Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 41
Gísli Gíslason skipstjóri
Héðinshöfða
Gísli Gíslason skipstjóri, Héðinshöfða er fæddur
að Svínafelli í Öræfum 25. maí 1867. Átta ára gam-
all fluttist hann til Ingimundar Eiríkssonar, móður-
bróður síns á Seyðisfirði.
Gísli Gíslason.
Sjó byrjaði Gísli að stunda svo fljótt sem hann
gat árinni valdið, þá var ekki um aðra útgerð að
ræða en áraskip. Skömmu eftir fermingaraldur tók
hann við formennsku og lánaðist ágætlega. Varð
hann, er tímar liðu, kunnur um Austfirði fyrir
fyrir heppni og dugnað.
Til marks um heppni hans vil eg segja frá einu
atviki. Eitt sinn var Gísli að sigla til lands í vondu
veðri. Á undan honum sigldi bátur með þrem
mönnum, formaður á þeim bát var Elías Sigurðsson.
Allt í einu sér Gísli, að báturinn hverfur, og skilur
strax hvað um er að vera; segir hann við menn
sína, að nú sé ekki um annað að gera en sigla á
staðinn og bjarga því, sem bjargað verði, og biður
þá að vera viðbúna. Innan stundar er hann kominn
á slysstaðinn. Þeir, sem frami í bátnum voru, náðu i
tvo þeirra, er í sjónum lágu, en í þann þriðja náði
Gísli um leið og báturinn rann framhjá. Að sjálf-
sögðu varð hann að hafa aðra höndina á stýrinu
og gat því ekki innbyrt manninn fyr en félagar
hans komu honum til hjálpar.
Atvik þetta sýnir allt í senn: heppni, traust hand-
tök og góða stjórn.
Margt fleira mætti í letur færa um sjómennsku
Gísla Gíslasonar, enda mun hann hafa haft með
skipstjórn að gera á stærri og smærri skipum um
40 ára skeið.
Um aldamót átti Gísli mikla útgerð, eitt þilskip,
sem hann sjálfur hafði skipstjórn á, og fjóra ára-
báta, fiskinn saltaði hann og staflaði í pakkhús,
sem hann átti. Þar hafði hann alla sína útgerð, og
að haustinu setti hann skip sitt í naust rétt hjá
pakkhúsinu. Þá vildi honum til það óhapp, að snjó-
flóð féll á pakkhúsið, og þar missti hann alla sína
útgerð, húsið hálffullt af fiski, skip og báta. Engu
varð bjárgað. Allt óvátryggt.
Hingað til ísafjarðar fluttist Gísli árið 1910, og
stundar hann nú algenga daglaunavinnu, og þrátt
fyrir sinn háa aldur, heldur hann þar fyllilega sín-
um hlut fyrir þeim, sem yngri eru.
Enn geislar af gamla manninum þrek og kjarkur,
auðkenni hins aldna sjómanns, sem staðist hefir
hin hörðu fangbrögð Ægis, og stendur nú reiðubú-
inn að bjóða Elli gömlu byrginn.
ísafirði, 12. maí 1944.
Sigurgeir Sigurðsson.
hlustað’u á raddir smáar,
harmanna þerraðu tár.
Skipinu lýstu að landi,
lausnarans mikli andi,
blessa þú alit vort starf.
Islandi gefðu gróður,
vertu, ó, Guð minn góður,
lands vors og lýðs athvarf.
Faðir, við fætur þínar,
fram flyt eg bænir mínar,
smár em ek íslands son.
Lát oss ó Guð ei gleyma
gæðunum hérna heima.
Það er mín ósk og von.
VÍKINGUR
Lífsins og Ijóssins faðir,
vér lútum þér, frjálsir, glaðir,
og föllum að fótum þér.
Lýstu landinu kæra,
lát oss þá vizku læra,
að lifa svo líki þér.
XII.
Synir og dætur af stofninum sterka,
stórhuga verum til þjóðlegra verka.
Nú öll verum eitt,
vinnum Islandi allt,
vertu einhuga þjóð,
og þá sigra þú skalt.
Þorvaldur Þorsteinsson,
Ólafsfirði.
193