Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 1
ST Ó mR N N n B LRÐ m U í K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS L árg., 4.-5. tbl. Reyfcjavík, september 1939 Nú dregur til stórtíðinda i Evrópu. Stœrstu og voldugustu menn- ingarþjóðir álfunnar hafa tgst friðslitum sín á milli, og ekki er annað sgnna, en meginland Evrópu og höfin í kring, muni brátt enduróma af fallbyssudrunum og flugvélagný, ásamt kvalaópum sœrðra og deyjandi. Endir og afleiðing viðburðanna er öllum hulin. Við íslendingar erum fámenn, fátœk og afskekkt þjóð. Við getum því, að flestra dómi, verið nokkuð öruggir um líf og land. Við getum farið í kvikmyndahús, á dansleiki oq rabbað yfir kaffibollunum, án þess að þurfa að vera viðbúin að hlaupa í sprengjuheldar hvelfingar, með grímur í höndunum, til varnar eiturgasi, og bíða þar í óvissu eftir að sjá hvort ofanjarðar stendur steinn yfir steini. En þrátt fyrir þessa af- stöðu og aðstöðu íslendinga og íslands, má þjóðin búast við að nokkuð verði þrengt kosti hennar frá því, sem áður var. Þjóðin verður því að taka því, sem að höndum ber með skynsemi og stillingu, slaka til á kröfum sín- um, þótt fyllilega réttmœtar séu, meðan nýtilkomið styrjaldar ástand helzt. Þetta siðasta á ekki sízt við sjómennina, sem eiga óuppgerða reikninga við stjórn og þing í ríkara mœli en nokkur önnur stétt. En einmitt því fremur sýna sjómenn þegnskap sinn og drenglund, með þvi að ganga ótrauðir fram fyrir skjöldu um afla og aðdrœtti i þjóðarbúið á þrengingartírnum. Sjómenn leggja líf og limi í hœttu á friðartímum og fá minni þökk en skyldi. En vera kynni að augu þeirra, sem kaldrifjaðastir eru í garð sjómannastéttarinnar íslenzku, opnist ekki í annan tíma betur en nú fyrir því hvar þjóðin vœri stödd, ef atorku sjómannanna nyti ekki við. Enn gœti svo tiltekist að þeir, sem sitja á hjassanum heima í inni sínu, meðan slysa- og lífshœtta sjómanna margfaldast, skilji að hér á landi er risin upp stétt manna, sem ber á herðum sér íslenzka menningu og afkomu, frekar öðrum íslenzkum stéttum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.