Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Side 14
olíubaðsmurningu, sem fóöringarnar sjálfar smyrj-
ast með, en fóðringin skal vera „Dobble floating"
gerð, (þ. e. að rúllan snúist utan um fóðringuna og
fóðringin utan um pollastandinn).
4. 2 stk. gálgar eru hvoru megin með 80 feta
bili milli miðlína. Eru þeir af venjulegri stærð og
gerð, nema lítið eitt sterkbyggðari. Festing þeirra
niður á þilfarið sé á svipaðan hátt og pollanna (þ. e.
að byggðir eru járnkassar niður á járnþilfarið og
gálganum fest ofan á þá). Enginn bolti gengur í
gegn um þilfarið, en þilfarið er þétt kalfattað að
þessum kössum, eins og gert er t. d. við þilfarshús.
Gálgahengi og fótrúllur af venjulegri gerð.
5. Festipollar til að binda skipið eru á hvalbak
og aftur á bátapalli. Festikefar eru á sömu stöð-
um og einnig í lunningu fyrir aftan afturgálga.
6. Messengerblökk er komið fyrir sb. og bb. megin
aftur á móts við afturvant; er þar afþiljað op, sb.
og bb. megin, 1 m. á lengd og 1 m. á breidd; er geng-
ið niður í það frá bátaþilfari. Kastblökk er höfð til
þess að hífa togvírana að messengerblökkinni, og
liggur sá vír á rúllu framan á þilfarshúsinu, en
þaðan í blökk á þilfarshúsinu fram á togvindukopp.
Ef óþægindi þættu að því að fara upp á báta-
þilfar til þess að komast að messengerblökkinni,
væri hægt að opna mjóan gang aftur með öldu-
stokknum og minka um leið W.C. og geymslur.
Ljós.
Öll lýsing er rafmagn og eru siglingarljós, öll
vinnuljós og ofanþilfarsljós kveikt og slökkt frá
kortaklefa. Landþernuljósum er komið fyrir ofan á
brúarþaki, þar sem þau verða fyrir minstum sjó
eða áföllum.
Vinnuljós fyrir þilfar eru ljóskastarar, sem komið
er fyrir á stýrishúsi og hægt er að stjórna þaðan;
einnig er komið fyrir vinnuljósum undir stýrishúss-
vængjum sb. og bb. megin. Ljósum er komið fyrir
í afturmastri til lýsingar yfir bátaþilfar, ef með
þarf. Önnur lýsing samkvæmt reglum ríkisskoðun-
arinnar og þörfum íbúða og vinnustaða. Morseljós
og sterkur ljóskastari ofan á brúarþaki.
Framþilfar. Afturþilfar. Bátaþilfar. Skjólborð.
1. Framþilfar er allt tréþilfar, með fiskikassa-
pollum og fiskikössum svo sem venja er til.
2. Afturþilfar er einnig tréþilfar, en yfir olíu-
geyma og lýsisgeyma er járnþilfarið vatnsþétt.
3. Bátaþilfar er tréþilfar, lagt á þilfarsbita og
strengplötur.
4. Skjólborð af sömu gerð og venjulega nema
skjólborðsstoðir, sem eru tvöfaldar í stað einfaldar
á venjulegum togurum, eða gerðar fyrir átök fram
og aftur, jafnt eins og út og inn.
Handrið, stoðir, síðulistar, síðuplötur undir gálga.
1. Handriðastoðir bæði á hvalbak og bátaþilfari
Sjómannasálmur
Eftir Ambrosius Stub, kennara í Ribe (1705-1758).
(Landstads Reviderte salmebok 878.)
Lagið nr. 177 í sálmabók séra Bjarna Þorsteinssonar
Hvert ber oss að lokum um heimslífsins höf
frá hættum og stríði við brotsjóa’ og köf?
Vér aðeins tvær hafnir
hér eygjum frá stafni:
:/: í baksýn er vaggan, en gegnt henni’ er gröf. :/:
Frá vöggu til grafar er leið vor um lá,
og löngum berst óttinn við vonina þá,
hvort hollvætta kraftur
oss hefji upp aftur,
:/: er allt er að sökkva í ólgandi sjá. :/:
Ef hræðslan nær tökum, þá hopar öll dáð,
og hafsjóum stjórnlaust fley verður að bráð.
Er helvindar næða
og hafsjóar æða
:/: og hriktir í siglutrjám, fatast öll ráð. :/:
En forsjón þín, drottinn, er farmannsins traust.
Hann framkvæmir störf sín því umsvifalaust.
Hann veit, að þinn vilji
er voldugri byljum
:/: og skilar til góðhafnar farmi og flaust. :/:
Vald. V. Snævarr þýddi.
skulu vera þríhyrningsstoðir með vír dregnum i
gegn í stað járnteina venjulega. Eru stoðir þessar
þannig útbúnar, að þær eru mjög stöðugar.
2. Síðulistar (slitlistar fyrir togvíra) eru af venju-
legri gerð, en festing þeirra á skipssíðurnar er með
rafsuðu í stað þess að þeir eru venjulega gegnum-
hnoðaðir.
3. Síðuplötur undir gálgum eru allar 11 mm
þykkar, með ásoðnum flatjárnsböndum upp og nið-
ur með 6” millibili, þannig, að á milli hverra bulb-
vinkilbanda komi 2 stk. flatjárnbönd á þessar plötur.
Erlingur Þorkelsson.
166
VtKINGUR