Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Page 18
Frá sjóinaimadegiiiiim
Sjómannadagurinn í Reykjavík varð að þessu
sinni með sérstaklega hátíðlegum blæ, þar sem
þennan dag var náð nýjum áfanga í einu af
sameiginlegum áhugamálum allrar sjómanna-
stéttarinnar, þennan dag fór fram vígsla hins
glæsilega nýja sjómannaskóla, sem verið var að
reisa á Rauðarárholtinu.
Klukkan 8 um morguninn þennan dag voru
fánar dregnir að hún á hverju skipi í höfninni,
og um alla borgina. Klukkan 11 var sjómanna-
messa í öllum kirkjum landsins.
Hópganga sjómanna úr Reykjavík og Hafn-
arfirði hófst við miðbæjarbarnaskólann og tóku
þátt í henni tíu félög sjómanna hvert undir
sínum fána og íslenzkum fánum. I fararbroddi
lék Lúðrasveit Reykjavíkur. Hópgangan var
fjölmennari en nokkru sinni fyrr, og var geng-
ið upp að hinum nýja sjómannaskóla. Þegar
þangað kom hafði safnast saman mikill mann-
fjöldi, sem helzt minnti á mannfjölda Alþingis-
hátiðarinnar 1930. Var veður hið bezta, sólskin
og hlýtt.
Fánaberar röðuðu sér sitt hvoru megin við
ræðustólinn, sem reistur hafði verið fyrir fram-
an skólahúsið í skipsstafns umgjörð. I miðju
blakti hinn hvíti stjörnufáni Slysavarnafélags-
ins, stjörnur hans voru að þessu sinni 67, tákn
63 sjómanna er farizt höfðu og 4 farþega.
Fór fyrst fram minningarathöfn drukknaðra
sjómanna. Lúðrasveit lék sálminn: ,,Eg horfi yf-
ir hafið“. Því næst söng Hreinn Pálsson „Taktu
sorg mína svala haf“. Þá minntist biskup Is-
lands, hr. Sigurgeir Sigurðsson, látinna sjó-
manna. Og var á sama tíma lagður blómsveigur
á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkju-
garðinum. Að lokinni ræðu biskups var einnar
mínútu þögn, en síðan söng Hreinn Pálsson ,,A1-
faðir ræður“, en lúðrasveitin lék undir.
Að minningarathöfninni lokinni hófst vígsla
skólans. Friðrik Ólafsson skólastjóri, las upp
áritun þá er letruð hafði verið á skinn, og láta
skyldi í hornstein skólans. En því næst lagði
Sveinn Björnsson ríkisstjóri hornsteininn á þann
hátt, að blýhólkur með áletruninni var settur í
stein í anddyri skólans, og síðan múrað fyrir.
Síðan flutti ríkisstjóri ávarp til sjómanna og
sagði m. a.:
ÍJr ræðu ríkisstjóra.
„Dagur sjómanna hefir verið valinn til þess-
arar hátíðlegu athafnar. Það á vel við. Því hér
170
má líta ávöxt af starfi íslenzkra sjómanna. Og
byggingunni er ætlað að eiga mikilvægan þátt í
að halda merki íslenzku sjómannastéttarinnar
hátt á lofti.
Það eru, fremur öðrum, íslenzkir sjómenn,
sem hafa aflað þess fjár, sem gerir ríkinu kleift
að reisa þessa myndarlegu byggingu. Og enginn
ágreiningur mun vera um það, að íslenzka sjó-
mannastéttin hefir til hennar unnið einnig á
annan hátt. Með tápi sínu og dugnaði í sífelldri
glímu sinni við Ægi, hefir hún sýnt og sannað,
að hún er verðug slíkrar menntastofnunar. Eg
geri ráð fyrir því, að það eigi eftir að hlýja
mörgum sjómanni um hjartaræturnar — og
okkur hinum líka — er stefnt er heilu í höfn í
höfuðborg Islands, að sjá háborg íslenzku sjó-
mannastéttarinnar gnæfa við himinn hér á þess-
um stað. Og í dimmu verður hér í húsinu sá
viti, sem vísar hverju skipi rétta leið er það
leitar hér hafnar.
Viti er öryggismerki, sem mönnum þykir
vænt um.
En við eigum einnig annað merki, sem er
hvorttveggja í senn, öryggismerki og einingar-
merki þjóðarinnar. Það er fáninn. Þótt okkur
eigi öllum að þykja vænt um þetta tákn einnar
og sameinaðrar þjóðar, þá eiga sjómennirnir
hér nokkra sérstöðu. Það fellur í þeirra hlut að
„sýna fánann“ á höfunum og í erlendum höfn-
um. Þess vegna er okkur svo mikils virði að
vita það að við eigum sjómannastétt, sem er
þess megnug að „sýna fánann“ á þann hátt að
jafnan megi segja um skip sem sigla undir fán-
anum okkar: „Þetta skip og áhöfn þess er ís-
lenzkt. Þess vegna má treysta hvorutveggja“.
Eg hygg, að því ljósari, sem menn gera sér
þessa staðreynd, því vænna muni sjómönnun-
um þykja um fánann, vegna þeirrar ábyrgðar,
sem þeim er falin, að halda upp heiðri þessa
þjóðartákns okkar, hvar sem íslenzkt far er á
ferðinni.
Þess vegna á sérstaklega vel við að minnast
fánans og sýna honum virðingu okkar við þetta
tækifæri“.
Að lokinni ræðu ríkisstjóra gekk merkisberi
sjómanna fyrir hann og heilsaði með íslenzka
fánanum, en ríkisstjóri snart fald fánans með
vörum sínum. Lúðrasveitin lék: „Rís þú unga
Islands merki“.
Því næst fluttu ræðu siglingamálaráðherra
VtKINGUR