Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 25
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Friðrik Aspelund nýrformaður UMSB Ný stjórn UMSB. Frá vinstri: Ebba Pálsdóttir, Friðrik Aspelund, Sigmar Gunnarsson, Guðmundur Sigurðsson og Berglind Long 86. þing Ungmennasambands Borgar- fiarðar var haldið 13. mars sl. í Ásgarði á Hvanneyri. Jóhanna Erla Jónsdóttir hætti sem formaður UMSB eftir tveggja ára setu í því embætti og Friðrik Aspe- lund, sem hefur verið varaformaður síð- ustu tvö ár, tók við sem formaður. Ný inn í stjórn kom Berglind Long sem varaformaður og Guðmundur Sigurðs- son var endurkjörinn sem gjaldkeri. Einar Haraldsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir frá UMFÍ sæmdu Veroniku Sigurvinsdóttur og Álfheiði Marinós- dóttur starfsmerld UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu UMSB. Stjórn UMSB veitti tvær viðurkenn- ingar fyrir íslandsmeistaratitla en það voru þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Bjarki Pétursson sem hlutu þær við- urkenningar, Björgvin fyrir Víðavangs- hlaup íslands og Bjarki fyrir holukeppni í golfi. Einnig veitti stjórn UMSB þeim Sigurði Þórarinssyni og Trausta Eiríks- syni viðurkenningar fyrir Norðurlanda meistaratitla í körfuknattleik. Landsmót UMFÍ í Norðurþingi 2015? Á fundi æskulýðsnefndar Norðurþings í vetur var samþykkt að setja saman starfshóp til að vinna að umsókn fyrir Landsmót UMFÍ 2015 sem haldið yrði á Húsavík. Starfshópurinn er saman settur af fulltrúum frá sveitarfélaginu, HSÞ og starfsmanni sveitarfélagsins. Landsmót UMFÍ var síðast haldið á svæðinu á Húsavík sumarið 1987. Það var síðan 19. mars sl. sem þessi hópur Frá fundinum með UMFÍ á Húsavík. átti fund með framkvæmdastjóra og starfsmönnum UMFÍ á Húsavík til að afla upplýsinga en ljóst er að ráðist yrði í þó nokkrar framkvæmdir ef Norðurþing sækti um mótið. Fundur- inn var afar gagnlegur og er mikill hugur í heimamönnum að sækja um mótið. Málið er þó á byrjunarreit en heimamenn munu á næstu vikum og mánuðum setjast vel yfir málið. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.