Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 13
•Stýrishús. — Stýrisvél. — Stýri.
1. Stýrishúsi er komið fyrir fremst ofan á þil-
farsbyggingu. Er það ca. 2.5 m. á lengd en 5.4 m. á
breidd, þar sem það er breiðast. Er þar komið fyrir:
a) Dýptarmæli bb. megin fremst.
b) 2 stk. vélsímaáhöld sb. og bb. megin.
c) Áttavita á standi á gólfi og öðrum á þaki.
d) Flaggaskáp.
e) Flautustreng fyrir eimflautu.
f) Rafmagnsstýrishjóli, sem stjórnar raf-
magnsstýrisvél.
Inngangur í húsið er sb. og bb. megin aftan frá;
einnig uppgangur frá gangi bb. megin í þilfarshúsi,
svo sem áður er getið.
2. Rafmagnsstýrisvél.
Henni er komið fyrir í járnhúsi aftast ofan á
bátapalli og vinnur hún beint á tannkvadrant stýr-
isins. Inngangur í hús þetta er sb. og bb. megin af
bátaþilfari. Hjálparstýri (handstýri) liggur fram
úr húsinu, og er því stjórnað af bátaþilfari.
3. Stýri skipsins er ballance-stýri, með föstum
stamma í gegn, er það snýst um. Stýrisleggurinn er
heill frá stýri upp á bátaþilfar, en um hann liggur
hulsa upp í gegn um íbúðir og borðsal.
Loftskeytaherbergi. Kortaklefi. Inngangur í
skipstjóraíbúð.
1. Loftskeytaherbergið er sb. megin fyrir aftan
stýrishús, og er inngangur í það frá stýrishúsi. Er
þar komið fyrir íbúð loftskeytamanns ásamt loft-
skeytatækjum og talstöð. Loftnet stöðvarinnar ligg-
ur á milli mastra skipsins.
2. Kortaklefi er bb. megin fyrir aftan stýrishús.
Er þar komið fyrir miðunarstöð skipsins, ýmsum
mælitækjum, kortum o. fl. í kortaklefanum er borð,
bekkur, stóll og geymsluskápur.
3. Inngangur er úr kortaklefa í setuherbergi skip-
stjóra, einnig er inngangur í það aftan frá bátaþil-
fari; úr setuherberginu er gengið inn í svefnher-
bergi og þaðan inn í W.C. Góð loftræsting er í íbúð-
inni með loftræstingu út.
Bátaþilfar, uppgangar, reykháíur, vélarhágluggar.
1. Bátaþilfar er yfir þilfarsbyggingum. Er upp-
gangur í það frá gangi fyrir aftan mastur bb. megin,
og er kappi þar yfir. Einnig eru tveir uppgangar
á það frá þilfari sb. og bb. megin við þilfarshús á
móts við reykháf. Loks er fjórði uppgangurinn upp
í gegn um stiga, er liggur upp í stýrishús frá gangi
bb. megin.
2. Reykháfur er fyrir aftan íbúð skipstjóra ca.
3 m. á hæð. Auk þess sem öll púströr og reykrör
ganga upp í gegn um hann er einnig tekið inn um
hann hreint loft, sem dælt er til íbúða og vélarrúms.
3. Vélarrúmshágluggar eru fyrir aftan reykháf,
og eru þeir allir lokaðir og opnaðir innan frá.
Bjargbátar. Björgunartæki.
1. 2 stk. bjargbátum er komið fyrir sb. og bb.
megin aftast á bátaþilfarinu; eru það venjulegir
togarabátar. Annar báturinn skal útbúinn með ca.
8 HK. dieselvél, en hinn með loftskeytatækjum með
tilheyrandi, auk alls venjulegs, er íslenzk ríkisskoð-
unarlög mæla fyrir um. Bátar þessir skulu standa
og hanga í bátsuglum, sem þannig eru útbúnar, að
tveir menn geti, sinn með hvorri sveif skrúfað þá
út á mjög stuttum tíma, svo að þeir hangi lausir af
öldustokk skipsins. Um leið og byrjað er að skrúfa,
lyftast bátarnir af hökum þeim, er kjölurinn hvílir
á. Bátarnir eru súrraðir niður með venjulegum
bátasúrringum, sem losa þarf áður en byrjað er að
snúa. Kæmi það fyrir, að ekki væri hægt að koma
bjargbát út nema öðru megin við skipið, er komið
fyrir bómu aftur af afturmastrinu, nægilega sterkri
til þess að lyfta bátnum og koma honum út hvoru
megin sem vera skal. Sé ekkert rafmagn í skipinu,
er honum lyft með handafli á vindunni, sem sérstak-
lega er til þess útbúin.
2. Bjarghringjum er komið fyrir utan á stjórn-
palli og aftur á stýrisvélarhúsi, einnig á rekkverki
bátapalls. Línubyssa er geymd í kortaklefa ásamt
neyðarljósaútbúnaði.
2 stk. langdræg kast- og morse-ljós ásamt inn-
byggðum votarafmagnsgeymi eru einnig geymd í
kortaklefa. Allur annar björgunarútbúnaður samkv.
ísl. ríkisskoðunarlögum.
Möstur, bommur, pollar, gálgar.
1. 2 stk. möstur eru í skipinu af venjulegri stærð,
en stangarlaus. Á þau er komið fyrir loftneti, sigl-
ingarljósum og lyftikrókum fyrir blokkir og
bommur.
2. 1 stk. bomma er á frammastri til út og inn-
lyftingar á botnvörpu, og leggst hún fram á hval-
bakinn. 3 stk. bommur eru á afturmastri; tvær af
þeim snúa fram og snúast um ás, sem festur er
fremst í bátaþilfar inn við þilfarshús. Bommur
þessar eru báðar ætlaðar fyrir út- og inn-lyftingu
á botnvörpu og hlerum. Þegar bommur þessar eru
ekki notaðar, eru þær lagðar í króka, sem liggja
utan á efra þilfarinu. Ein bomman snýr aftur og
snýst um lið, sem festur er í sjálft afturmastrið.
Bomma þessi er ætluð til vara til lyftingar á bjarg-
bátum, ef með þyrfti, og ýmislegt fleira. Bomma
þessi liggur í baulu aftur á stýrisvélarhúsi.
3. 2 stk. masturspollar (þ. e. tvöfaldir pollar) og
2 stk. síðupollar (þ. e. einfaldir pollar) er komið
fyrir á framþilfari fyrir togvírana. Útlit og stærð
mjög svipað og gerist á togurum nú. Festing þeirra
er ekki í gegn um þilfarið, heldur er smíðaður járn-
kassi vel styrktur niður í járnþilfar og pollunum
fest þar á með þunnu eikarundirlagi á milli. Allar
rúllur pollanna .eru 18” í þvermál (það fer betur
með vírana), og skulu polla-húsin uppbyggð fyrir
VÍKINGUR
165