Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 4
Urskeytin, eða í kringum 1870. Þau fyrstu
voru þó ekki annað en venjulegir stórir skips-
bátar með gufuvél, sem settur var á útbún-
aður fyrir skeytin. Þessir bátar voru svo hafð-
ir um borð í stærri herskipunum, 1—2 í hverju
skipi, og voru svo settir á flot þegar átti að
nota þá.
En brátt voru gerðar svo miklar kröfur til
þessara báta, svo þeir urðu of stórir til þess
að hægt væri að taka þá um borð í skipin. Úr
þeim urðu því lítil og hraðskreið skip. En
tundurbátarnir voru vart komnir fram á sjón-
arsviðið, fyrr en byggð voru sérstök, lítil skip,
en þó stærri, hraðskreiðari og heldur betur
vopnuð en tundurbátarnir. Þessi skip voru
kölluð tundurspillar, og voru ætluð til þess að
elta uppi og eyðileggja tundurbátana. Síðan
stækkuðu bæði þessi skip og fengu hvort-
tveggja betri byssur og meiri hraða, en um
leið hvarf alveg hinn upprunalegi mismunur
á þeim, því að tundurspillirinn tók upp vopn
keppinauts síns, og var líka útbúinn með tund-
urskeytum. Frá þeim tíma var því stærðin ein
látin ráða hvort skipið taldist tundirspillir
eða tundurbátur. Nú á tímum eru tundurbát-
arnir sjaldan meira en nokkur hundruð tonn
að stærð, tundurspillarnir allt að 1500 tonn-
um eða jafnvel meira. Skipin eru léttbyggð,
algerlega óvarin, en hafa mjög mikla ferð,
sumir nýjustu og stærstu tundurspillarnir hafa
jafnvel farið með yfir 40 sjómílna hraða, en
algengasti hraðinn er þó 36 mílur á klst. Að-
alvopn þeirra er 6—8 tundurskeyti, en ann-
ars eru þeir útbúnir með nokkrum minni fall-
byssum auk fjölda loftvarnabyssa. Þar að
auki eru öll þessi skip sérstaklega útbúin til
þess að granda kafbátum með djúpsprengj-
um, og til þess að leggja út eða slæða upp
tundurdufl.
Á síðari árum hefir verið byggð ný tegund
af þessum skipum eða hinir svonefndu ,,mó-
tor-tundurbátar“. Þessir bátar eru ekki nema
20—30 tonn að stærð, með 7—10 manna á-
höfn og vopnaðir með 2 tundurskeytum auk
nokkurra djúpsprengja og loftvarnabyssa.
Hraði bátanna er afar mikill, eða kringum
45 sjómílur á klukkustund. Sökum þess, hve
litlir þessir bátar eru, er þó ekki hægt að
nota þá nema nálægt landi og í sléttum sjó,
en þeir hafa þó þótt stórhættulegir stærri skip-
um þar sem hægt er að koma þeim við, sér-
staklega í þoku eða að næturlagi.
Og síðast en ekki síst eru það kafbátarnir.
Fyrstu tilraunir stafa frá Hollending einum,
sem á 17. öld smíðaði róðrarbát, sem gat far-
ið í kaf. Næstur honum kom svo amerískur
maður, sem bjó til einskonar kafbát, sem sök-
um þess hvernig hann var í laginu, var nefnd-
ur „ameríska skjaldbakan“. Utan á þennan
bát var festur sérstakur kassi með 75 kg. af
Enskur tunciurspillir af svonefndri „ Tribal"-gerð. Skip pessi cru ca. 1900 tonn og ganga 36 mílur á klukkustund. Einstöku
skip af þessarí gerð hafa sest he'r við land.
VÍKINGUR
t