Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 46

Skinfaxi - 01.05.2008, Page 46
FRETTIR ÚR HREYFINGUNNI Góður árangur í yngri flokka starfi í handbolta á Selfossi Strákarnir í 7. flokki Umf. Selfoss með unglingabikar HSl. Þeir hafa haft mikla yfirburði í sínum aldursflokki í vetur og töpuðu ekki leik á Islandsmótunum. Selfoss hefur átt besta liðið i 7. flokki drengja tvö ár í röð og hefur það ekki gerst áður í sögu félagsins. Mjög gott foreldrastarf hjá 7. flokki er líka góður rammi utan um starfið. Þjálfari strákanna er Einar Guðmundsson. í lokahófl Handknattleikssam- bands Islands, sem haldið var 17. maí sl., fékk handknattleiksdeild Umf. Selfoss afhentan verðlauna- grip fyrir „besta yngriflokka starf á íslandi veturinn 2007-2008“. Var þetta í fyrsta sinn sem félaginu hlotnast þessi heiður. Um 250 iðk- endur voru hjá deildinni í 10 flokk- um í vetur. Umf. Selfoss vann tvo Islandsmeistaratitla 2008, í ungl- ingaflokki karla (f. 1990) og í 6. flokki drengja (f. 1997). Auk þess unnu strákarnir í 7. flokki (f. 1998) alla sína leiki í vetur, en ekki er keppt til verðlauna í flokkum 10 ára og yngri. I lokahófi HSI fékk Einar Guðmundsson, þjálfari, silfurmerki HSf fyrir frábær störf í þágu handboltans á fslandi. Alls voru 14 krakkar frá Selfossi valin í unglingalandslið á tímabil- inu og fjögur til viðbótar fóru á úr- taksæfingar. Handknattleiksdeild- in hélt glæsilegt Landsbankamót í 6. flokki drengja í mars þar sem keppendur voru um 600 talsins. Má ætla að yfir 1.000 manns hafi heimsótt Selfoss á einni helgi. Um- fang starfs handknattleiksdeildar- innar hefur aukist ár frá ári og iðkendum hefur fjölgað. Árangur- inn hefur aldrei verið betri og flestir árgangar eru á meðal fimm bestu á landsvísu. Hjá deildinni störfuðu 10 þjálf- arar, 12 manns sitja í stjórn og unglingaráði og fleiri í foreldraráð- um. Að meðaltali fóru fram 38 æfingar í hverri viku. Síðastliðið haust fór handknattleiksdeildin af stað með nýtt verkefni þar sem börnum í 1., 2. og 3. bekk var boð- ið að æfa kl. 14-15 í íþróttahúsi Vallaskóla undir leiðsögn íþrótta- kennara. Áhersla var lögð á leiki og alhliða hreyfiþjálfun með bolta sem aðalþema og að sem flestir fengju að koma og stunda íþróttir á góðum tíma. Um 25 börn voru í íþróttaskólanum og gekk hann mjög vel. Hugsanlega er þetta fyrsta skrefið í samþættingu skóla- og íþróttastarfs. írhæfi mig í Ijósritun, og jbá aðallega í A4. -fullkominn tækjakostur og fagmennska Prentmat • Lynghélil 1*110 Reykjavík • Slml 5 600 600 / Prentmet Vesturlandi • Helðargerði 22 • 300 Akraneti • Slml 431 1127 Prentmet Suðurlanda • Eyravegi 25 • 800 Selfotti • Slml 482 1944 • www.prentmet.it fprentmet r3SB HRADÞJÓNUSTA m Velkomin á Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina Þorlákshöfn 1.-3. ágúst 2008 yuurvu.gardyrbjan.lt 'GarA yrkja. innflutningur © 5641860 Helluhraun 4 gardyrbjan@slmnet.it Mucb-Trucb Piórhjóladrtlncur hjólböru/ Proludlc ÚUieUrtasbl -lO ára áby/od 46 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.