Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Qupperneq 1
SlÓmfiNNfiBLfiQIG UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS A M B A N D ÍSLANDS II. árg., 19.—20. tbl. Reybjavík, október 1940 Enn um Sjómannaskólann Á því er enginn vafi, að síðasta hefti blaðs- ins, sem helgað var skólamálum sjómanna- stéttarinnar, hefir vakið mjög mikla athygli meðal allra hugsandi manna í landinu, enda þótt flest blöðin hafi fram að þessu hikað við að taka nokkra ákveðna afstöðu til aðalmáls- ins, sem þar var reifað : þ. e. byggingu nýs Sjó- mannaskóla. — Ekki eiga þó öll blöðin hér í Reykjavík óskilið mál hvað skólamálið snertir, því að tvö þeirra, Morgunblaðið og Tíminn, og þó einkum Morgunblaðið hafa rætt málið nokkuð. M. a. hefir blaðið birt viðtal við at- vinnumálaráðherrann Ólaf Thors, þar sem hann víkur sérstaklega að lausn skólamálsins. Viðurkennir blaðið fyllilega hina aðkallandi þörf fyrir nýjan og fullkominn Sjómannaskóla og þá jafnframt rétt sjómanna til þess að fá skólann og það sem fyrst. Tíminn viðurkennir einnig þessa þörf og að sjómannastéttin sem hafi fram að þessu verið útundan hvað fræðslu snertir, eigi fulla heimtingu á úrbótum í þessu efni. Þá hefir dagblaðið Vísir flutt góða og skilmerkilega grein um málið eftir Haligrím Jónsson vélstjóra, en annars ekkert um það rætt frá eigin brjósti. Víkingurinn vill ekkert um það segja, hvort umrædd hugmynd atvinnnumálaráðherra sé sú eina rétta til lausnar málinu, en það verður að viðurkennast að hún ber þess greinilega vott, að ráðherrann vill, og það sem fyrst, að sjó- mannastéttin fái veglegan skóla, sem stéttinni sé samboðinn, að hafist sé strax handa með byggingu skólans og hann bendir á leiðina til að afla fjárins, sem með þarf, þ. e. að stórút- gerðin í landinu verði látin greiða það sem skatt af arði ársins, sem yfir stendur. — Hver sú tillaga sem af drenglund kemur fram til fljótrar fyrirgreiðslu þessu máli, er með þökkum þegin og í fljótu bragði séð. virð- ist það engum efa bundið, næði tillaga ráð- herrans fram að ganga að þá mundi fljótt greiðast úr. En allt veltur á að allir flokkar löggjafarþingsins séu einhuga þessu máli fylgjandi og að þeir sýni, ,,að þegar býður þjóðarsómi, þá eigi Island eina sál“. Það eru svo mörg vandamál nú á hinum síð- ustu tímum, sem mundu leysast betur ef ís- land ætti eina sál, og allir væru einhuga. Að lokum vill Víkingurinn taka það fram, að fyrir honum og þeim sem að honum standa vakir það eitt, að skólinn' komi fljótt og hann verði samboðinn íslenzlcri framtíðarmenningu. En hitt, hverja aðferðina löggjafarþing þjóðarinn- ar notar til að afla fjárins, það verður að fela þeim vitru mönnum að ákveða og er ekki aðalatriðið fyrir sjómannastéttina. Aðalatriðið er að skólinn komist upp sem fyrst og er þess að vænta, að samkomulag ná- ist um það á milli hinna ráðandi flokka í landinu. X VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.