Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Page 54
Öryggi og sjálfsíæði Fyrir nokkrum árum skrifaði ég alllanga grein í eitt dagblaðanna um öryggismál. Margir sjómenn sögðu þá við mig (í hálfum hljóðum) : —• Þetta er ágætt, áfram með þetta, meiri skrif um þessi mál, við stöndum með þér. En svo voru líka menn sem sögðu í aðvörunarróm: — Það getur verið varasamt fyrir þig, stöðu þinnar vegna að skrifa mikið þessu líkt. Þetta var á þeim tíma þegar útgerðarmenn og jafnvel sumir skipstjórar litu á þessi skrif sem persónulega árás á sig. Þá voru þessir aðilar ekki farnir að skilja, að heiður og velferð þeirra og þjóðarinnar í heild, var undir því komin að þessum málum væri gefin meiri gaumur en verið hafði. Þeir voru ekki farnir að hugsa út í það, að á eftir þeim kæmu aðrir, sem þyrftu að bera kinnroða fyrir framtaks- og hirðuleysi þeirra. Nú er þetta, sem annað, að breytast til betri vegar. Hér sém annarsstaðar má ei sofna á verði. Það á ekki að þurfa neina sorgarathöfn til að vekja okkur til áframhaldandi athafna um þessi mál. Útgerðarmenn eru hættir að telja það öfgakennda eyðslu þótt nokkrum krónum sé eytt í þessa hluti. Þeir eru farnir að sjá og skilja að þær krónur koma margfalt aftur, ef rétt er á öllu haldið. Ég hef töluvert rætt þessi öryggismál nú undanfarið við menn af ýmsum stéttum og orðið þess var að margir halda að þetta aukna öryggi, sem við erum að berjast fyrir, sé eingöngu það sem við kemur lífbátum og björgunartækjum. Auðvitað er þetta hrein- asti misskilningur, enda þótt það, sem annað, þurfi að vera í fullkomnu standi á sínum stað, þá er það nú svo, að fullkomnasta öryggið er að traustu og vel byggðu skipi, en eins og skipa- stól okkar er nú komið verður þetta ekki tekið í einu stökki á stuttum tíma. Við verðum ófyrirsjáanlegan tíma að búa við það sem er, og meðan svo verður að vera eig- u.m við að gera allt það bezta, sem í okkar valdi stendur til að endurbæta það sem fyrir hendi er. Gamalt verður aldrei nýtt. Fæst af þeim skipum, sem við eigum, er fært til endurbygg- ingar. íslenzkir sjómenn! Hefjum allir sameinaðir sókn til þess að öruggur undirbúningur sé nú hafinn að því að við getum strax að ófriðnum loknum eignast ný og fullkomin skip. íslenzk sjómannastétt hrópar til stjórnar- valda þessa lands og íslenzku þjóðarinnar í heild um aðstoð í þessu stórmáli. Hvað viljið þið gera fyrir hermenn íslenzku þjóðarinnar? Hvað viljið þið gera fyrir hetjur hafsins? Sýnið í verki að þessi hetjulegu nöfn, sem margir af beztu talsmönnum þjóðarinnar hafa valið okkur í ræðum og riti séu ekki innan tómt orðagjálfur. Hver einn einasti Islendingur þráir af heil- um hug að við verðum sem fyrst á löglegan og réttmætan hátt fullvalda ríki, óháðir öllum öðrum og að okkur takist að halda því, en það er ekki nóg að vera það á pappírnum, undir- staða sjálfstæðis hverrar þjóðar er fjárhagsleg velmegun, því ber öllum að hlúa að þeim stofni er fjárhagsleg afkoma þjóðarinnar hvílir á. Hjá okkur Islendingum er það sjávarútvegur- inn. Það er afkoma hans, sem hefir fyrst og fremst lyft okkur upp í þann sess, að vera taldir menn með mönnum. Því er það endurnýjun skipa- stólsins, sem á að vera heróp þjóðarinnar til þings og stjórnar á komandi tímum. Af því ég hef hér að framan minnst væntanlegs fullkom- ins sjálfstæðis okkar, vildi ég fara nokkrum orðum um þann lið sjálfstæðisbaráttunnar er ég tel að snúi einna mest að sjómannastéttinni. Á ég þar við meðferð þjóðfánans. Eg minnist þess að skömmu eftir að við fengum fána okk- ar viðurkenndan, var ég staddur í erlendri höfn á íslenzku skipi. Við drógum fánann að hún. Fjöldi fólks safnaðist að skipinu til að skoða þetta fagra tákn sjálfstæðis og menn- ingar, hins litla ríkis, sem þeir vissu svo lítið um. Þá datt mér í hug að segja við þetta fólk: Segið nú að við séum Skrælingjar, (en því hafði ég orðið oft fyrir í þessari borg). Við sjómenn, sem höfum víða farið, vitum bezt hversu mikla eftirtekt þjóðfáni okkar vekur, þar sem hann hefur verið sýndur. En höfum við sjálíir sýnt honum þá virð- ingu er skyldi? Því miður ekki. Því miður hafa alltof fáir skilið skyldur sínar gagnvart fánanum. Það má ekki eiga sér stað, að flaggað sé með skítugum, upplituðum og rifnum fána eða hann sé notaður í flögg á fiski- baujur, né nokkurs annars en hann er ætlaður. Þjóðfánann ber að draga upp á virðulegan iiátt og þegar við á. Þar á hann að blakta sem fagurt merki frelsis og menningar fullvalda ríkis, virtur og elskaðui- af öllum. H. G. 206 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.