Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Side 25
og glæsilegum skipum, sem táknrænan menningar-
vott friálsborinnar þjóðar?
allir sem einn, að þessi árshátíð okkar verði ávallt
haldin þannig, að stétt okkar megi verða til sóma.
Stýrimenn e/s. Selfossi.
Sjómannadeginum 1944 bárust heillaóskaskeyti
víðsvegar að, eins og að undanförnu, er sýnir hve
dagurinn á orðið ríkan þált í hugum manna, enda
þótt þeir séu fjarverandi.
í gegnum utanríkismálaráðuneytið barst svohlj.
skeyti frá London: Vinsamlega framsendið eftir-
farandi til skemmtinefndar sjómannadagsins:
Beztu hamingjuóskir með daginn og kærar
kveðjur.
Frá skipshöfninni Brúarfossi.
Fleetwood: All our best wishes, from crew of Geir.
Aðalfundur Eimskipafélags íslands sendir sjó-
mannastéttinni hugheilar heillaóskir.
Benedikt Sveinsson fundarstjóri
Tómas Jónsson ritari.
Mínar beztu hamingjuóskir í tilefni af sjómanna-
deginum. Breytilegt skapast skýjafar, er skundar
um djúpið blátt. — Með kærri kveðju.
María Maack.
Á þessu okkar hamingjuári.þar sem okkar helg-
ustu óskir rætast, þökkum við vel unnið starf og
óskum ykkur allra heilla.
Skipverjar Óla Garða.
Okkar beztu hamingjuóskir með daginn.
Skipverjar b/v. Kári.
Við sendum þér, sjómannadagur,
símskeyti utan af sjó.
Vaxi þér virðing og hagur,
velvild, og unaður þó.
Skipverjar Surprise.
Innilegustu hamingjuóskir með daginn.
Skipverjar Skallagrími.
Við sendum ykkur beztu hamingjuóskir með
daginn.
Skipverjar Rán.
Innileg hamingjuósk með sjómannadaginn, sjó-
mennina alla og alla velunnara þeirra. Friður sé
með þeim látnu.
Oddur Valentínusson leiðsögum. Stykkishólmi.
Beztu hamingjuóskir með daginn.
Skipverjar b/v. Snorri Gpði.
Grande bretagne — Congratulations — Bjarni
Jónsson.
Grande bretagne — Good cheer — Haraldur
Ólafsson.
ÚTI UM LAND
Hátíðahöld sjómannadagsins í Úlafsfirði.
Sjómannadagurinn 4. júní s. 1. var hátiðlegur
haldinn í Ólafsfirði, og voru allir bátar við land
þann dag.
Venja hefir verið, að hátíðahöld sjómannadagsins
hafa byrjað með sjómannaguðslþjónustu, en vegna
fjarveru sóknarprestsins, sem staddur var í Gríms-
ey í embættiserindum, féll guðsþjónustan niður að
þessu sinni.
Kl. 1,30 e. h. hófust hátíðahöld dagsins með skrúð-
göngu sjómanna og annarra Ólafsfirðinga frá kirkju
að íþróttavelli, þar sem fram fór knattspyrnukapp-
leikur og reiptog.
Vegna kulda og kalsaveðurs var ekki hægt að
hafa útisamkomu, sem þó hafði verið ráðgert.
En síðar um daginn, eða kl. 5,30 hófst skemmti-
samkoma í samkomuhúsinu. Voru þar fluttar ræður,
lesið upp og sungin gamankvæði. Ræður fluttu þar:
Gunnlaugur Jónsson, sem setti samkomuna, Þor-
steinn Símonarson lögreglustjóri mælti fyrir minni
sjómanna, Þorvaldur Þorsteinsson las einnig upp,
Sigurður Baldvinsson útgerðarmaður og Sigurður
Jóhannesson skósmiður. Að lokum söng Axel Pét-
ursson sjómaður nokkur gamankvæði.
Samkoma þessi var ánægjulega vel sótt og hin
virðulegasta. Um kvöldið var fjölsótt og ágæt dans-
skemmtun, sem stóð fram á nótt.
Slysavarnasveit Ólafsfjarðar hefir jafnan staðið
fyrir hátíðahöldum sjómannadagsins í Ólafsfirði.
Fréttir af hátíðahöldum sjómannadagsins víðs
vegar af landinu bera vott um vaxandi virðingu sjó-
manna og alls almennings fyrir deginum og tilgangi
hans.
Sjómannadagurinn þarf líka að vera sjómönnun-
um til ánægju og uppörfunar, hann þarf að vera
þeim til skemmtunar og umíram allt þeim til sóma.
Að því eiga sjómennirnir að vinna alls staðar á
landinu, að sjómannadagurinn verði virðulegur há-
tíðisdagur í þjóðlífi íslendinga, er sýnt getur þann
sæmdarsess, sem sjómannastéttin á með réttu að
skipa í þessu voru sægirta landi.
Sendum öllum sjómönnum hugheilar hamingju-
óskir í tilefni af sjómannadeginum. Störfum að því,
Ólafsfirði, 6. júní 1944.
Þorv. Þorsteinsson.
VÍKINGUR
177