægt að leggja á félags- og æfingagjöld og þá geta aðildarfélög fengið uppsetta heimasíðu tengda kerfinu. Boðið er upp á námskeið fyrir íþrótta- og ungmennafélags- hreyfinguna. Kynningarstjóri kerfisins er Lára Oskarsdóttir. Lára kom að þessu verkefni fyrir röskum tveimur árum og þá var það prófað með ákveðnum félögum sem treystu sér til að vera með í byrjun. Hún segir meginmarkmiðið með kerfinu vera að láta félögunum í té gott rekstrartæki, þá sérstaklega í sambandi við skráningar á iðkendum. Það var víða sem félögin höfðu ekki fjármagn til að standa undir þessum málum, þannig að félagskerfið sem var til fyrir; var bundið við tölvu hvers félags, var hreinlega orðið úrelt, barns síns tfma. Lára segir að markmiðið með kerfinu hafi verið að allir þeir sem hefðu aðgang að því fengju alltaf nýjustu upp- lýsingarnar. - Hvernig hafa félögin nýtt sér þessa þjónustu eða hag- ræðingu? „Miðað við það að þetta er nýtt kerfi finnst mér að það hafi gengið vonum framarVið eigum að vera þakklát fyrir öll þau félög sem hafa viljað vera með og það hefur verið gríð- arlega góð þátttaka á þeim stöðum sem ég verið að fara til og kynna þetta kerfi, nú síðast á Akureyri,” sagði Lára. - Hvað með aðra möguleika sem kerfið býður upp á? „Þegar búið er að halda skráningunni vel til haga er hægt að þróa kerfið enn frekar Svo dæmi sé tekið, þá er hægt að setja aðgang fyrir þjálfara, þeir vinna með skráningarnar þannig að þær eru komnar úr höndum skrifstofunnar Þjálfar- ar geta líka skráð inn mætingar og notað þær síðan ítölfræði sem kerfið reiknar allt út. Þetta er ekki sambærilegt við vinn- una í Exel sem menn voru að vinna í áður Það eru flest félög farin að vinna með Felix-kerfið en önnur munu koma inn með tíð og tíma. Kerfið sem slíkt er í stöðugri endur- skoðun og við setjumst niður 2-3 sinnum í viku til að skoða hvað betur má fara og á hvaða sviðum við gætum bætt okkurVið getum sagt að við séum að byggja stórt og í dag erum við kannski komin upp á fyrstu hæðina," sagði Lára. Margir vilja meina að Felix-kerfið hafi verið bylting þegar það var tekið í notkun á si'num tíma. Kerfið er íslensk smíði og frá upphafi hefur það verið markmið að hafa það eins notendavænt og kostur er Svipuð kerfi hafa lengi verið í notkun á hinurm Norðurlöndunum. Að sögn Láru er KSI með mjög öflugt kerfi sem Felix er að tengjast. Að mati Láru verða knattspyrnudeildir að skrá í gegnum Felix því að öll félagaskipti verða að vera lögleg í gegnum KSI. „Núna lesa þessi tvö kerfi saman,” segir Lára. - Það hlýtur að vera spennandi að koma að uppbyggingu og þróun þessa kerfis? „Það hefur verið mjög ögrandi og spennandi verkefni, stundum blæs á móti eins og gengur en að öllu samanlögðu hefur þetta gengið vel," sagði Lára Óskarsdóttir að lokum. ngmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu hafa vakið verðskulduga athygli Búðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekkjum grunnskólanna sem dvelja þar frá mánudegi til föstudags viö leik og störf. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 434-1600 og 861-2660. Einnig þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða á www.umfi.is.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.