Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 34
Vinnum saman * Grœðum Island Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða upp mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti 851 Hellu Sími 488-3000 Símbréf 488-3010 Netfang land.@land.is www. land.is klæða sig í úlpur, húfur og vettlinga og settu á sig treflana. Þau mundu lika eftir að slökkva á öllum kertunum áður en þau fóru út. Þau keyrðu og keyrðu og kölluðu og kölluðu út um bílgluggana. Millý kallaði mest því að Gutti þekkti hennar rödd svo vel. „Jesús minn, hvað aetli fólk haldi?“ sagði Lillý stóra systir þegar Millý hrópaði: „Gutti, Gutti! Hvar ertu? Komdu heim, Gutti!" „Ég bað Guð.Jesús og englana að láta Gutta koma heim og líka að passa að enginn keyrði yfir hann,“ sagði Millý við ömmu-langömmu. „Þá kemur hann örugglega, sannaðu til. Þau gerast ennþá krafta- verkin," svaraði amma-langamma og strauk Millý um vangann. Loks gáfust þau upp og keyrðu heim. Millý var afskaplega raunamædd. „Þetta eru ömurleg jól,“ sagði hún og grét. „Hættu að væla. Kannski birtist hann bara allt í einu, kattarbján- inn,“ sagði Alli, en án sannfæringar. „Sjálfur bjáni á jólunum," sagði Millý og gaf honum olnbogaskot, en ekki mjög fast. Hann hafði þó hjálpað til við að leita. „Er ekki best að fara að opna gjafirnar?" spurði pabbi hressilega þegar þau voru öll sest inn í stofu. „Millý, vilt þú lesa á pakkana?" En nú víkur sögunni að aumingja Gutta. Hann rölti um göturnar, orðinn kaldur og sársvangur og reyndi af alefli að finna leiðina heim. Hann gat ekki einu sinni þefað sig áfram eftir einhverri kunnuglegri lykt fyrir snjónum og ekkert sá hann sem hann kannaðist við. Hann sá fyrir sér götuna heima, húsið, bílinn og allt fólkið. En hvar var heima? Hann gat ekki með nokkru móti áttað sig á því. Svo smáhljóp hann áfram, en í þveröfuga átt. Nóttin var ákaflega köld. Gutti reyndi að kúra sig undir bílum en það var alls staðar jafnónotalegt. Loppurnar voru hálffrosnar og hann logsveið í þófana. Hann dottaði smástund með nefið grafið í feldinn, en hrökk jafnharðan upp. Loks var kominn nýr dagur, aðfangadagur. Það var hætt að snjóa. Gutti teygði úr stirðum fótunum og skrokkn- um og setti skottið beint upp í loftið. Heim, heim. Hann stökk af stað. Bílarnir þutu fram hjá.Allar göturnar voru ókunnugar. Ekkert af fólkinu sem fór fram hjá var fólkið hans. Hann labbaði, hljóp, skokk- aði og hvíldi sig á milli. Hungrið nagaði hann og nú fór þorstinn líka að ásækja hann. Ur öllum húsum barst þessi góða matarlykt, sem ætl- aði alveg að æra hann. Á einu húsi var búið að opna bakdyrnar út í garðinn og matarilmurinn streymdi út. Hann vogaði sér nær. Það var komið myrkur og hann læddist í dyragættina. Hann sá beint inn í eld- hús þar sem kona var að hræra í potti og gá í ofninn að steikinni. Gutti sté inn fyrir og þefaði í átt að ofninum. Þá sá konan hann: „Út með þig, kattarfjandi," æpti hún og tók undir sig stökk að dyrunum. Gutti þaut út eins og elding, en konan tók snjó og henti á eftir honum. Tíminn leið og það var enn kaldara og enginn var á ferli, enginn bíll keyrði um götuna og allir voru inni að haldin jólin hátíðleg. Gutti heyrði út um gluggana söngva um jesúbarnið sem lagt var í jötu í fjárhúsi með mörg dýr í kringum sig. En auðvitað skildi hann ekkert. Hann var svo þreyttur. Svo skreið hann undir húströppur og stein- sofnaði. Hann dreymdi kátar mýslur og fljúgandi fugla. Fullar matar- skálar.Allt fólkið sitt. Hlýju körfuna sína og sófann hennar ömmu- langömmu. Svo hrökk hann allt í einu upp við það að lítil vera kom fljúgandi og lenti beint fyrir framan hann. Ekki var það fugl, heldur eins og pínulítil manneskja með rauða jólahúfu á hrokknum lokkunum, glitr- andi vængi og í litlu höndunum hélt hún á gylltri bjöllu. „Hæ,“ sagði hún. „Ég heiti Engildís og nú ætla ég að fylgja þér heim, vegna þess að allir heima hjá þér eru búnir að senda svo margar bænir upp í blá- himin, um að hjálpa þér heim. Millý er með flestar bænirnar og svo eru nokkrar frá öllum hinum, meira að segja frá Alla, þótt hann myndi aldrei viðurkenna það.” „Ja, hérna," sagði Gutti. „Komdu, hlauptu á eftir mér,“ skipaði Engildís. „Ég ætla að koma SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.