Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 5
Skotmenn á beitiskipinu Jama- ica, sem skutu síðasía tundur- skeytinu að Scharnhorst. í neinum vafa um, að Bretar mundu gera allt sem unt væri til þess að granda svo hættulegu skipi sem Scharnhorst var. En raunverulega var hættan nær en Bey að- míráll bjóst við. Um 150 mílur í suðvestur var skipafloti sem var honum algerlega ofjarl. Það var orustuskipið „Duke of York“ og aðstoðar- skip hans, beitiskipið „Jamaica" og fjórir tund- urspillar, undir forustu sir Bruse Fraser aðmír- áls foringja heimaflotans. Engum nema nánustu samstarfsmönnum flotastjórnarinnar er kunnugt um, hversu oft þesskonar gildrur hafa verið lagðar fyrir þýzk árásarskip, er freistuðu að hindra skipaferðir til Rússlands. En þetta var í fyrsta skiptið, sem slíkar ráðstafanir báru árangur. „Duke of York“ hafði verið í um 200 mílu fjarlægð þegar fyrsta tilkynningin kom frá Burnett. En með því að Scharnhorst var nokkr- um mílum hraðskreiðari varð aðmíráll Fraser að sigla í veg fyrir hann. Eltingaleikur var fyr- irfram vonlaus. Hann sigldi því skemmstu leið. Þegar næsta tilkynning kom eftir að Scharn- horst hafði birst í annað sinn, vissi Fraser ná- kvæmlega afstöðu sína. Hann var ennþá í 150 mílu fjarlægð. Burnett fékk nú aftur tækifæri til að sína áræði sitt og dugnað. Eftir að Scharnhorst hóf skothríðina og hitti Norfolk, tók hann stefnu til suðurs út í rökkrið. Burnett stefndi þegar eft- ir. Það skipti miklu máli, að geta tilkynnt Fras- er rétta stefnu þýzka skipsins. Burnett varð því að veita honum eftirför. En að halda sambandi við skip, sem hefir 11 þumlunga fallbyssur er hægra sagt en gert. Með þeim er hægt að hitta skotmark yzt við sjóndeildarhringinn. Og ein kúla nægði til þess að sökkva hverjum sem var af skipum Burnett’s ef hún kæmi á viðkvæm- an stað. Fraser lét ekkert í sér heyra meðan á þess- um eltingaleik stóð. örlítið hvísl í útvarpstækj- um hans gat leitt til þess, að Bey aðmíráll kæm- ist að því að brezk herskip væru fyrir sunnan hann. En kl. 4.30 braut Duke of York þögnina með skipun frá Fraser til Burnett’s um að lýsa ó- vinaskipið með stjörnukúlum. Vissu þeir þá, að hann var ekki langt í burtu. Stjórnendum Duke of York hafði tekizt meistaralega að reikna út stefnu Scharnhorst og stað eftir bend- ingum frá Burnett. Það var nú komið níðamyrkur. Scharnhorst var framanvert við Duke of York á stjórnborða, en á eftir honum var Belfast í 8 mílna fjar- lægð. Hvít ljósrák sveif nú upp í loftið úr einni af fallbyssum Belfasts, sprakk hátt uppi og sendi sterkan geisla út yfir hafflötinn. I miðj- um geislanum var Scharnhorst. Sáu Frasers menn greinilega reisn hans. Kváðu nú við drun- ur úr 5 14 þumlunga fallbyssum á Duke of York, og 31/2 smálest af eldheitu stáli og sprengiefni leituðu marks. Um 20 sek. þutu kúlurnar um loftið, og frá einum tundurspillinum, sem var undir kúlnabrautinni, heyrðist eins og eimlest þyti eftir járnbrautarteinum með ofsahraða. Kúlurnar sendu 200 feta vatnsstróka í loft upp þar sem þær komu niður. Þetta voru reynslu- skot er komu ískyggilega nærri. Þau næstu hittu í mark 30 sek. síðar. Bey aðmíráll snéri nú skipi sínu snögglega til bakborða og hélt undan sem mest hann mátti út í myrkrið til austurs, og Duke of York á eftir með áfram- haldandi skothríð. Kúlur hans hittu Scharn- horst hvað eftir annað, en sár hans reyndust ekki það stór, að úr hraðanum dragi. Fyrir kl. 5.30 var hann kominn úr skotfæri, brotinn og brennandi, en í bili öruggur fyrir skotunum frá Duke of York. Ekki leið þó á löngu þar til ný skothríð hófst og lýsti sjóndeildarhringinn langt framundan. Scharnhorst varð nú að taka upp vörnina við nýja óvini. Tundurspillarnir fjórir, sem fylgdu Duke of York voru hraðskreiðari og VÍKING.UR 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.