Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 34
tapað fyrstu umferðinni í þessari viðureign. En
við skulum nú sigra ófreskjurnar enn, verið
bara vissir um það. Hver, sem er á gagnstæðri
skoðun, getur fengið kaupið sitt strax og kom-
ið sér burtu. Það er meira en nóg af flekum
við ána og enn nógur tími til þess að ná til þess
og koma sér yfir fljótið."
Það hreyfði sig ekki einn einasti maður.
Leningen tók þessari þögulu traustsyfirlýs-
ingu með hlátri, sem líktist frekar urri. „Rétt
er það piltar, þetta líkar mér. Þið viljið ekki
missa af því, sem enn er eftir af leiknum, skilst
mér. Jæja, gamanið byrjar ekki fyrr en í fyrra-
málið. Og um leið og maurarnir hafa verið rekn-
ir á flóttta, þá verður svei mér nóg að vinna og
hærra kaup fyrir hvern mann. En farið nú og
fáið ykkur eitthvað að borða, ekki veitir af.“
Mennirnir höfðu ekki gefið sér tíma til þess
að grípa sér bita í æsingi orustunnar um dag-
inn. En nú þegar ekki sást til mauranna um
stundarsakir, og ,,benzínveggurinn“ veitti all-
mikla öryggiskennd, þá fóru hinir tómu magar
þeirra að segja til sín.
Brýrnar yfir hinn steypta skurð voru teknar
burtu. Hér og þar voru einstaka maurar komn-
ir að skurðinum. Þeir litu á benzínið og snéru
svo aftur í mesta flýti. Þeim leizt auðsjáanlega
ekki á þennan skurð, sem lyktaði svo illa, enda
höfðu þeir nóg að bíta í bráðina á ekrunum.
Bráðlega tók að minnka um gróður á ekrunum
og þar með var margra mánaða erfiði að engu
orðið.
Þegar rökkrið var að síga yfir, komu allstór-
ir maurahópar að skurðinum, en fóru ekki enn
fram á bakkann. Leningen setti menn á vörð
með vasaljós og lét bifreiðarnar vera við skurð-
inn með tendruð ljósker og vélarnar í gangi,
því næst gekk hann til skrifstofu sinnar og fór
að reikna út tjón sitt. Hann áætlaði það mikið,
en ef teknar voru með í reikninginn bankainn-
eignir hans, var það ekki óbærilegt. Hann fór
nú að gera nýjar ræktunaráætlanir, sem myndu
bæta honum upp tjónið áður en langir tímar
liðu. Og hann var reglulega ánægður, er hann
að lokum fór að hátta, og svaf fram að dögun
næsta dag, og truflaði hann ekki nein hugsun
um það, að á morgun gæti hann vel orðið nög-
uð beinagrind.
Hann fór á fætur um sólarupprás og gekk út
á hið, flata þak húss síns. Og við honum blasti
sjón eins og Dante gæti hafa séð í víti. Allt um-
hverfið, margar mílur, var ekkert annað en
svört, gljáandi mauramergð. Hvíldur, saddur, en
samt gráðugur her, það var hvergi hægt að sjá
neitt annað en mauraþröngina, nema í norðri þar
sem hið mikla fljót rann rólegt en straumþungt.
Það var hindrun, sem maurarnir gátu ekki yfir-
186
stígið. En jafnvel hinn hái, steinsteypti flóð-
garður, sem Leningen hafði látið reisa meðfram
fljótsbakkanum til varnar gegn flóðum, var
þakinn af maurum eins og allt annað utan
skurðarins, þar sem glampaði á gljáandi yfir-
borð benzínsins.
Svo þeir voru þá ekki saddir af því að éta
upp til agna allar þessar stórkostlegu ekrur?
Nei, það var langt frá því, þeir voru aðeins á-
fjáðari í meiri ránsfeng, — fjögur hundruð
menn, fjölda hesta og sneisafullar kornhlöður.
I fyrstu virtist svo, sem benzínskurðurinn
myndi duga. Umsátursherinn sýndist meðvit-
andi hættunni á að leggja út í hann, og réðist
ekki í að steypa sér niður í hann. I stað þessa
fundu þeir upp betri aðferð. Þeir fóru að safna
að sér trjáberki, kvistum og fölnuðum blöð-
um, því allt grænt var löngu upp étið, og þessu
köstuðu þeir niður í benzinið. En er nokkur timi
leið, sást koma úr suðvestri löng maurafylk-
ing, sem bar með sér tamarindblöð, eins og not-
uð höfðu verið við að brúa ytri skurðinn dag-
inn áður.
Þar sem benzínið var alveg kyrrt í skurðin-
um og enginn straumur í því, flutu kvistir og
blöð þar sem þeim var kastað. Þó liðu allmarg-
ar klukkustundir, þar til maurunum hafði tek-
ist að hylja meiri hlutann af yfirborði skurðs-
ins með kvistum, berki og blöðum. Loks voru
þeir þó tilbúnir að gera beina árás.
Áhlaupasveitir þeirra þyrptust niður í skurð-
inn, hlupu eftir blöðunum og kvistunum og ýttu
þeim yztu nær hinum bakka skurðsins. Svo fóru
þeir að klifra upp hinn bakkann, til þess að ráð-
ast gegn hinum hjálparvana verjendum.
Meðan öll þessi sókn fór fram, sat bóndinn
rólegur, horfði á með athygli, en hreyfði ekki
legg né lið. Þar að auki hafði hann skipað
mönnum sínum, að trufla ekki á nokkurn hátt
það sem árásarherinn hefði fyrir stafni. Þeir
stóðu, sátu eða lágu meðfram skurðinum,
horfðu á aðfarir óvinanna og biðu eftir merki
frá húsbónda sínum.
Nú var allt yfirborð skurðarins þakið maur-
um. Nokkrir höfðu komist yfir og hlupu beint
að verjendunum.
„Allir burtu frá skurðinum", hrópaði Len-
ingen. Menn hans flýttu sér burt, hver um ann-
an þveran, án þess að hafa minnstu hugmynd
um fyrirætlanir hans. Hann beygði sig áfram,
og lét stein detta varlega niður í skurðinn. Þar
sem steinninn féll kom auður blettur. Leningen
kveikti á eldspítu, kastaði henni niður á hinn
auða benzínblett og stökk afturábak, og í sama
vettvangi umkringdi himingnæfur eldveggur
verjendaliðið, er skurðurinn logaði upp.
Þessi dæmalausa og áhrifamikla bardagaað-
VÍKINGUR