Skinfaxi - 01.11.2005, Síða 35
ÖSSUR
þér á slóðina." Svo sveif hún af stað og bjallan klingdi svo fallega.
Gutti hljóp og hljóp. Hann var eitthvað svo léttur á sér þrátt fyrir
allan snjóinn og hann var ekkert mikið svangur.Alltaf var Engildís rétt
á undan honum. „Þú varst nú aldeilis búinn að villast," kallaði hún.
„Kominn naestum vestur á Seltjarnarnes. En nú er ekki langt eftir í
Norðurmýrina og þegar við erum komin yfir Snorrabrautina getur
þú séð um þig sjálfur. Hana nú. Þar erum við komin í Þingholtin." Þá
og einmitt þá heyrði Gutti veik köll. „Gutti, Gutti, komdu heim!“
„Millý, þetta er Millý. Ég er að koma,“ sagði Gutti í huganum og
herti á sprettinum.Alltaf sveif Engildís fyrir framan hann. „Bergþóru-
gata,“ sagði hún.
„Nú kannast ég aldeilis við mig,“ hrópaði Gutti. „Yfir Snorra-
brautina og ég er kominn heim.”
„Nú fer ég ekki lengra," sagði Engildís og settist fyrir framan
hann. „Ég ætla að gefa þér þessa bjöllu í jólagjöf því að þú ert einn af
jólaköttunum." Svo festi hún bjölluna í hálsbandið hans. „Gleðileg
jól,“ sagði hún og svo sveif upp i loftið. Gutti horfði á eftir henni. Svo
tók hann sprettinn heim að húsinu sínu.
Það hrukku allir í kút þegar hátt mjálm heyrðist við útidyrnar.
„GUTTI!“ æpti Millý og hentist fram með fjölskylduna á hælunum.
Hún reif upp hurðina og þarna stóð Gutti með hrimaðan feldinn og
stökk inn í hlýjuna.
„Ó, ertu kominn, elsku drengurinn," sagði amma-langamma og
Ijómaði öll. Svo var Gutti faðmaður og kysstur af öllum, en mest af
Millý, sem var orðlaus af gleði.
„Jæja, það verður kannski hægt að halda almennileg jól úr því að
bjáninn er kominn heim,“ sagði Alli og strauk Gutta frá eyrum og
aftur á skott.
Síðan fékk hann allt það besta sem til var að borða og rjómalögg
í skál. Þegar hann var sofnaður í sófanum hennar ömmu-langömmu
tóku þau eftir bjöllunni í hálsbandinu. í hvaða ævintýrum hefur þú
lent, blessaður karlinn, hugsaði mamma. Hver hefur gefið þér þessa
fínu bjöllu? Þú hefur ábyggilega heyrt í okkur köllin. Kannski hefur
jólaengillinn fylgt þér heim. Hver veit?
„Ég sagði að hann væri jólaköttur,“ hvíslaði pabbi að Millý um
leið og hún kom með litið ullarteppi sem amma-langamma hafði
prjónað og gefið Gutta í jólagjöf og breiddi yfir hann. Gutti vissi af
þessu öllu. Hann var bara svo saddur og þreyttur að hann gat ekki
einu sinni opnað augun. Svo hélt hann bara áfram að sofa, meðan
fólkið hans opnaði fleiri jólapakka og dáðist að gjöfunum.
Þetta kvöld fóru allir glaðir að sofa í litla húsinu. En í bláhimni
söng Engildís með öllum englunum: Dýrð sé Guði í upphæðum og
friður á jörðu, um leið og þeir stráðu gull- og silfurstjörnum niður á
jörðina.
Eftirmáli.
Fáum árum síðar flutti fjölskyldan í Grafarvog með Gutta, þá ellefu
ára. Þá hafði nú heldur fjölgað í fjölskyldunni, því að á þessum árum í
Norðurmýrinni hafði litil kisustelpa villst inn í garðinn og var að
reyna að veiða fiðrildi eina bjarta sumarnótt. Hún var svo tekin í
fóstur og henni kenndir góðir siðir. Þessi þrílita fegurðardís fékk
nafnið Lotta og fylgdi Gutta og fólki sínu til nýrra heimkynna. Síðar
bættist Lukka i hópinn, en hún fannst í dýrabúð, svo einmanaleg að
Hanna móðursystir keypti hana á fimm hundruð krónur. Mamma átti
Lottu og hún vildi helst halda sig innanhúss í fanginu á einhverjum og
vera algjör hefðarmey, meðan Lukka fór í hvern leiðangurinn af öðr-
um um hverfið ásamt Gutta. En aldrei týndust þau.
Nú eru Gutti og Lotta sofnuð og komin undir græna torfu. Þau
urðu fjórtán og átta ára gömul og þegar Lukka er orðin gömul og
lasin þá fer hún og hittir leikfélaga sína niðri við voginn og þau kíkja á
mýs eða fugla sér til skerr.mtunar.
En í garði einum í Foldahverfi, i trjálundinum þar sem Gutti og
Lotta sátu saman á sumrin, hvíla þau núna undir krossi og blómum
og þangað fer oft einhver úr fjölskyldunni, staðnæmist stundarkorn
og rifjar upp gamlar minningar sem verða að ævintýrum, eins og
sagan hér að framan um hann Gutta sem varð jólaköttur...
Endir.
SKINFAXI - gefiö út samfleytt síðan 1909