Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Page 55
Ötull framfaramaður
í stjórn Fiskifél. Islands
Fyrir réttum 20 árum bar útgerðarmaður hér
í Reykjavík fram þá hugmynd í ítarlegri blaða-
grein, í einu af dagblöðum bæjarins, að ríkið
ætti að reisa og starfrækja síldarverksmiðjur
til hagsbóta fyrir útveginn og landið í heild.
Útgerðarmaður þessi vann síðan að því með
ýmsu móti að fá hugmynd sinni hrundið í fram-
kvæmd. Hann fékk marga góða menn til fylgis
við málið, þar á meðal Magnús heitinn Krist-
jánsson. Á Alþingi 1927 var samþykkt þings-
ályktunartillaga, sem Magnús bar fram, um
að ríkisstjórnin léti rannsaka kostnað við að
reisa síldarverksmiðju og gera áætlun um
rekstur hennar. Jóni Þorlákssyni var falinrann-
sóknin og lauk hann henni fljótt og vel. Árið
1928 voru samþykkt lög um að reisa fyrstu
verksmiðjuna og hóf hún vinnslu 1930. Síðast-
liðið ár unnu S. R. um 726 þúsund mál síldar
eða um 58% af allri bræðslusíld.
Mest hefur vinnsla S.R. á einu ári lcomizt
upp í 911 þúsund mál síldar.
S. 1. sumar tóku allar síldarverksmiðjur í
landinu á móti rúmum 1.260 þúsund málum.
Hinsvegar var ekki saltað meira af síld en
sem nam tæpum 50 þúsund rnálum.
Það hefði því ekki verið mikið um síldarút-
gei'ð s.l. sumar, ef útgerðin hefði þurft að
styðjast eingöngu við saltsíldina eins og áður
var.
Útflutningsverðmæti bræðslusíldarafurðanna
s.l. sumar nam ca. 88 miljónum króna.
Eg tel það hiklaust brautryðjendastarfi út-
gerðarmannsins að þakka, sem fyrir 20 árum
bar fram hugmynd sína um síldarverksmiðjur
ríkisins, að þessi upphæð er svo há, sem raun
ber vitni. Ef hans ráða hefði ekki við notið,
myndi hún hafa verið miklu lægri.
Þessi útgerðarmaður sagði, að síldin væri gull
íslendinga.
Þessi útgerðarmaður er sá hinn sami, sem
fyrstur ræktaði tómmata við jarðhita hér á
landi.
Sá er maður hinn sami, sem fyrstur gei’ði
grálúðuna, sem hér hafði oftast veiúð fleygt,
að verðmætri útflutningsvöru.
Sá er maður hinn sami, er byggði af eigin
]-ammleik með lánsfé stærstu hafskipabryggju
á Reykjanesskaga, þegar fjárhagur hans var
sem þrengstur og lánstraust mjög þrotið.
Sá er mað.ur hinn sami, sem einn núlifandi
íslendinga hefur gert út skip til fiskveiða við
Grænland og reist þar útgerðarhús.
VtKINGUR
Sá er maður hinn sami, sem ritaði um það
í Morgunblaðiðl938, að til viðreisnar atvinnu-
vegunum þyrfti að kaupa hundrað nýja vélbáta
inn í landið þegar í stað og tvöfalda afköst
síldarverksmiðjanna í landinu.
Sá er maður hinn sami, sem tókst, þrátt
fyrir innflutningshöft að flytja inn í landið ár-
ið 1939 fleiri góða mótorbáta en nokkrum
öðrum.
Sá er maður hinn sami, sem árið 1940 kom
sjálfur með nýtt skip, síðasta skipið, sem
fékkst hingað til lands, frá Norðurlöndum,
nokkrum dögum áður en siglingar þangað tept-
ust við, hernám Danmerkur og Noregs.
Sá er maður hinn sami, sem kom fyrstur
fram með tillögu um, að Fiskifélag íslands
kostaði unga, efnilega menn til Bandaríkjanna
og Japan til þess að kynnast nýjungum í fisk-
iðnaði þessara þjóða.
Sá er maður enn hinn sami, sem varð fyrir
aðkasti frá fyrrverandi íorseta Fiskifélags ís-
lands fyrir hugmynd sína um Síldarverksmiðj-
ur ríkisins. Forsetinn sagði á Fiskifélagsfundi,
þar sem rætt var um málið að Óskan Halldórs-
syni væri ekki nóg að fara sjálfur á hausinn á
sildarbraski, heldur vildi hann lika látið ríkið
fara sömu leiðina.
Þótt á ýmsu hafi oltið fyrir Óskari fjárhags-
lega, þá er ekki hægt að áfella hann fyrir það.
Því hjá útgerðinni hafa skipzt á skin og skugg-
ar eins og í flestu öðru.
I síðarta tölublaði Víkings er vikið nokki-
am miður vingjarnlegum orðum að Óskari, í
grein um Fiskifélagið, í sambandi við það, að
hann er einn þeirra. sem nú skipa stjóvi fé-
lagsins.
Eg er ekki á sama máli og greinarhöfundur
um þetta atrið' því að eg tel það happ fyrir
íslenzkan sjávarútveg, að Óskar skuli nú eiga
sæti í stjórn þeirrar stofnunar, sem sérstak-
lega er ætluð til eflingar og leiðbeininga-: út-
veginum.
Óskar hefur lengri og margþættari reynslu
í ýmsum greinum sjávarútvegsins, en flestir
aðrir. Hann er víðförull. Fljótur að koma auga
á það, sem að gagni má verða. Hann er allra
manna hugkvæmastur. Hann hefur ýmsu nyt-
sömu til vegar komið, sem hér er ótalið. Þótt
eitthvað megi finna honum til foráttu, eins og
öllum öðrum, þá er hann engu að síður, ágæt-
lega til þess fallinn að eiga sæti í stjórn Fiski-
félagsins, sem ætti, ef þar sitja hæfir menn, að
geta haft forustuna um stefnu og nýjungar í
sjávarútvegsmálum og njóta til þess stuðnings
sjómanna og útvegsmanna.
Sv. B.
207