Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 3
Uppdrátturinn gefur hug-
mynd um verkanir „Radar“.
Eimskipið, sem merkt er með x
er á leið til Kaupm.hafnar og
notar Radar. Hringmyndin á
að sýna það, sem skipið sér í
viðtækinu. Krossinn í miðju
hringsins táknar stað eim-
skipsins og umhverfis það í
vissri fjarlægð sézt strand-
iengjan, vitar, baujur og skip.
I raun og veru koma myndirn-
ar fram á skífu viðtækisins
eins og lýsandi deplar og línur,
þó ekki jafn greinilega og upp-
drátturinn sýnir, en með æf-
ingu má lesa úr þeim lögun
hlutanna í stórum dráttum.
LandskronaFyr
LousJ/ak Beje
Middelgrun den \
Trekroner ' , , . ,
o o FlakforTer
So/molm
þannig fyrir, að á vissum stöðum eru reistar
aðalstöðvar og a. m. k. tvær hjálpar- eða auka-
stöðvar með hverri aðalstöð. Hvert kerfi (3
stöðvar) er nú samstillt þannig, að allar stöðv-
arnar senda út merki á nákvæmlega sama
augnabliki, en á mismunandi öldulengdum. önn-
ur samstæða boglínanna myndast nú frá aðal-
stöðinni og annarri aukastöðinni, hin samstæð-
an frá aðalstöðinni og hinni aukastöðinni.
Hyperbólurnar verða í þessu sambandi boglínur,
sem tengja saman alla þá punkta, sem hafa
sama fjarlægðarmismun frá hvorum tveim
sendistöðvanna. Til leiðbeiningar er prentaður
hér uppdráttur af Ermasundi, þar sem sýndar
eru þrjár sendistöðvar í Englandi ásamt boglín-
um, sem út frá þeim ganga.
Mælar sýna stað skipsins og flugvélarinnar.
Hinar tvær samstæður radíómerkja, sem
stöðvarnar senda út, koma nú fram í viðtækjum
skipsins (eða flugvélarinnar). Viðtækin eru tvö,
annað grænt, hitt rautt. Á sjókortið eru prent-
aðar hinar tvær samstæður af tölusettum bog-
línum, önnur samstæðan með grænum lit, hin
með rauðum. Á viðtækjunum, sem nánast líta
út eins og rafmagnsmælar, eru skífur, sem sýna
á hverju augnabliki, í hvaða boglínu, grænni og
rauðri, skipið eða flugvélin eru stödd. Fjarlægð-
unum milli hverra tveggja lína í kortinu, er á
skífum viðtækisins skipt niður í hundruðustu
hluta, svo að stað skipsins er hægt að finna með
rnjög mikilli nákvæmni.*)
„Decca“ og „Loran“-kerfin munu í framtíð-
inni gjöra að veruleika aldagamla drauma 'allra
þeira, sem um höfin hafa siglt frá fyrstu tíð.
Með þeim verður hægt á augnabliki að finna
nákvæman stað skipsins, hvar sem er á jörð-
unni og á hvaða tíma dags sem er, og jafnt fyrir
það, þó ský og dimmviðri feli sólina eða aðra
himinhnetti sjónum manna. Skilyrðið er aðeins
það, að komið verði upp „Decca“- eða „Loran“-
sendistöðvum með hæfilegu millibili víðsvegar
á jörðunni, en það mun nú vera í athugun og
undirbúningi.
Við siglingar í þoku eða á þröngum siglinga-
leiðum mun „Decca“ einnig geta komið að
miklum notum, t. d. þar, sem um fastar, reglu-
bundnar ferðir skipa eða flugvéla er að ræðá,
og stuðlað mikið að því að koma í veg fyrir
árekstra. Hægt verður að sigla eftir ákveðinni
boglínu að eða frá einhverjum stað, og þar sem
urnferð er mikil, verður í dimmviðri, þar sem
*) Sem dæmi um nákvæltmi „Decca", er saga um
Lancaster-sprengjuflugvél, sem send var frá Englandi
til Amsterdam í Hollandi og átti að taka mynd af á-
kveðinni kirkju þar. Þess var stranglega gætt, að flug-
maðurinn gæti ekki séð út úr flugvélinni, og-einit mæli-
tækin, sem hann hafði til að staðákveða sig með, voru
„Decca“-tæki. Þegar mælarnir sýndu að hann væri
staddur yfir kirkjunni, tók hann myndina, og þegar
hún var framkölluð, var kirkjan í henni miðri.
VÍKINGUR
67