Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 33

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 33
Félagar í Hrafna-Flóka ætla að fjölmenna á Unglingalandsmótið Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna- Flóka, HHF, var haldið 13. apríl sl. í Hópinu á Tálknafirði. Guðmundur Ing- þór Guðjónsson, formaður HHF, sagði að þingið hefði gengið vel. Starflð í sumar var rætt og mótaskráin fyrir sumarið samþykkt. Guðmundur Ingþór sagði á fundinum hefði verið rætt um að íjölga keppendum frá HHF á Ungl- ingalandsmótinu sem haldið verður í HHF Þorlákshöfn unr verslunarmannahelgina. Sagði hann að stefnt yrði að því að mæta með 40-50 manna hóp á mótið. Starf- semi Haafna-Flóka er alla jafna hvað blómlegust yfir sumartímann en á þinginu var ákveðið að Guðmundur Ingþór yrði framkvæmdastjóri í sumar. Einar Jón Geirsson, stjórnarmaður í Ungmennafélagi Islands, var fulltrúi UMFÍ á héraðsþinginu. Ein breyting varð á stjórn HHF en Heiðar Ingi Jóhannsson tók sæti Bjargar Sæmundsdóttur. Stjórnina skipa Guð- mundur Ingþór Guðjónsson, formaður, Sigríður Ólafsdóttir, gjaldkeri, Davíð Þorgils Valgeirsson, meðstjórnandi, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, varastjórn, Guðný Sigurðardóttir, varastjórn, og Heiðar Ingi Jóhannsson sem kemur nýr inn eins og áður kom fram. Aðalbjörg Valdimarsdóttir kjörin nýr formaður USAH Stjórn USAH: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Þórhalla Guð- bjartsdóttir, varaformaður, Jófríður Jónsdóttir, gjaldkeri, Hafdís Vil- hjálmsdóttir, ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnan Hilmar Þór Kárason var kjörinn íþróttamaður USAH. Móðir hans, Eva Hrund Pétursdóttir tók við verðlaunum fyrir hans hönd. Ársþing USAH var haldið á Blönduósi 5. apríl sl. Á þingið mættu fulltrúar frá öllum aðildarfélögum utan einu, sam- tals 23 manns. Þingforseti var Ásgerður Pálsdóttir. I skýrslu stjórnar kom fram að starfið hefur verið gott og að íjárhagsstaða sam- bandsins er mjög góð. Góður andi var á þinginu, umræður um skýrsluna góð- ar og mikill hugur í fólki að vinna að því að gera gott starf enn betra. Nefndir skiluðu inn mörgum tillög- um sem flestar voru samþykktar. Iþróttamaður USAH var heiðraður en hann er Hilmar Þór Kárason, frjáls- íþróttamaður. Nýr formaður sambands- ins var kosinn Aðalbjörg Valdimars- dóttir. Gestir þingsins voru þau Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl, Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, og þau Sigríður Jónsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri fræðslu- sviðs hjá ISÍ. Helga Guðrún veitti Þór- unni Ragnarsdóttur starfsmerlci UMFl. Hún hefur starfað innan USAH í yflr 30 ár. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 33

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.