Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 14
en gátu ekki sjálfir framkvæmt slíkt stór- virki á sviði skipabyggingarlistarinnar, sem menn eins og Archiemedes og aðrir Grikkir gerðu. 1 stuttu máli, Rómverjar voru ekki neinir sjómenn, en þeir tóku siglingarnar og skipabyggingar inn í sinn atvinnuhring, vegna þess að það var þeim nauðsynlegt fyrir þeirra heimsyfirráð. Miðjarðarhafið var í margar aldir róm- verskt innhaf, og maður veit með vissu, að á Qreat Western, fyrsta gufuskiptð sem sigldi vestur yfir haf. þeim tíma var allt, sem hét hafnir og vita- mál ágætlega áformað og viðhaldið. Egyptar höfðu þegar tildrög til vitamála, og Fönikíu- menn byrjuðu einnig mjög snemma með vísi í sömu átt til verndar sínum siglingum. Jen- sidhelirhöfði, við innsiglingu Dardanellaeyj- anna, er fyrsti staður sem menn vita með vissu að á hafi verið reistur viti, sem var stöðugt haldið við. Á þennan vita minnist grískur rithöfundur 660 f. Kr. Maður að nafni Ptolemaios Philadelphos reisti stærsta vita fornaldarinnar á eyjunni Pharos, fyrir utan Alexandríu, og var það talið sem eitt af sjö furðuverkum heimsins. Herculesarvitinn við Coruha mun vera elzti viti, sem ennþá stend- ur og mun hann vera ca. 1800 ára, en talið er að Fönikíumenn hafi áður haft þar vita. Þegar hið rómverska ríki leið undir lok hnignaði siglingunum ogskipabyggingarlistinni mjög mikið, og skipin í Miðjarðarhafinu fyrstu þúsund árin e. Kr. voru bæði lítil og illa byggð. Aftur á móti blómgaðist sjórán afar mikið á þessum slóðum. Um 1200 færðu fyrst og fremst Feneyjar og Genúa, og seinna Porúgal og Spánn, mikla blómatíð yfir siglingarnar. í byrjun 14. aldar tóku Portúgalar í sínar hendur indversku sjó- verzlunina, og fundu árið 1498 sjóleiðina (suður fyrir Afríku) til Indlands. Um þetta leyti og með fundi Ameríku 1492, blómgast mjög hinar löngu siglingar um úthöfin. Holl- endingar taka næst í sínar hendur mestan hluta sjóverzlunarinnar, og urðu hættulegir keppinautar Hansasambandsins, en það hafði hvað mestar siglingar og sjóverzlun á Norð- urlöndum á 14. og 15. öld. Ef við berum nú saman skip fornaldarinn- ar og skip þau, sem notuð er um 1800, sjáum við, að munurinn er ekki ýkja mikill. Fyrsta þróunin er sú, að gera sig óháðan árunum og nota í þess stað segl. Er lengi vel aðeins notuð ein sigla og eitt stórt segl, eða fram undir miðaldir, en þá er farið að fjölga sigl- unum; þannig notuðu landkönnuðir miðald- anna venjulega þrjár siglur. Það er fyrst með notkun gufuvélarinnar, sem gagnger breyting verður á sviði siglinganna, en höfundur henn- ar er talinn vera Englendingurinn James Watt, sem árið 1769 tókst að endurbæta þær gufuvélar sem fyrir voru, svo að verulegu gagni kæmi. Nú rekur hver tilraunin aðra, með notkun gufuskipa, en þær mistakast allar, unz amer- íska listmálaranum Róbert Fulton, heppnaðist árið 1807 að ,,slá í gegn“ með sína tilraun á Clermont, fyrsta gufuskipið. skipinu Clermont. Þessi tilraun fór fram á Hudson-fljótinu og var vegalengdin 240 kíló- metrar, en ferðin tók 32 klukkustundir aðra leiðina, en 30 klst. aftur til baka. Það vakti bæði undrun og ótta hjá öllum áhorfendum, VÍKÍNGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.