Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 7
Nokkrir sænskir fiskibátar hafa undanfarið v’erið keyptir hingað. Þeir eru léttari en íslenzku bátarnir og hafa annað byggingarlag. Eining hafa þeir létta yfirbyggingu og eru vafalaust miklu betri sjóskip en íslenzku bátarnir, auk þess sem þeir ganga betur með sama vélarafli. Þessir bátar fá ekki að ganga hér nema með því að setja í þá sver tré hér og þar bæði í yfir- byggingu og bol, sem auðvitað þyngir þá og gerir þá ósveigjanlega eintrjáninga eins og íslenzku bátana og þar með verri sjóskip en þeir voru upphaflega. Nýju varðbátarnir «ru, eins og áður er sagt, ávöxtur af margra ára reynslu hæfustu stofnana í skipabygg- ingum. Eigi að síður gæti ég trúað, að við hér heima þættumst vita betur og teldum þá ósjófæra nema að setja sver tré og járn hér og þar, sem auðvitað mundi þyngja þá og raska styrkleikahlutföllum og gera þá þar af leiðandi verri skip. Þetta hörmulega ástand hér hjá oss er ekki af því, að við ekki eigum góða fagmenn á þessu sviði, sem vilji endurbætur og framfarir, heldur af því, að þegar einhver kemur með eitthvað nýtt í þessum málum frá þeim þjóðum, sem reynsluna hafa, þá er það fordæmt hér heima og allt miðað við okkar eintrjáningssnfiíða- reglur. Gagnrýni og áróöur. Það hafa verið skiptar skoðanir um það, hvers kon- ar skip væru hentugust við landhelgisgæzlu hér við land. Hafa ýmsir sjómenn haldið því fram, að nýtízku togarar eða skip af þeirri stærð væru hentugust, og er það skiljanlegt, að sjómenn, sem vinna við landhelg- isgæzluna, kjósi frekar stór skip, þar sem hægt er að hafa stórar og góðar vistarverur fyrir skipverja, og yfirleitt fara hin stæri’i skip' betur með menn, einkum ef þau eru byggð fyrir meiri hraða en venjulegir tog- arar. En hinsvegar telja þeir, sem til þessara mála þekkja, að þjóðinni sé ofvaxið fjárhagslega að reka landhelgisgæzluna svo að í lagi sé með stórum varð- skipum. Varðbátarnir nýju eru, eins og tekið hefur verið fram, léttbyggð skipategund, og er því ýmislegt þar rýrara og öðru vísi fyrir komið en, við eigum hér að venjast. Fyrst beindist gagnrýnin á bátana að íbúðum skip- verja. Voru þær taldar óhentugar. Var þá sýnt fram á, að áætlun væri um að breyta þeim þannig, að þær yrðu vel við unandi. Þá var það, að bátarnir væru veik- byggðii- og óhæfir þess vegna. Þá var á það bent, að tryggingariðgjöld fyrir þá væru nálega helmingi minni en t. d. fyrir Ægi, hvort tveggja hjá sama vátryggingarfélagi. Var þá fullyrt, að bátarnir tækju svo rnikinn sjó yfir, að þeir af þeim sökum væru óhæfir, og við það sat, þar til einn bátur- inn fór reynsluferð til Isafjarðar. Þá sýndi það sig, að báturinn tók engan sjó á sig, þrátt fyrir það að veður var svo vont, að stærri skip gátu ekki haldið á- fram á sömu slóðum, og báturinn fór til ísafjarðar á skemmri. tíma en nokkurt annað íslenzkt skip hefði get- að gert í því veðri, Eftir þessa ferð bátsins var því slegið föstu, að bátarnir væru ónothæfir af því, hvað þeir væru órólegir í vondu veðri. En hvar finnst það 140 smálesta skip, sem hreyfist ekki, þegar farið er með 11—12 rnílna hraða móti sjó og vindi, þegar önn- ur skip geta ekki haldið áfram vegna veðurs? Ég álít, að báturinn hafi í þessari ferð glögglega sýnt yfir- burði hinna léttbyggðu skipa með því að geta haldið áfram. Þessar óánægjuraddir með bátana hefðu fljótlega þagnað, þegar sjómenn fóru að venjast þeim, ef dag- blöðin hefðu rætt málið með rökum í stað þess að taka einhliða afstöðu með óánægjunni. Ég hef langa og mikla reynslu af því hvernig slík einhliða afstaða get- ur tendrað stórt bál úr litlum neista, og vil leyfa mér að nefna fá dæmi af mörgum. Þegar ákveðið var að byggja Esju, var hafinn áróður til að hindra það. Hið væntanlega slcip og ég vorum þá kölluð ýmsum nöfnum, sem ekki eru hafandi eftir. Þegar svo Esja kom var skipið mikið frábrugðið því sem áður hafði sézt hér, og var hafinn illvígur áróður og gagnrýni á skipið, sem sjálfsagt hefði fengið híjóm- grunn hefði stríðið ekki verið skollið á, og menn þess- vegna haft öðrum hnöppum að hneppa. Þegar svo mikið var orðið af tundurduflum hér við land, að siglingar voru komnar að því að stöðvast, beitti ég mér fyrir því, að hafizt væri handa um að eyðileggja duflin. Var þá hafinn áróður til þess að hætt yrði við þetta uppátæki, eins og- það var kallað. Það var talið of hættusamt fyrir þá menn, sem við slíkt fengust, og ef slys hefðu viljað til, hefði ég sjálf- sag't verið talinn valdur að því eða eitthvað í þá átt. En af því að blöðin máttu ekki skrifa um hernaðar- mál, gátu þau ekki tekið undir áróðurinn, og það bjargaði málinu. Ef þau hátt á annað þúsund tundur- dufl, sem búið er að eyðileggja, hefðu fengið að fljóta í næði meðfram ströndum landsins, er ekki ólíklegt, að hin sorglegu töp vor á skipum og mannslífum hefðu orðið fleiri en þau voru. A. m. k. er það víst, að „uppá- tækið“ sparaði sjáanlega stórfé í lækkuðum vátrygg- ingagjöldum. Síðastliðið sumar bilaði dráttarbraut slippsins. Ekk- ert slys vildi til á mönnum, en hafnar voru ákafar ái'ásir í þessu sambandi á forystumenn fyrirtækisins og það jafnvel gefið í skyn, að þeir hefðu gert morð- tilraun við verkamennina. Nefnd var sett í málinu, og var ákveðið, að ekki mætti taka upp í dráttarbrautina stærri skip en 500 lesta eigin þunga, en það þýddi, að ekki var hægt að taka á land strandferðaskipin og Ægi. Strandferðaskipin sigla með mörg hundruð farþega í hverri ferð, og má segja, að lífi þeirra hafi verið teflt í hættu með því að fyrirbyggja, að hægt væri að taka þau upp í dráttarbraut á hæfilegum tíma til eftirlits og aðgerða, og víst er það, að mörg hundruð af ver- tíðarfólki komst ekki leiðar sinnar á réttum tíma, af því að senda varð Esju til útlanda til þess að koma henni á dráttarbraut. Þar sem svo mikið var í húfi, hefði auðvitað átt að gera við dráttarbrautina og nota hana til bráðabirgða, þar til nýrri varð komið upp, og það hefði sjálfsagt verið gcrt, ef árásir hefðu ekki verið hafnar á þann hátt, sem gert var. Þess var ekki að vænta, að þeir sem málinu réðu, legðu til, að gert yrði við dráttarbrautina, því að ef eitthvað hefði komið fyrir, hefðu þeir að sjálfsögðu verið húðflettir í ræðu og riti. Hin stefnan var hættulaus fyrir þá, enda þótt það skaðaði landið um stórfé, og skapaði margfalda Iiættu á móts við þá, sem verið var að forðast. Engin hætta var á, að gagnrýnin beindist að því, sem látið V I K I N G L) R 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.