Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 32
það ef hún vilí. Og það vill svo vel tií, að í E. í.
eigum við alþjóðarstofnun með 30 ára starfsfer-
il að baki, og það gefur auga leið, að á reynslu
þess eigum við að byggja.
Það má að sjálfsögðu kalla áframhaldandi
samstarf E. í. og Viðskiptaráðs eftir stríð, eins-
konar þjóðnýtingu. Ef það er hagkvæmt, þá
skiptir það mestu. Verði kröftunum dreift,
smjúga erlendu félögin hér inn. Og þó við í bili
fáum einstaka vörubagga fluttan fyrir „niður-
sett verð“, þá er lítils um það vert, móti því, að
koma flutningunum yfir í þjóðarinnar eigin skip.
Ríkisskip hefur að sjálfsögðu unnið hið gagn-
legasta starf síðan það var stofnað. En manni
verður á að spyrja: Því er verið að tvískipta
þessu? Hefði ekki enn meira áunnizt með sam-
einingu beggja fyrirtækjanna, eins og var. Sam-
einnigu millilanda- og strandsiglinga undir einni
stjórn. Það er ervitt að sjá hvert hagræði þjóð-
inni sem heild getur verið í þessari tvískiptingu.
Svipað má og segja um skipakaupafyrirætlanir
Samvinnufélaganna. Þau finna að vísu hvar
skórinn kreppir um innnlenda skipakostinn. En
yrði ekki einnig þeirra aðstöðu bezt borgið í
sem nánastri samvinnu við E. I. eins og verið
hefir? Það er vitanlegt, að öll dreifing í þessum
efnum rýrir afköstin og eykur útgjöldin, út-
gjöld, sem almenningur verður að greiða.
Hér má ekkert hik, engin sundrung stjórn-
málaflokka né sýtingssemi stjórnarvalda eiga
sér stað. Skipin, sem við eigum, eru ekki sam-
boðin því fulla þjóðarsjálfstæði, sem við höfum
nú fengið. Viðskiptaráð og aðrir stjórnendur
fjármála ríkisins, misskilja í verulegum atriðum
sitt hlutverk, ef þeir stefna að því að reita af
E. 1. sjóði þess og gera því ókleifa alla fram-
sókn. 30 ára starf E. 1. er búið að sýna þjóð-
inni að sjóðir þess eru betri eign en þeir sem
safnast kunna hjá ríkissjóði, því það er meiri
vissa fyrir því, að þeim sé varið til hinna gagn-
legustu hluta. En skyldi það ólíklega ske, að
upp rísi meðal ráðamanna þjóðarinnar þeir
menn, sem betur vilja og meira vita í þessum
málum en t. d. stjórnendur E. 1., þá hefir þing-
ið alltaf undirtökin á fjármunum félagsins og
getur beint stjórnendum þess inn á réttari
brautir.
Hér ber því allt að sama brunni. Það á að efla
E. 1. eftir fremsta megni. Sjómannablaðið „Vík-
ingur“ skorar á menn úr öllum starfsflokkum
sj ímannastéttarinnar, sem hafa skilning á
gagnsemi farskipaflotans, að hefja umræður um
þetta mál í blaðinu. Sjómenn verða í þessu máli,
sem öðrum, sem að útveginum snúa, að leggjast
á eitt um það, að ekkert undanhald eigi sér stað.
Þeir verða að vinna að því, að áfram sé haldið
með bjartsýni og fullri djörfung. Hér er um það
Sexíugur:
Jón Krisftófersson,
skipsftjóri
Jón Kristófersson, skipstjóri, er fæddur að
Breiðabólsstað á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu
9. júní 1884. Foreldrar hans voru þau hjónin
Kristófer Þorvarðsson og Rannveig Jónsdóttir.
Þau bjuggu á Breiðabólsstað, þar sem nú hefir
lengi verið læknissetur. Jón er í föðurkyn af
hinni kunnu Hörgsdalsætt, en móðir hans var
frá Mörk (á Síðu). Jón hefir lengst af stund-
að sjómennsku og verið skipstjóri í mörg ár,
bæði landa á milli og með ströndum landsins.
1 Reykjavík mun hann nú hafa verið í full 40 ár.
Var hann um skeið mjög heilsutæpur, en hlaut
þó að lokum góðan bata og gegnir enn störfum
sínum sem fyrr, nú um hríð í hafnarskrifstof-
unum. — Hann er kvæntur Þórunni Guðmunds-
dóttur, Stefánssonar, og eiga þau tvær efnilegar
dætur, Vigdísi og Rannveigu; heimili þeirra er á
Ránargötu 22.
Kunnugum þarf ekki að tjá prúðmennsku
Jóns í hvívetna og um óyggjandi drengskap
hans munu þeir nærri fara, sem þekkja hann
bezt.
að ræða, að koma þjóðinni úr þeirri bónbjargar-
aðstöðu, sem hún hefir verið í um aldaraðir og
valdið eymd og allskonar áþján. Eg efast held-
ur ekki um, að hver einstakur sjómaður muni
í þessu máli taka undir orð Torfa sýslumanns í
Klofa og segja: „Þeir hefðu þó átt að vita, að
á mér mundi ekki standa — á mér gat ekki
staðið.“
Hallgr. Jónsson.
184
VlKINGUR