Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 23
hve Reykjavík lá vel við siglingum, jafnvel á meðan erlendir menn einir héldu þeim uppi. Siglingarnar hafa frá upphafi verið lífæð Reykja- víkur, en bærinn óx þá fyrst úr grasi, þegar hann öðlaðist eigin sjómannastétt. Aflinn, sem fiskimenn hafa sótt úr sjónum, er undirstaða alls þess, sem i þessum bæ hefir verið byggt. Og farmennirnir, sem á íslenzkum skipum hafa flutt varning á milli landa, hafa ekki aðeins aukið öryggi borgaranna heldur einnig skilið hér eftir mikinn auð, er ella hefði orðið erlendra manna eign. Þess vegna er það eigi nema að vonum, að einn glæsilegasti byggingarreitur í bænum hefir verið valinn fyrir skólasetur sjómann- anna, svo að þetta heimkynni þeirra er hið fyrsta, sem ferðalangur veitir athygli, er hann úr fjarlægð horfir til bæjarins. En það er eigi síður athyglisvert, að einmitt í júní 1944 skuli vera lagður hornsteinn að þessari miklu byggingu. Lýðveldið forna leið undir lok og landsmenn misstu frelsi sitt m. a. og ekki sízt vegna þess, aö þeir týndu að mestu niður siglingum. Endurreisnarbaráttan var að verulegu leyti bar- átta fyrir því að öðlast skipakost fyrst til fiskiveiða, og síðan til strand — og millilandaferða. Á ófrelsisöldunum voru oft uppi ráðagerðir um að landsmenn eignuðust einhvern skipakost. Nefndir voru skipaðar til þess, svo sem árið 1702, að athuga, hvort ekki væri unt, að t. d. hver landsfjórðungur fengi eitt þilskip til fiskveiða. En úr slíkum bollaleggingum varð ekki neitt, fyrr en landsmenn sjálfir fóru að ráða málum sínum að nokkru. Þegar lokið var algerri forsjá erlendra stjórnarvalda og menn fengu frjálsræði til að beita eigin manndáð og dug, þá útveguðu þeir sjálfir skipin, sem aðrir höfðu vanrækt að fá þeim. Síðan óx skipastóllinn með vaxandi sjálfræði þjóðarinnar, og sjálfstæðið óx með vaxandi skipa- stóli. Fiskveiðar og siglingar urðu eigi að eins grund- völlur að efnalegri hagsæld þjóðarinnar, heldur einnig afl og orkugjafi til nýrra dáða, framtaks og sjálfstrausts. Það var ekki tilviljun, að síðasta orsökin til þess, að sambandslögin 1918 voru samin og ísland í fram- kvæmd losað úr ríkisheildinni dönsku, var krafa Is- lendinga um viðurkenningu á sínum eigin siglinga- fána. Þetta var glöggt tákn þess, hve sóknin út á hafið var nátengd hinni stjórnskipulegu sjálfstæðis- baráttu landsmanna. Og það er eigi síður tákn þessa samhengis, að í sama mánuði og lýðveldið er endurreist skuli horn- steinn lagður að því húsi, sem á að gera það mögu- legt, að íslenzkir sjómenn fái um næstu aldir þá menntun, sem gerir þá vaxna sínu mikla hlutverki. En við skulum minnast þess, að þótt mikilsvert sé, að þetta hús er reist, þá er þó eigi allt fengið VÍKINGUR með því. Enn mikilsverðara verkefni er enn ólokið. Islenzkur skipastóll hefir nú um sinn eigi vaxið sem skyldi. Og verra en það. Á styrjaldarárunum hafa stór skörð verið höggvin í hann. Hin miklu sjóslys, sem valdið hafa þessum skörð- um, eru vissulega óbætandi. í þeim höfum við misst mikinn fjölda ágætra drengja, sem við fáum aldrei bætt og því miður eigi heldur grátið úr helju. En skipatjónið má bæta. Þjóðin á nú næga fjár- muni til að afla sér sjálfri og sjómönnum sínum nýrra og góðra skipa að ófriðnum loknum. Ef vel er á haldið, eigum við þess kost að búa svo um, að í langa hríð þurfi eigi að óttast, að neinn maður farist vegna ófullkomins umbúnaðar íslenzks skips. Það verkefni að koma upp nægum og öruggum skipaflota, bæði til fiskiveiða og farmennsku, er okkur sannarlega ekki ofvaxið. Til þess, að svo geti orðið, þarf enga opinbera styrki; það þarf hvorki að skattleggja aðra lands- menn um eyrisvirði né undanþiggja útgerð né sjó- farendur neinum sanngjörnum álögum. Allt, sem gera þarf, er það að láta útvegnum í einhverju formi eftir svo mikinn hluta þess, sem fyrir hans tilstilli er aflað, að eðlileg endurnýjun og viðbót geti átt sér stað. Við getum deilt um eignarréttinn að skipunum. En um hitt má eigi deila, að nýrra og betri skipa verður að afla. Um það verða allir landsmenn að sameinast. Með því gjöldum við ekki aðeins hinni hugprúðu stétt, sem skipunum siglir, verðugar þakkir og þó þær minnstu, sem til mála geta komið. En við skul- um eigi heldur dylja okkur þess, að velfarnaður bæj- arfélags okkar, höfuðborgar Islands, er undir því kominn, að við eignumst fleiri og betri skip. Úm- fram allt skulum við þó minnast þess, að öflugur sjávarútvegur og þrekmikil sjómannastétt hljóta ætíð að verða helztu stoðir þess lýðveldis, sem vér á næstu dögum ætlum að endurreisa. Ilrynjólfur Jónsson: Fánaræða í kvöldhófi sjómannadagsins. Hver einasta sjálfstæð menningarþjóð virðir fána sinn framar öllum öðrum þjóðlegum verðmætum. Engin þjóðarbarátta er háð, án þess að fáninn sé þar í fremstu víglínu. Enginn þjóðarsigur er unninn, án þess að fánar séu dregnir að hún. Engra sögulegra viðburða er minnzt, án þess að flaggstengur séu fánum skreyttar. Enginn staður eða mannvirki er vígt, án þess að fánar blakti þar yfir. Ekkert skip siglir svo um höfin, að það beri ekki merki þjóðar sinnar. Engin þjóðarsorg skeður, svo að ekki séu fánar dregnir í hálfa stöng. Fáninn 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.