Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 31
koma um þetta mái, og hafa til sins ágætis nokk- uð. Það er fengin nokkur reynsla fyrir því, að ríkjandi reglum um búnað hinna litlu farþega- skipa okkar er í ýmsu ábótavant, og þurfa at- hugunar áður en ný skip eru keypt. Árið sem leið hagnaðist E. f. um rúmar 18 miljónir krónur að frádregnum afski'iftum fyr- ir fyrningu o. fl. Þetta er að sjálfsögðu stór upp- hæð, en hins ber að gæta, að þetta eru 8 eða 10 aura krónur. Félagsstjórnin lýsti yfir því á ný- afstöðnum aðalfundi, að reksturságóðinn yrði notaður til skipakaupa eins fljótt og auðið væri. En eftir verðgildi íslenzkra peninga nú, er þetta iítið meira en andvirði tveggja skipa á stærð við Dettifoss. Nú hafa stjórnarvöldin í landinu hins vegar gert kröfu til, að félagið skilaði aftur þessum peningum, með þeirri aðferð að setja niður farmgjöldin svo mjög, að líkur eru fyr- ir taprekstri á þessu ári. Fara þá þessir spari- peningar fljótt í súginn. Þetta er hin gamla sýt- ingssemi gagnvart E. I., sem alltaf hefir haldið því niðri. Fari nú svo, að E. f. verði gert ófært að auka skipakost sinn svo um muni þegar eftir stríð, koma útlendu félögin vitanlega aftur tii skjal- anna, koma hér við metum sínum eins og áð- ur, og festa sig í sessi á kostnað E. í. og allra landsmanna. E. í. missir þá aðstöðu, sem það hefir nú um flutninga, og umsjón með flutning- um, aðstöðu, sem því er mikil nauðsyn á að halda. Verður þá gaman að sjá viðskiptaráð, er það leggur af stað í auðmýkt til útlendu skipa- félaganna til þess að biðja þau að skila aftur arðinum af viðskiptunum við íslenzkt verkafólk Satt að segja býst ég ekki við, að það verði nein gleðiganga, ei heldur að hún beri árangur. En að því er E. í. snertir eru hæg heimatökin. Þeim heimatökum í siglingamálum þjóðarinnar höldum við bezt eins og nú er komið með því að efla E. í. eftir megni. Það er engan veginn sök E. í. þó tollalöggjöf þjóðarinnar sé svo frámunalega fjarri sanni, að stríðshættuútgjöld félagsins eru gerð að gjald- stofni fyrir ríkissjóð. Ekki heldur það, að t. d. innfluttir strigavetlingar fyrir verkamenn bera 50% verðtoll, en allt er þetta nú notað til þess, að undirbyggja eftirtölur um arðsemi E. í., og ásakanir á hendur þeim, sem stjórna því. Það er sannanlegt, að margt af þessum á- sökunum eru á misskilningi byggðar, og ber- sýnilega uppsláttartilraunir óvaldra blaða- manna. Valdhafar þjóðarinnar virðast aldrei hafa skilið og skilja naumast enn, hve mikil menn- ingarstofnun E. I. hefir verið. Þeir hafa tekið með annari hendinni það sem þeir gáfu með hinni, og eru næsta lítil heilindi í því. Þó að peningar séu nú miklir til í íandinu, er næsta vafasamt, hvort E. 1. gæti safnað miklu hlutafé, því hagnaðarvon af því er lítil en á- hætta alltaf nokkur. Ákvarðanir viðskiptaráðs heldur ekki örfandi í því efni. Það er því út í hött, þegar því er slegið fram að E. 1. geti aflað sér peninga á annan hátt en í gegnum viðskipti við landsmenn. Og hver ætti svo að leggja fram fé til skipa- kaupa annar en þjóðin sjálf. Það er áreiðanlegt, að það verða engir til þess, að gefa okkur skip, og ekki falla þau ofan úr skýjunum. Þjóðin verður sjálf að afla fjár til kaupa á farskipum með súrum sveita, eins og hún aflar annara verðmæta, sem hið nýja lýðveldi get-úr ekki án Gullfoss. verið, og verður að eignast. Næst á eftir fiski- flotanum, og fénaðinum í sveitum landsins, er nægilega stór farskipafloti í eign landsmanna og undir þeirra stjórn, mesta hagsmuna, menn- ingar- og sjálfstæðismálið, sem nú liggur fyrir að leysa. Nú sem stendur hefir E. í. nálega alla flutn- inga að og frá landinu með höndum, nýr fisk- ur þó undanskilin. Allt í samráði við viðskipta- ráð, að mér skilst. En því miður, verður að framkvæma þessa flutninga að verulegu leyti með leiguskipum. Þessi aðstaðá er E. 1. mikils virði, og mundi hún ekki þjóðinni allri gagnleg- ust fyrst um sinn. Með því eru flutningar allir samræmdir eins vel og verða má og viðskipta- hagnaðurinn dreifist minna. Tekjum af sigling- um verður þá varið til þess að viðhalda og auka siglingar o. s. frv. Eins og hér er allt í pottinn búið, höfum við litla aðstöðu til þess að keppa við erlend auðfélög um vöru- og fólksflutning;. Og hverju einstaklingsfyrirtæki er ofvaxið, að koma hér upp farskipastöl, sem með þarf. Til þess þarf átak allrar þjóðarinnar. Það þarf tugi miljóna til af okkar ,,tíu aura“ krónum. En það er ekkert meira átak nú að kaupa 5—6 skip, en það var að kaupa 2 skip 1914 og þjóðin getur VÍKINGUR 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.