Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 18
DRIFFJÖÐRIN (ÞÝDD SMÁSAGA) Stinson hafði mesta löngun til að fara beint á nýliða skrifstofuna og láta innrita sig í sjó- herinn. Hann langaði sem sé til að komast svo langt í burtu, að hann heyrði ekki til konunn- ar sinnar, hennar Bellu. Á hverjum einasta morgni, sem guð gaf yfir, varð hann að hlusta á sama sönginn á meðan hann borðaði morgunverðinn: — Af hverju færðu ekki launahækkun, maður. Ég þræla hér í húsinu alla daga, svo að mig logverkjar í allan skrokkinn. Hefir þér aldrei dottið í hug að gera eitthvað, sem gagn er að? Áttu ekkert sjálfstraust eða metnað? Æi-já, drottinn varðveiti alla þá, sem eiga óánægðar konur! Til þess að stytta sér leið, beygði Stinson fyrir næsta horn og fór inn í þrönga götu, sem lá að baka til við húsin. Þegar hann kom á móts við hús Grogans kunningja síns hægði hann á sér og hlustaði. Eitthvað gekk nú á þarna inni! Áður en varði kom Grogan þjót- andi út úr húsinu og svo utan við sig, að hann hafði nærri því rekið sig á Stinson. — Innan úr húsinu barst hátt og skerandi hljóð, ekkert ósvipað aðvörunarmerki um loftárás. Kom hljóð þetta frá hinni þriflegu ekta- kvinnu Grogans, sem söng mann sinn úr hlaði með þessu lagi: Annar eins slóði og hann þekktist ekki. Hjá honum findist ekki snefill af framsækni og hann léti sér á sama standa þó hún yrði að þræla fyrir hon- um nætur og daga. Hann væri metnaðarlaus vesalingur! Meira heyrðu þeir ekki vinirnir, Grogan og Stinson, því þeir flýttu sér eins og þeir gátu út fyrir hættusvæðið. — Grogan tyllti sér á bekk við götuna og stundi þungan. — Ég get ekki hlaupið eins hart og í gamla daga, sagði hann við Stinson, og glettnis- glampa brá fyrir í augum hans. — Hvað hefirðu hugsað þér að taka til bragðs? spurði Stinson, í von um að þeir Grogan gætu orðið samferða í sjóherinn. — Taka til bragðs — hvað áttu við? — Nú — þú heyrðir nú hvernig konan þín lét áðan. Hvaða afstöðu ætlarðu að taka til hennar? — Það er ofur einfalt mál, sagði Grogan spektarlega. Ég bíð bara þangað til ég held hún sé búin að jafna sig, þá fer ég heim aftur, tek utan um hana, kyssi hana í hnakka- grófina og segi henni að hún sé sú elskuleg- asta kvenvera, sem nokkru sinni hafi fæðst. — Og þú þykist vera maður! sagði Stinson með fyrirlitningu. Grogan leit á Stinson með furðu í svipn- um. — Ég get fullvissað þig um, að ég er maður. Getur nokkur, sem kvæntur er ann- ari eins ráðdeildar- og dugnaðarkonu og Delía er, komist hjá því að verða að manni? 1 tutt- ugu ár hefir hún sýknt og heilagt suðað í mér með að reyna að vinna mig upp, og það eru einmitt slíkar konur, sem geta gjört menn að mönnum — jafnvel þá lítilfjörlegustu. Líttu nú bara á mig! Hvernig var ég, þegar við Delía giftum okkur? Við vorum þá nýkomin til bæjarins og ég vann bara algenga vinnu — og ég drakk út allt, sem ég vann fyrir, hvort sem VÍKINGUR 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.