Skinfaxi - 01.05.2008, Page 44
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI
Sunddeild Umf. Selfoss-Fyrirmyndardeild ÍSÍ
Aðalfundur Umf. Selfoss var haldinn í
Tíbrá fimmtudaginn 15. maí sl. Fundur-
inn var fjölmcnnur og bar vönduð árs-
skýrsla félagsins vott um rnjög öflugt
starf á Selfossi. Tvær nýjar deildir voru
formlega teknar inn í félagið, taekwondo-
deild og mótokrossdeild. Við upphaf
fundarins undirrituðu Þórir Haraldsson,
formaður Umf. Selfoss, og Ragnheiður
Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar,
nýjan þjónustusamning á milli ung-
mennafélagsins og sveitarfélagsins.
Einnig voru undirritaðir samningar um
rekstur íþróttavallarsvæðisins og hand-
boltaakademíu handknattleiksdeildar.
I skýrslu formanns kom fram að starf
félagsins hefur verið mjög öflugt á liðnu
ári. Góður árangur hefur náðst á mörgum
sviðum og starf deildanna hefur eflst, m.a.
með stefnumótunarvinnu félagsins. Nýr
þjónustusamningur, sem liggur fýrir, er
stórt skref fram á við, með auknum fjár-
framlögum og ýmsum vaxtarmöguleik-
um. Þá stendur til að ráðast í framkvæmd-
ir við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg.
Sunddeildin fékk afhenta viðurkenningu
sem „Fyrirmyndardeild ÍSÍ“. Deildin
fékk einnig styrk frá Sveitarfélaginu upp
á 700.000 kr. ásamt 100.000 kr. styrk úr
verkefnasjóði HSK. Á fundinum var lögð
fram skýrsla frá Rækt ehf. þar sem fram
kom stefna og markmið félagsins og
deilda. íþróttamönnum deilda voru
afhentar viðurkenningar og íþróttakarl
og íþróttakona Umf. Selfoss 2007 fengu
afhenta bikara. Sævar Þór Gíslason, knatt-
spyrnumaður, var íþróttakarl ársins og
Guðmundur
Jóhannesson, for-
maður sunddeildar
Umf. Selfoss, tekur
við viðurkenningu
úr hendi Sigríðar
Jónsdóttur, stjórn-
armanns í ÍSÍ.
Ágústa Tryggvadóttir, frjálsíþróttakona,
íþróttakona ársins. Jóhannes Óli Kjart-
ansson fék afhentan Björns Blöndal-
bikarinn fyrir gott starf í þágu félagsins.
Þá fékk fímleikadeildin UMFÍ-bikarinn
fyrir gott starf á árinu 2007. Deildin
hlaut m.a. útnefningu sem fyrirmyndar-
deild ÍSl, fyrst félaga á Suðurlandi.
Borgarflöt 15 :: 550 Sauóárkrókur
Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778
Netfang: okgam@simnet.is
44 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands