Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 26
un Sjómannadags og þátttöku í hátíðahöldum hans. Ennfremur hefir myndast fast samstarf um áhættuþóknun á áhættusvæðum vegna stríðsins og slysatryggingar, sem nú eru lög- bundnar. Fleiri mál, sem lúta að siglingum hefir verið samstarf um. Barátta Sjómannafélagsins fyrir bættum kjörum stéttar sinnar hefir borið all-verulegan árangur, svo sem: Hvíldartímalögin. Hafnar- frí á togurum. Vökuskipti við losun síldar á sömu skipum. Sumarfrí. Aukið öryggi á sjón- um með loftskeyta- og talstöðvum. Fullkomn- ara eftirlit með öryggi skipa og endurbætta löggjöf um þau efni. Aukningu á vitakerfi landsins hefir félagið alla tíð barist fyrir. Á minni skipum hefir verið hækkaður hlut- ur háseta úr heildarafla. Kauptryggingu komið á o. m. fl. Félagið hefir barist fyrir allskonar trygging- um í samvinnu við verkalýðinn í landinu og unnið allmikinn sigur í þeim málum. Núgild- andi Sjómannalög og lög um atvinnu við sigl- ingar hefir félagið átt mikinn þátt í að skapa. Samtök sjómanna hafa í gegnum árin reynst sterk á íslenzkan mælikvarða. Félagið hefir ávalt staðið heilt og ósundrað, þótt deilurnar við atvinnurekendur hafi verið harðar og langar, sumar hverjar, og nú er svo komið, eftir 25 ára baráttu að félagið nýtur fullkominnar viðurkenningar í augum atvinnu- rekenda og virðingar í augum borgaranna. Fjárhagur félagsins er góður. Eignir þess námu við síðustu áramót nærri 190.000 króna, þar af í vinnudeilusjóði nær því 140.000 krón- ur. Fjelagsgjöldin hafa aldrei verið yfir 16 krónur á ári, en stjórnin á fjármálunum hefir verið mjög góð. Meðlimatala er nú um 1100 af skuldlausum meðlimum. Slysa- og styrktarsjóð á félagið í sameiningu með öðrum verkalýðsfélögum innan Alþýðu- sambands íslands, hér í bænum. Sjóðurinn var um síðustu áramót nær 137.000 krónur. Úr þessum sjóði eru árlega veittar 5000 krónur í styrki. Um margt fleira mætti skrifa en rúms- ins vegna skal staðar numið. Að síðustu: Sjómannastéttin hér í bænum hefir háð giftudrjúga baráttu fyrir bættum lífskjörum. Margt er óunnið enn. Það hlýtur því að verða hlutverk félagsins á næstu 25 ár- um, að byggja ofan á það, sem komið er. — Skapa menningu og efnahagslega vellíðan sjómannastéttarinnar, svo það verði stolt hvers félagsmanns, að bera nafnið Sjómaður. Daglegur viðburður á hafinu, frh. af bls 7 og einn gert sér það í hugarlund hve áhrifa- mikið slíkt augnablik er og þeir bezt, sem einhverntíma hafa reynt slíkt. Ekki vannst tími til að senda út neyðar- merki, svo var sprengingin fljótvirk. Loft- skeytamaðurinn var finnskur. Var þetta fyrsti túrinn hans á þessu skipi. Hafði hann verið x áður á finnsku skipi sem skotið hafði verið í kaf. Tilraun var gerð til að koma mönnunum yfir í tundurspillir, en það bar ekki ár- angur. Var því farið með þá til Reykjavíkur, enda var það ekki þeim á móti skapi. Gekk ferðin heim að óskum. — Komum við til Reykjavíkur aðfaranótt hins 19. ágúst. Eftir að hinir borðalögðu höfðu gengið úr skugga um að allt væri lögum samkvæmt og Bret- inn sannfærst um að hér væru engir óvinir á ferð, fengum við að sigla inn í höfnina. Þetta litla greinarkorn er aðeins ofurlítil lýsing á þeim hroðalegu atburðum, sem dag- lega berast til okkar á öldum ljósvakans um þær hörmungar, sem hið villimannlega stríð ber í skauti sínu. VÍKINGUE 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.