Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 19
Flott án fíknar: Flott án fíknar í Foldaskóla í Foldaskóla í Grafarvogi er rekinn mjög öflugur Flott án fíknar klúbbur en, Guðrún Özurardóttir, nemandi í 9. bekk skólans, er í forsvari fyrir klúbbinn. Guðrún segir 90 nemendur af 130 í unglingadeild séu skráðir í klúbbinn og hún segist viss um að fleiri eigi eftir að skrá sig. „Ég sjálf skráði mig í klúbbinn um leið og ég fór upp í unglingadeildina. Það er vakning fyrir þessu starfi í skólanum og öllum finnst þetta svakalega gaman. Við erum öðru hverju að gera eitthvað skemmtilegt saman, eins og að horfa saman á bíómynd, fara í klifurhúsið og í eitt skiptið héldum við sundlaugar- partý," sagði Guðrún. Flún sagði að unglingar í dag hugsuðu mikið um að halda sig fjarri öllum fíkniefnum. „í kringum mig eru sárafáir í ein- hverju rugli. Langflestir lifa heilbrigðu lífi, eru í íþróttum eða verja frítíma sínum á skynsamlegan hátt. Við ætl- um að halda áfram að hittast í klúbbn- um hér í Foldaskóla og stefnum að því að eiga skemmtilega tíma saman. Flott án fíknar er lofsvert framtak sem hvetur krakka til að vera saman og eiga gott félagslíf," sagði Guðrún Özurardóttir í samtali við Skinfaxa. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.