Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 15

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 15
FLOTT ÁN FÍKNAR Hópur ungmenna kom saman að Laugum í Reykjadal helgina 29.-30. mars sl. þar sem þau skemmtu sér á fjölbreyttan hátt. Það var Ungmenna- félag íslands í samvinnu við Flott án fíknar sem hafði veg og vanda af þessari helgi með nemendunum fyrir norðan. Farið var í ýmsa leiki í íþróttahúsinu, eldað og spilað. Ungmennin komu frá sex framhaldsskólum víðs vegar að en flestir af Norðurlandi. Hópurinn náði vel saman og mættu allir með því hug- arfari að kynnast hvert öðru og hafa gaman. Gist var í gamla húsmæðraskól- anum en einstaklega góð aðstaða er á Laugum með góðu íþróttahúsi og nýrri sundlaug. Fararstjórar voru Guðrún Snorradótt- ir, landsfulltrúi UMFÍ, og Jörgen Nils- son, leiðbeinandi við Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Sæl- ingsdal. Þátttakendur sýndu mikinn áhuga á því að fjölga mótum sem gefa ungu fólki kost á að koma saman og skemmta sér án áfengis. Markmið UMFÍ með þessu starfí er að fá fólk til að virða áfengis- og tóbaks- varnalögin og sýna fram á hversu auðvelt er að skemmta sér á heilbrigðan hátt. UMFÍ og Flott án fíknar stóðu fyrir ferð að Laugum í Reykjadal Verkefnið kynnt nemendum á Þórshöfn Grunnskólanemendur á Þórshöfn voru í janúar sl. upplýstir um starfsemi verkefn- isins Flott án fíknar. Guðrún Snorra- dóttir, verkefnisstjóri, fór yfir verkefnið með nemendunum sem voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurn- inga. Krakkarnir lýstu einnig yfir áhuga sínum á að mæta á Unglingalandsmót sem eins og flestir vita eru haldin ár hvert um verslunarmannahelgina. Krökkunum voru einnig kynnt ýmis önnur verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og má meðal þeirra nefna íþróttalýð- háskólana í Danmörku og starfsemi NSU. Krakkarnir fóru að lokum í ýmsa leiki og virtust skemmta sér hið besta. Þá hitti Guðrún unglingana í félagsmið- stöðinni Svartholinu. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.