Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 31
177 á íslenzkum skipum, 21 á færeyskum og sjö á norskum. Norsk skip höfðu í fyrst skipti bækistöð í landi nú í sumar síðan hin nýja fiskiveiðalög- gjöi var sett og fengu auk þess leyfi til þess að veiða í ísl. landhelgi. Útgerð á færeyskum skipum var meira en tvöföld miðað við það sem hún hafði mest verið áður. Af heildar síldaraflanum mun hafa veiðst á erl. skip sem næst 280 þús. mál. eða 17 % af heildaraflan- um, eða með öðrum orðum að sjötta hvert síldarmál, sem landað hafi verið í sumar, hafi aflast á erl. skip. Þessi löndun af erlendum skipum hefir átt sér stað samfara því, að ísl. skip hafa orðið að bíða löndunar dögum sam- an og allt að því helmingur síldartímans hefir farið forgörðum vegna tregrar afgreiðslu. Það er óhætt að fullyrða að íslenzki síldveiðiflot- inn hefði mjög auðveldlega, með hverfandi litlum tilkostnaði, aðeins nokkurri olíueyðslu og veiðarfærasliti, getað aflað þeirra 280 þús. mála, sem síldarverksmiðjurnar tóku af erl. skipum, ef honum hefði verið veitt tækifæri til þess. Myndi þá fjárhagsafkoma útgerðar- manna og sjómanna og landsins í heild hafa batnað um nál. 3 milljónir króna. Það er óskiljanlegt hvernig á því sendur, að þeir menn, sem ráða yfir gjaldeyrisverzlun landsins, skulu leyfa yfirfærzlur á milljónum króna í erlendri mynt til kaupa á sjávaraf- urðum, sem við getum aflað sjálfir án nokk- urs verulegs tilkostnaðar á sama tíma sem þeir neita um gjaldeyrisleyfi til fiskiskipa- kaupa. Enginn vafi er á því, að afköst síldarverk- smiðjanna í landinu eru ekki meiri en svo að hin innlendi síldveiðifloti er meira en nægi- legur til þess að fullnægja hráefnisþörf verk- smiðjanna í meðal síldarári. Meðan svo er ástatt, er með öllu óþolandi að afkoma ís- lenzkra sjómanna og útgerðarmanna sé rýrð í jafn stórkostlegum stíl og hér hefir átt sér stað með þátttöku hinna erlendu síldveiði- SJÓMANNABLAÐIÐ V í K I N G U R Utgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband Islands. Abyrgðarmaður: GuSm. H. Oddsson. Ritnefnd: Hallgrímur Jónsson, vélstjóri. Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður. Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður. Konráð Gíslason, stýrimaður. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 10 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli, Reykjavík. Utanáskrift: ,,Víkingur“, Pósthólf 425, Reykjavík. Sími 5653. Farmanna- og fiskimannasamband Islands: Skipstjóra- og Stýrimannafél. „Ægir“, Sigluf. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur. Skipstjórafélagið ,,Aldan“, Reykjavík. Vélstjórafélag íslands, Reykjavík. Félag íslenzkra loftskeytamanna, Reykjavík. Skipstjórafélag íslands, Reykjavík. Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“, Hafnarf. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan“, ísaf. Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. skipa. Fyrir sjómannasamtökin er það mikil- vægt og jafnframt stórhættulegt atriði, að sjó- menn á þessum skipum vinna fyrir um helm- ingi lægri hlut af heildarafla en á íslenzkum skipum. Þetta lága kaupgjald samfara hent- ugri stærð skipanna og lágum stofnkostnaði þeirra, gerir þau að stórhættulegum keppi- nautum íslenzkrar útgerðar og stofna þar með atvinnu íslenzkra sjómanna í voða. Brýna nauðsyn ber því til þess að snúið verði af þessari óheillabraut og að algjörlega verði hætt að veita móttöku síldarafla af erlendum skipum. Aðrir liðir áskorunarinnar þurfa ekki skýr- inga við. Gerist áskrifendur að Sjómannablaðinu „Vikingur" 31 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.