Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 15
6r sáu þetta undra skip ösla þarna áfram á fljótinu,, og reykurinn og eldglæringarnar gnæfðu við himinn, því eldiviðurinn, er skipið brenndi var aðeins þurt timbur. Fimm árum eftir tilraun Fultons var tala gufuskipa í Ameríku orðin 50 skip, og úr því óx hún hröðum skrefum með breyttum og bættum tækjum eins og menn vita. I Evrópu voru, engu síður en í Ameríku, gerðar tilraunir með gufuskip, og þótt Fulton hefði tekizt að ryðja sinni tilraun braut, er enginn vafi á, að hugmyndi sína hefir hann fengið frá því, er hann kynntist hér í Evrópu. Árið 1816 fór fyrsta gufuskipið yfir Erm- arsund. Var það mjög æfintýrarík ferð; fengu þeir slæmt veður og voru 9 daga á leiðinni. Skipverjar voru vonlitlir um að ná yfir, og vildu snúa til sama lands aftur, og var það aðeins með því að gefa þeim vín og heita þeim sem fyrstur sæi franskt land þrem flöskum af rommi, að skipstjóranum tókst að fá þá til að halda áfram. Loks komu þeir auga á hafnsögubát og ætluðu að hafa tal af bát- verjum, en þeir urðu svo skelkaðir af að sjá þessi undur, að þeir forðuðu sér sem mest. þeir máttu í burtu. Þessi fyrstu gufuskip voru aðeins lítil hjólaskip, notuð á ám og vötnum, en hættu sér ekki langt á haf út. Menn höfðu einnig lengi trú á því að það yrðu aðeins seglskipin, sem ættu framtíðina sem skip úthafanna. — Samt sem áður var alltaf í undirbúningi að senda gufuskip yfir Atlantshafið og árið 1819 fór ameríska skipið Savannah hina fyrstu ferð austur yfir hafið. Savannah var seglskip, búið hjálpargufuvél. Ferðin, frá Charleston til Liv- erpool, stóð yí'ir í 29 daga, en af þeim tíma var vélin notuð aðeins í 80 klst. Árið 1888, eða 19 árum síðar, fóru svo skip yfir Atlantshafið, sem öll notuðu gufuvélina alla leið, og af þeim var Sirius fyrst. Stuttu síðar fór svo Great Western vestur yfir haf á þeim stytzta sem þá hafði þekkst, eða 15 dögum. Næsta merkilega breytingin á sviði sigl- inganna var eflaust notkun skrúfunnnar, í stað hjólanna, en hana fullkomnaði svo að J5 verulegum notum kæmi Svíinn John Ericson, árið 1836. Ég hefi nú reynt í ritgerð þessari að lýsa þeim rniklu breytingum, sem orðið hafa á sviði skipatækninnar og siglinganna alít frá byrjun til þessa tíma. Það er öllum ljóst, að hér er um mjög mikla breytingu að ræða, og 19. öldin er hér lang-stórvirkust eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það, sem aðhafzt hefir verið á þeim tíma sem liðinn er af 20. öld- inni, hefir mikið fremur miðað að bættu ör- yggi skipanna og þeirra, sem með þau fara, heidur en að breyta skipalöguninni og aflgjaf- (Quecn Elizabcíh) Ski/i 20. aldarínnar anum, þó nokkur breyting hafi þar á orðið, með tilliti til hraða og eyðslu. Ég man það glöggt, að fyrir mörgum ár- um síðan er ég fyrst heyrði talað um að gerð hefði verið tilraun með að tala í síma frá landi um borð í skip úti á hafi, að mér datt í hug, að aldrei mundi maður lifa það, að þessi tæki yrðu svo almenn, að þau kæmu í íslenzk skip. — Og sama kom mér til hugar, er ég heyrði um bergmáls-dýptarmæl- irinn. En hvað er ekki orðið? Næstum hvert skip hér heima á íslandi hefir, sem betur fer, bæði þessi tæki. Og mér kemur í hug, skyldi maður eiga eftir að upplifa það, að hér kæmi tæki, þar sem hægt væri að sjá sína nánustu í landi og úti á sjó. — Úr því verður tíminn og reynslan að skera. VÍKINGU R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.