Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 13

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 13
Kiwanisklúbburinn Ölver sár um flugeldasýninguna og Björgunarsveitin Mannbjörg um gæslu og fleira Á fundi unglingalandsmótsnefndar í Þorlákshöfn í mars sl. voru undirritaðir samningar, annars vegar við Björgunar- sveitina Mannbjörg vegna gæslu og annarra verka á mót- inu og hins vegar við Kiwanisklúbbinn Ölver vegna flug- eldasýningar sem verður eitt af lokaatriðum mótsins. Sr. Baldur Kristjánsson, fyrir hönd Kiwanis- klúbbsins Ölvers, Ragnar Sigurðsson, for- maður unglingalandsmótsnefndar, og Ásgeir Guðmundsson, formaður Björgun- arsveitarinnar Mannbjargar. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn: Áskorun aðtakast á við þetta verkefni „Á síðasta kjörtímabili var mikill áhugi hjá þáverandi bæjarstjórn að halda Ungl- ingalandsmót. I fyrstu var skoðaður sá möguleiki að sækja um stóra Lands- mótið 2009 sem fór reyndar norður á Akureyri. Þegar það lá fyrir benti ágæt- ur maður okkur á að það myndi jafnvel henta okkur betur að sækja um Unglinga- landsmótið 2008. Það er heilmikil áskor- un að halda svona mót og ekki síður lær- dómsríkt fyrir bæjarstjóra að fara í gegnum þennan feril. Það er að mörgu að hyggja og líka skemmtilegt að vinna með fólki sem hefur mikla reynslu í að skipuleggja þessi mót,“ sagði Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn, í spjalli við Skinfaxa. Ólafur Áki sagði að sveitarfélagið heíði flýtt byggingarframkvæmdum við íþrótta- mannvirki þegar ákvörðun lá fyrir um að mótið yrði í Þorlákshöfn. Mannvirk- in munu nýtast til frambúðar og enn- fremur ýmislegt tengt umhverfínu og hlaupa á nýja vellinum og skellt mér síð- an í heitan pott á eftir. Það er alveg víst að þessa aðstöðu mun fólk á öllum aldri nýta sér.“ - Hvernigfmnstþér hljóðið vera í bœjar- búum að halda mót sem þetta? „Það er allir mjög spenntir, líka boðn- ir og búnir til að leggja sitt af mörkum svo að mótshaldið gangi sem best fyrir sig. Það er gaman að finna þessa stemn- ingu á meðal fólksins," sagði Ólafur Áki. Bæjarstjórinn segir að hann hafi verið búinn að koma börnum sinum úr grasi þegar Unglingalandsmótin byrjuðu og því hafi hann ekki sótt fýrri mót. „Ég hef aftur á móti fylgst vel með framgangi mótanna í íjölmiðlum. Enn- fremur hef ég verið í sambandi við bæjarstjóra og sveitarstjóra sem hafa haldið þessi mót á síðustu árum og þeir eru á einu máli um ágæti mótanna. Þeir hafa veitt okkur upplýsingar sem hafa nýst vel í undirbúningi fyrir mótið hér í Þorlákshöfn. Ég hef haft frábært fólk með mér á öllum stigum undirbúnings- ins og ég er viss um að við eigum eftir að halda glæsilegt Unglingalandsmót. Fjármunum, sem fara í þessa uppbygg- ingu, er vel farið. Það að hafa þessi mót um verslunarmannahelgi er hrein snilld og gaman að unglingar taki þátt og eyði þessari helgi með fjölskyldum sínum á svona uppbyggilegan hátt. Það er vel að UMFÍ skuli standa að svona móti og hreyfingunni allri til framdráttar.“ - Verður ekki góð aðstaða á mótinu, bœðifyrir keppendur oggesti? „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í það að öll aðstaða til keppni, og eins hvað gistingu varðar, verði til fyrirmyndar. Stór svæði fyrir tjöld og fellihýsi eru klár og rafmagni og snyrti- aðstöðu hefur verið komið fýrir.“ Að lokum sagði Ólafur Áki: „Tilhlökkunin er mikil og það verður gaman þegar við setjum þetta mót.“ Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri, á skrifstofu sinni í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. merkingar á mannvirkjum. Öllum þess- um þáttum er hraðað í tengslum við mótið. Ólafur Áki sagðist vera þess full- viss að Þorlákshöfn fengi mikla og góða kynningu samfara mótinu sem myndi koma bæjarfélaginu til góða í framtíðinni. - Góð aðstaða til íþróttaiðkunar hlýt- ur að teljast hverju bœjarfélagi til tekna og í raun einnig krafa fólksins? „Ég er algjörlega sammála þessu. f nútímasamfélagi vill almenningur hafa góða íþróttaaðstöðu og þá ekki síst fyrir börnin sín. Að sækja góða aðstöðu að afloknum vinnudegi, slaka á í sundlaug eða fara í líkamsrækt, er nauðsynlegur þáttur ef við eigum að mæta kröfum fólksins og fá það til okkar. Iþróttamann- virkin, sem hér er verið að reisa, munu nýtast okkur um ókomna framtíð. Ég bíð bara sjálfur eftir því að geta farið að SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 13

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.