Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 48
Grímur Þorkelsson:
Loftárásatuettan rið Austurland
Stéttarfélög sjómanna gengust fyrir því á sín-
um tíma, að gerðar voru ýmsar varúðar- og
varnarráðstafanir vegna hinnar miklu hættu,
sem stöðugt vofir yfir sjófarendum af völdum
stríðsins. Skotheld byrgi hafa verið sett á skip-
in. Loftvarnarbyssur, útbúnaður björgunar-
báta endurbættur og stóraukinn frá því sem áð-
ur var, fleiri menn hafðir á verði allan sólar-
hringinn og margt fleira. Allar þessar ráðstaf-
anir hafa kostað útgerðarfélögin mikla peninga
og þeir hafa ekki verið taldir eftir af þeirra
hálfu. Komið þið með tillögur sem horfa til
aukins öryggis gegn stríðshættunni hefur verið
þeirra viðkvæði og þær skulu verða fram-
kvæmdar. Segja má að þetta lofsverða viðhorf
útgerðarmanna til þessara mála sé ekki þakk-
arvert, því þeir hafi verið skyldugir til þess og
þar að auki verið að tryggja sína eigin hags-
muni, en þess má þó geta, sem gert er og þar
sem lagt hefur verið í mikinn kostnað til þess
að koma upp sem öflugastri varnarlínu gegn
ófögnuði þeim, sem íslenzkum skipastól og
mönnum stafar frá hernaði stríðsaðila á sjó og
í lofti, þá virðist liggja í augum uppi að varnar-
línan þarf allstaðar að vera sem traustust og
varnaraðgerðum þarf að haga þannig að sem
beztum notum komi. Varla getur verið mikill
ágreiningur um það, að loftárásarhættan af
völdum einstakra langferðaflugvéla er langsam-
lega mest við og á austur- og norðusturland-
inu. Þangað er stytzta flugleiðin til dæmis frá
Noregi. Að öllum líkindum liggur aðalstraum-
ur skipalestanna til Murmansk, þeim megin við
landið, þegar Grænlandshafið er fullt af ís. Og
frá Austfjarðahöfnum er ekki ólíklegt að Þjóð-
verjar búist við einhverskonar innrásarundir-
búningi. Það er því full ástæða til að ætla að
Reykjarfirði, 1941 Gísli Bjarnason og skipverj-
ar hans á togaranum Verði og 1942 Sigurjón
Böðvarson í Mýrardal.
Nú hefur Þorsteinn Jóhannesson frá Gauks-
stöðum unnið afreksbikar Sjómannadagsins fyr-
ir 1944.
Vér þökkum Þorsteini fyrir afrek hans, og
óskum að hann eigi eftir að njóta þessara verð-
launa með sæmd, eins og hann hefir til unnið.
þeir telji sig það miklu skipta að fylgjast sem
bezt með öllu því sem er að gerast og kann að
gerast við austurströnd landsins, enda er það
svo, að óvinaflugvélar eru næstum daglegir
gestir við austur- og norðausturströndina, þótt
tjón hafi ekki hlotizt af þeirra völdum á ís-
lenzkum skipum eða mönnum svo vitað sé síð-
an ráðist var á Súðina, þá er hættan samt allt
af yfirvofandi hverja einustu mínútu, sérstak-
lega nú þegar bjart er orðið allan sólarhring-
inn. Þessi hætta af völdum árása langferðaflug-
véla er mest fyrir öll skip sem fljóta og þeim
mun meiri, sem þau eru stærri. Flugvélarnar
hyllast auðvitað til að velja sér skotmark, sem
einhver slægur er í. Stærsta skipin munu því
alveg vafalaust vera eftirsóknarverðasta bráð-
in í þeirra augum frá hernaðarlegu sjónarmiði
séð. Ef eitt hinna stærri íslenzka skipa yrði á
vegi flugvélar, sem færi huldu höfði í könnunar-
skyni, þá virðist undangengin reynsla hafa sýnt
að það er alveg undir dutlungum eða hugarfari
flugmannsins komið hvort á það verður ráðist
eða ekki. Ráðist var á togara frá Patreksfirði,
sem var á heimleið af fiskimiðum út af Vest-
f jörðum. Einn maður fórst í árásinni. Ráðist var
á Skeljung út af Austf jörðum. Ráðist var á Eld-
borg við Langanes. Þessum tveimur skipum
tókst að sleppa lítið eða ekkert sködduðum. Ráð-
ist var á Súðina út af Norðurlandi. Reynt var
að granda skipinu með sprengjukasti. Þær
hæfðu ekki beint í mark. Þá var farið að murka
niður mannskapinn með vélbyssum. 2 menn
fórust, margir særðust. Skipinu sjálfu lá við
grandi. Það var nærri sokkið en komst þó til
hafnar með hálffullar lestar af sjó, mikið brunn-
ið og víða sundurskotið. Ráðist hefur verið á
opna báta, sem voru að dorga fyrir fisk úti fyr-
ir andnesjum á Austfjörðum. Á hinn bóginn
hefur það oft komið fyrir að íslenzk skip hafa
orðið á vegi þessara könnunarflugvéla án þess
að þær hafi á nokkurn hátt sýnt sig líklegar til
árása. Esja hefur til dæmis þrisvar orðið á vegi
þeirra, en ekkert sérstakt hefur skeð. Á Horna-
firði fyrir tveim árum. Við Langanes í fyrra
sumar og núna í marzmánuði á Axarfirði, sú
flugvél flaug þá einnig fram hjá Súðinni á Eyja-
firði, en gerði ekkert af sér. Ef nú til árásar
skyldi koma framvegis, má búast við því að skip
VÍKINGUR
200