Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 15
Gils Guðmundsson:
A SÆTRJAM
Margir hafa um það heilann brotið, hvernig
hinir fornu Islendingar og aðrir norrænir
menn um og fyrir tíma landnámsaldar, fóru að
því að sigla jafn hispurslaust um höfin og þeir
gerðu. Elztu siglingaþjóðir heimsins, sem
mannkynssagan kann að greina frá, Fönikíu-
rnenn, Grikkir og Kínverjar, höfðu að lang-
mestu leyti siglt með ströndum fram eða um
innhöf milli nálægra landa. Meðal þessara
þjóða var siglingalistin að vissu leyti eins og
lítið barn, sem er farið að ganga með stokki,
en þorir ekki að hætta sér út á gólfið. Að vísu
höfðu Kínverjar fundið upp mjög frumstæða
gerð áttavita og notuðu hann eitthvað. Er talið,
að í fyrstu hafi þeir notast við aflangan segul-
stein, sem þeir létu ofan á tréflís, fljótandi í
vatni. Vissu þá endarnir að sjálfsögðu í norð-
ur og suður. Um daga Krists voru Kínverjar orðn-
ir töluverð siglingaþjóð og studdust þá meðal
annars við notkun áttavitans. Ekki hættu þeir
sér þó langt út á hin stærri höf, svo að vitað sé.
Um notkun áttavita í Evrópu er lítið við að
styðjast nema óljósar sögusagnir lengi framan
af. Talið er að fyrsta nokkurn veginn örugga
frásögnin um áttavitann eða leiðarsteininn, sem
fundizt hefir meðal Norðurálfuþjóða, sé frá
ofanverðri 12. öld. Þá virðist áhald þetta vera
komið til Englands, en er þó svo einkennilega
lýst, að höfundi lýsingarinnar hefir þótt það
mjög nýstárlegt fyrirbrigði. Engin skífa fylgdi
þessum fyrstu áttavitum, og er ekki vitað hvar
eða hvenær sú endurbót var gerð.
Það má því heita alveg óyggjandi, að fslend-
ingar hinir fornu þekktu ekki áttavitann í
neinni mynd. Orðið kompás kemur að vísu fyr-
ir á nokkrum stöðum í gömlum ritum, héldu
menn því um skeið, að áttavitinn hafi verið
kunnur hér á landi á 11. og 12. öld. En nánari
athugun hefur leitt í ljós, að orð þetta hafði
aðara merkingu til forna. Kompás virðist þá
aðeins þýða hringur eða kringlótt skífa, hvaða
eðlis sem vera vildi.
En einn var sá leiðarvísir, sem norrænir
menn notuðu tvímælalaust ákaflega mikið, og
kom þeim að verulegu leyti í áttavita stað, en
það var pólstjarnan. Talið er að-Fönikíumenn
hafi fyi'stir allra eftir því tekið, hve góður leið-
beinandi stjarna þessi var öllum sæfai'endum.
VÍKINGUR
Snemma breiddist út sú þekking, og er engin
ástæða til að gera ráð fyrir að Norðurlanda-
búa hafi skoi't skilning á notagildi þessarar
mikilvægu stjörnu. Kemur það og víða við í
fox-nritunum, að pólstjarnan er einhver helzti
vegarvísir siglinganna, enda hlaut hún á ís-
lenzku nafnið leiðarstj ai'na.
Annað mikilvægt atriði í sambandi við sigl-
ingar fornmanna var að fylgjast með hafdýp-
inu. Botnlóðið hafa menn tvímælalaust notað
mikið, enda er full ástæða til að ætla að kunn-
ugleiki hafi smám sarnan vaxjð rnjög á dýpi
þeirra hafa, sem um var siglt. Hefir þá yngri
kynslóðin jafnan getað tekið við í'eynslu hinnar
eldri, notfæi't sér hana og bætt inn í kerfið nýj-
um þekkingai'molum. Má sjá þess dærni í ís-
lendingasögum, að farmenn notuðu dýptai'mæl-
ingar mikið. Skal aðeins bent á fi'ásögu Njáls-
sögu af utanför Njálssona, Gríms og Helga,
sumarið 989, eftir því sem næst vei'ður kornizt.
Þar er þess getið, að þá hafi hi'akið „suður í
haf, og rak yfir myi'kur svo mikið, að þeir
vissu eigi hvar þeir fóru, og höfðu þeir útivist
langa. Þá komu þeir þar, er grunnsævi var mik-
ið, og þóttust þeir vita, að það myndi vera nær
löndum.“ Þessi frásögn sýnir það gi'einilega, að
hér hefir botnlóðið verið notað.
Alkunn er sagan um Hrafna-Flóka og leið-
sögn þá, sem hann valdi sér yfir hafið. Ein-
staka menn hafa di'egið þær ályktanir af frá-
sögninni í Landnámu, þar sem getið er aðfei'ð-
ar Flóka, að fornmenn muni hafa notað hrafna
eða aðra landfugla í allstórum stíl sér til leið-
beiningar. Allar heimildir vii'ðist þó skoi'ta fyr-
ir slíkum ágizkunum, enda er getið um þetta
tiltæki Flóka eins og mjög nýstárlegt fyrir-
brigði, sem varla eigi nokkurt fordæmi. Svo
séx'stæð hafa þessi vinnubi'ögð þótt, að Flóki
hlaut viðurnefni fyrir tiltækið, og var æ síð-
an kenndur við hrafna sína. Það hefði engum
dottið í hug að gera, ef Flóki var aðeins að
framkvæma hversdagslega athöfn, sem far-
menn notuðu í stórum stíl. Hitt getur verið,
að einhverjir hafi tekið sið þennan upp eftir
Flóka, en naumast voru mikil brögð að því.
Auk leiðarstjörnunnar og nokkurs kunnug-
leika á hafdýpi, hafa foi'nmenn smám saman
getað safnað og stuðzt við ýmiskonar fi’óðleik
167