Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 28
Á FRÍVA S. R. á Raufarhöfn. 1911 voru fyrstu tvær síldarverksmiðjur lands- ins byggðar, með 650 mála afköst á sólarhring. Nú eru til 18 sildarverksmiðjur og hafa um 40 þúsund mála vinnsluafköst á sólarhring. Snjallræði. B. kom einu sinni smávegis ölvaður um borð. hann þurfti þá að kveikja á lampanum sínum, en þegar hann ætlaði að ná í eldspýturnar, átti hann bara eina til og missti hana á gólfið. Þá varð hon- um að orði við félaga sinn, sem var með honum: „Áttu ekki eldspýtu, manni, svo við getum kveikt og leitað að henni. Annars megum við gera svo vel og hátta í myrkrinu.“ ★ Tveir sjómenn sátu yfir drykkju, og ákváðu þeir að láta hlutkesti ráða, hvor þeirra ætti að borga bjórinn. Annar sjómaðurinn þrífur í flýti pening upp úr vasa sínum og segir: „Ef þessi hlið kemur upp, vinn ég, en ef hin hliðin kemur upp, tapar þú.“ Síðan kastaði hann upp......Hinn borgaði. ★ Fullur náungi var á leið eftir löngum hótelgangi. Fékk hann allt í einu þá flugu, að öll velferð hans væri undir því komin, að hann þræddi nákvæmlega yztu brún gólfrenningsins og véki ekki úr vegi fyrir neinum. Loks kemur á móti honum maður, sem ekki víkur heldur. Sá fulli var ekki að tvínóna við það, en slær til mannsins. Heyrist þá brak og brestir, og maður- inn hverfur. Þetta var þá spegill við enda gangsins, sem sá fulli hafði glímt við. ★ Ójafn Ieikur. Vitstola maður var spurður, hvers vegna hann hefði verið settur á vitlausra spítalann. „Það kom til af þrefi og þjarki,“ svaraði hann. „Hvernig þá?“ var spurt. „Veröldin sagði, að ég væri vitlaus, en ég sagði, að veröldin væri vitlaus. Og ég var borinn atkvæð- um.“ ★ Ferðamaður spurði þjón einn á veitingahúsi, hvaðan hann væri. „Ég er frá Yorkshire," mælti þjónninn. „Og hvað lengi hefir þú verið vinnumaður hér?“ spurði hinn. „í sextán ár,“ svaraði húskarlinn. „Það gegnir furðu, að nokkur úr þessu greifa- dæmi, þar sem allir eru svo slungnir, skuli ekki eftir svona mörg ár vera orðinn sjálfs síns herra.“ „Já,“ mælti þjóninn; „en húsbóndi minn er líka frá Yorkshire.“ ★ Sandwich lávarður, sem var stirður til gangs, seg- ir þessa sögu um sjálfan sig: „Þegar ég var í París, fékk ég mér tilsögn í dansi, og féll mér svo vel við kennara minn, að þegar ég fór burt, sagði ég honum að biðja mig einhverrar bónar. Kennarinn hneigði sig kurteislega og mælti: „Ég leyfi mér einungis, herra lávarður, að biðja yður að láta engan vita, að ég hafi kennt yður að dansa.“ ★ Maður nokkur, sem hafði borðað á veitingahúsi, ætlaði að laumast burt án þess að borga. Gestgjaf- inn, sem var<5 var við það, gekk til hans og mælti: „Ef þér hafið mist peningabuddu yðar, herra minn, bið ég yður að minnast þess, að þér hafið ekki tekið hana upp hérna.“ ★ í Ameríku var gamall maður spurður um, hvórt hann hefði séð Washington. „Eiginlega ekki ég sjálfur,“ svaraði hann; “en faðir minn sagði, að kunningi sinn hefði sagt sér, að fornvinur sinn ætti föðurbróður, sem oft hefði talað um, að móðurafi sinn hefði þjónað í einum herflokki, og að undirforinginn þar hefði sagt frá því, að faðir sinn hefði séð Washington, þar sem hann var að borða i tjaldi sínu.“ ★ » Hinu fræga skáldi Tasso var sagt, að einhver óvinur hans talaði illa um hann. Tasso lét sér hvergi bregða við þetta, heldur sagði: „Látum hann fara sínu fram; það er betra, að hann tali illa um mig við alla, en ef allir töluðu illa um mig við hann. ★ Hinn nafnfrægi Marcus Herz, læknir í Berlín, sagði við mann nokkurn, sem iðulega ráðfærði sig við bækur um heilsufar sitt og valdi sér meðul eftir fyrirsögnum þeirra um lyfjablöndun: „Ég er hrædd- ur um það, vinur minn, að þér deyið einhvern tíma af prentvillu. ★ 180 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.