Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 11
Og lensidæia), og eru þær ætlaðar til notkunar fyrir ýmislegt um borð í skipinu á víxl. 4. 1 stk. frystivél, nægilega stór til þess að kæla með fisklestar skipsins og halda þeim á 0° Celsíus þegar fluttur er ísfiskur í þeim. Er kælirörum eða kælipönnu komið fyrir í báðum fisklestunum upp á milli þilfarsbitanna, svo að sem allra minnst fari fyrir þeim. 5. 2 stk. loftgeymar eru aftast sb. og bb. megin uppi undir þilfari, en fyrir neðan þá í síðunum sb. og bb. megin er komið fyrir drykkjarvatns- geymum fyrir ca. 4 tonn alls. 6. 2 stk. rafmagns-sjódælum, sem stjórnað skal frá stýrishúsi. Eru þær ætlaðar fyrir fiskuppþvott. 7. 2 stk. rafmagnsstimpildælum. Eru þær ætlaðar til þess að dæla olíu eða sjó á milli geyma skipsins, eða sjó af geymunum eða olíu í land, ef skipið hefir umfram það, sem nota þyrfti. Einnig mætti nota þessar dælur til þess að lensa skipið, ef aðrar dælur biluðu. Einnig skal nota þessar dælur til þess að dæla sjó á W.C., tanka á báta- þilfari og stýrishúsi. 8. Verkfæra- og varahluta-geymslu er komið fyrir fremst sb. megin í vélarrúminu, en bb. megin fremst er komið fyrir tveim skrúfstykkisborðum, rennibekk og borvél, rétt fyrir aftan fiskimjöls- vélarúmið. 9. Einnig er komið þar fyrir öllum öðrum nauðsyn- legum áhöldum í sambandi við starfið, svo sem dag-hráolíugeymum, smurolíugeymum, smurolíu- skilvindu, smurolíudælu, rafmagnstöflu með til- heyrandi, lensikistum o. fl. Einnig ketiljector og ketildæla. 10. Lensileiðslur liggja frá öllum botntönkum skips- ins, stafnhylki og skuthylki, er jafnframt hægt að fylla á tankana í gegn um þessar leiðslur, ef með þarf, með dælum í vélarrúmi. Sams kon- ar leiðslur liggja einnig til há-hráolíutanka. Sérstakar lensileiðslur liggja í hvert rúm fyrir sig: a) Netalest. b) Fram-fisklestarsvelg. c) Aftur-fisklestarsvelg. d) Vélarrúm sb. og bb. rennustein. 11. Komið er fyrir í sambandi við rafmagnskerfi skipsins hæðarmælum, sem hægt er að lesa á, ef straumur er settur á þá, hve mikið vatn eða olía er á hvaða geymi skipsins, sem er. Aflest- ursskífum að mælum þessum er komið fyrir í vélarúmi og í kortaklefa hjá skipstjóra. 12. Inngangur í vélarrúm er frá gangi á þilfari sb. og bb. megin, einnig er neyðar-útgangur upp úr vélarrúmi fremst bb. megin upp í gang bb megin við 1. stýrimannsherbergi. Ketil- og þvottavatnsgeymar. Þeim er komið fyrir undir vélarrúmi; sá fremri er skiptur í tvennt. Sá aftari er heill þvert yfir. Drykkjarvatnsgeymar. Þeim er komið fyrir: a) í síðum skipsins sb. og bb. megin aftast í vélar- rúmi, ca. 4 tonn báðir. b) fyrir aftan vélarrúm, undir mannaíbúðum, opn- aður frá vélarrúmi. Skuttanki. Er fyrir aftan vatnsgeymi, undir mannaíbúð, og er hann opnaður í íbúð háseta. íbúðir skipverja fyrir alls 35 menn. Þeim er komið fyrir: 1. Fyrir aftan vélarrúm, undir þilfari, fyrir: a) fremst bb. megin fyrir tvo matsveina, b) í miðju bb. megin, fyrir 2. stýrimann, c) fremst í miðju sb. megin, fyrir 2. vélstjóra, d) fremst sb. megin fyrir þrjá aðstoðarmenn í vél, e) í miðju bb. megin fyrir bátsmann, f) í miðju sb. m^gin fyrir 3. vélstjóra, g) aftast bb. megin fyrir 5 háseta, h) aftast sb. megin fyrir 5 háseta 2. í yfirbyggingu skipsins á þilfari: a) sb. megin aftast fyrir 8 háseta, b) sb. megin næstaftast fyrir 4 háseta, 3. í þilfarshúsi fyrir framan vélarrúmsop. a) fyrir 1. vélstjóra, aftara herbergið, b) fyrir 1. stýrimann, fremra herbergið, 4. í stjórnpalli fyrir aftan stýrishús. a) fyrir skipstjóra, b) fyrir loftskeytamann, í öllum þessum íbúðum er komið fyrir hvílu fyrir hvern mann og klæðaskáp, bekk, borði og þvotta- skál. í íbúð skipstjóra er komið fyrir sérstöku setu- herbergi og sér W.C. með sturtubaði. Að öllum íbúð- unum er lögð vatnsleiðsla frá geymi, er stendur uppi á þilfari, en fyrir skipstjóraíbúð uppi á stýris- húsi. Til þeirra er dælt vatni frá vatnsgeymi undir vélarrúmi. Miðstöðvarupphitun er í hverju herbergi frá gufukatli, og loftræsting er til hvers herbergis fyrir sig frá sameiginlegri loftdælu, en loftgöt eru á herbergjum út á ganga, en loftræsting þaðan. Borðsalur, eldhús, geymslur, fatageymsla, W.C., bað gangar og stigar: 1. Borðsal er komið fyrir aftast bb. megin í þil- farsyfirbyggingu; er hann ætlaður fyrir a. m. k. 20 manns. Þar er komið fyrir skápum fyrir mataráhöld og hreinlætisáhöld, einnig eru þar hita- og loft- ræsting eins og í íbúðum skipverja. 2. Eldhúsið er næst fyrir framan borðsal bb. megin. Liggur þangað vatnsleiðsla og affall frá því. VtKlNGTJR 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.