Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 30

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 30
 b, * , .jsm ~~~ f Ný stjórn UÍA. Frá vinstri: Gunnar Jónsson, Berglind Agnarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson (framkvæmdastjóri), Elín Rán Björnsdóttir og Gunnar Gunnarsson.Á myndina vantar Jónas Þór Jóhannsson. Framhaldsþing UÍA á Egilsstöðum: Starfið leggst vel í mig Ný stjórn Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands, UÍA, var kjörin á framhaldsþingi á Egilsstöðum 9. júní sl. Nýr formaður er Elín Rán Björnsdótt- ir, Egilsstöðum, ritari er Gunnar Gunn- arsson, Fljótsdal, gjaldkeri er Berglind Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, og Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum, og Gunnar Jónsson, Eskifírði, eru meðstjórnendur. „Þingið gekk velfyrir sig en ný stjórn kom saman eftirþingið þar sem ýmis mál voru tekinfyrir. Ákveðið var aðfresta formannafundi fram í september. Mér líst vel á starfið en það er alveg Ijóst að mikil vinna erfram undan. Efokkur tekst aðfáfólk í lið með okkur œtti starf- semin að ganga vel, “ sagði Elín Rán Björnsdóttir, nýkjörin formaður UÍA. Elín Rán hefur starfað mikið innan hreyfingarinnar í gegnum tíðina og keppti lengi undir merkjum UlA. Hún kom að undirbúningi fyrir Landsmótið á Egilsstöðum 2002 og var síðan starfs- maður UÍA i þrjú sumur. Eins og hún komst að orði er hún alin upp í hreyf- ingunni. „Það er ekki ástæða til annars en að líta björtum augumfram á veginn,“ sagði Elín Rán. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFl, sat framhaldsaðalfundinn. Stefán Bogi Sveinsson ráðinn framkvæmdastjóri UÍA Stefán Bogi Sveinsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri UlA. Stefán Bogi er lögfræðingur að mennt og hefur und- anfarin tvö ár starfað sem lögmaður í Reykjavík. Hann er ekJci ókunnugur Austurlandi, fæddur á Héraði og hefur búið í Jökulsárhlíð, á Vopnafirði og síðast á Egilsstöðum þar sem hann nam við ME. Faðir hans, Sveinn Guðmunds- son, sat í stjórn ULA á sjöunda áratugn- um. Sjálfur hefur Stefán mikla reynslu af félagsstörfum. Hann spilaði fótbolta og körfubolta með yngri flokkum Hatt- ar, fótbolta með meistaraflokki Þristar og keppti í kringlukasti á bikarmeist- aramóti fyrir hönd UÍA. Stefán Bogi hefur þegar tekið til starfa og mun stýra skrifstofu UlA á Egilsstöðum. HSV setur á stofn afreks- og styrktarsjóð Héraðsþing HSV var haldið í Edinborgar- húsinu á Isafirði laugardaginn 5. apríl sl. Ein breyting varð í stjórninni, Óðinn Geirsson gekk úr varastjórn og tók Þor- gerður Karlsdóttir sæti hans. Stjórnina skipa eftirtalið fólk: Jón Páll Hreinsson, formaður, Jóhann Bæring Gunnarsson, varaformaður, Maron Pétursson, gjald- keri, Sigrún Sigvaldadóttir, ritari, Guðni Ó. Guðnason, meðstjórnandi, Gylfi Þ. Gíslason, varamaður, Erla Jónsdóttir, varamaður, og Þorgerður Karlsdóttir, varamaður. Á þinginu var ákveðið að vera með framkvæmdastjóra í fullu starfl. Héraðsþingið samþykkti að veita fjór- ar milljónir króna í Afreks- og styrktar- sjóð HSV. Þessi upphæð verður höfuð- stóll sjóðsins og má hann ekki koma til úthlutunar heldur skal einvörðungu gegna því hlutverki að efla sjóðinn enn frekar á næstu árum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja þá einstaklinga eða hópa innan HSV sem náð hafa umtalsverðum árangri í iþrótt sinni. Eingöngu félagar og keppnishópar innan HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Iþrótta- og Ólympíusambandi íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum. I reglugerð, sem samþykkt var á þing- inu, segir að í stjórn sjóðsins skuli sitja þrír menn og verði stjórnin skipuð á héraðsþingi ár hvert. Eigi má velja ein- staklinga til stjórnarsetu í sjóðnum er gegna stjórnarsetu í aðildarfélagi innan HSV. Varsla sjóðsins skal vera í höndum Sparisjóðs Vestfirðinga. Tekjur sjóðsins skulu vera: 10% af óskiptum lottótekj- um, styrkir og gjafir til sjóðsins, árlegt framlag Isafjarðarbæjar, árlegt framlag fyrirtækja og vaxtatekjur. 30 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.