Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 13
Sigurjón Sigurðsson: Upphaf siglinganna Hraði þessara skipa hefir verið reiknaður út, með tilliti til skipsmótstöðu, og þegar afli ræð- aranna hefir verið breytt í tilsvarandi fjölda hestafla, hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að hraðinn hafi ekki verið yfir 5,5 kvartmílur á klukkustund, enda þótt hann, ef til vill, við alveg sérstök skilyrði, yrði lítið eitt meiri. Þessi hraði er nú ekki mikill, en samt er hann athygl- isverður, þegar tekið er tillit til þess, að afl- gjafinn er aðeins menn. Þegar fyrir tíma Alexanders mikla höfðu „Þrennræðarnir“ fullkomnast í „tetrer“ og „pemter“, skip með 4 og 5 áraröðum. Meira en fimm áraraðir hafa varla verið notaðar, og það hefir áreiðanlega valdið miklum erfiðleikum að láta árarnir ná svona langt. En nú var byrjað að nota fleiri menn á sömu árina, þannig voru notaðir ,,þrennræðarar“ með átta mönnum á efstu árinni, fimm á þeirri í miðjunni og þrem á þeirri neðstu. Þannig urðu í hverri hæðarröð 16 menn, enda fengu skipin heitið „Hekkaidek- ar“, eftir tölunni 16 — Hekkaidek. Tími Alexanders mikla var blómatími fyrir sighngarnar í Miðjarðarhafslöndunurn. Ailsstað- ar stofnaði hann sínar grísku nýlendur, og þær héldu iðju sinni áfram, sem sjóverzlunarborgir, lengi eftir að hið volduga heimsríki Alexanders mikla var undir lok liðið. Það má geta þess í þessu sambandi, af því það er allmerkilegt atr- iði, að hjá Grikkjum var fyrst tekinn upp sjó- réttur, sem svo seinna var tekinn upp af Róm- verjum og breiddist þaðan út til annarra þjóða. Rómverjar stunduðu mikið siglingar, þrátt fyrir það, að þeir væru ekki miklir sjómenn sjálfir, en þeim var stjórnað af skattlöndun- Niðurl. um. Jafnframt því, að Rómverjar lögðu undir sig meira og meira af löndunum við Miðjarð- arhafið, þannig að rómverska ríkið að lokum vann þau öll, blómgaðist verzlunin mjög mik- ið. Þetta veldi Rómverja leiddi til þess, að verzlunin og siglingarnar gátu farið fram á mikið tryggari hátt, en þarna hafði allt log- að í sjóránum áður, og hin vaxandi krafa eftir óþarfa og sjaldgæfum vörum í Ítalíu og þá aðallega í sjálfri Róm, leiddi einnig til þess, að skipin sem flutningatæki fengu meiri og meiri þýðingu. Rómverjar tóku upp gríska menningu, en breyttu henni dálítið, svo hún hæfði betur þeirra meiriháttar þörfum, í talsvert efnis- kenndari anda; en þeir voru ekki beinlínis mikið að hugsa um að skapa eitthvað alveg nýtt og sérkennilegt í hinum ýmsu greinum. Og þegar um er að ræða siglingarnar og skipabyggingar, þá getur maður undrast yfir hve lítið Rómverjar hafa reynt til að setja sinn eigin svip á framfarirnar. Sú algengasta skipsmynd hjá Rómverjum í stríðsflotanum var hinir gxúsku ,,þrennræðai'ar“, og hvað viðvíkur verzlunarflotanum þá var á ferðinni mjög hæg framför í áttina að gei'a sig óháða ái'unum og nota aðeins segl. Rómverjum tókst að brjóta undir sig Karþagó og þá verzlun, sem þessi föníkiski stói'bær hafði blómgað, en maður finnur eng- an Rómverja, sem tekur sér fyi'ir hendur djarfar uppgötvunai’ferðir út í heiminr>. eins og Föníkumenn höfðu gert. Rómverjar unnu einnig Hellas og hinar hellenzku nýlendur, YÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.