Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 8
var ógert. Það er aldrei eða næstum aldrei gert hér. Ég hef drepið á þetta hér til þess að minna á, hversu það er óheppilegt, þegar gagnrýni og áróðri er beitt, eins og oft vill brenna við hér á landi, og það er ein- mitt á þann hátt, sem verið er að vekja upp draug í aambandi við nýju varðbátana, og ef sá draugur sigr- ar, munu þau lang-hraðskreiðustu varðskip, sem hing- að hafa komið, liggja í höfn, meðan togarar sópa fisk- inum úr landhelgi og eyðileggja veiðarfæri landsmanna. Nothæfni varöbátanna. Togarar fiska yfirleitt ekki í landhelgi nema því að- eins, að þeir hafi fengið þær fregnir af varðskipunum, scm benda til þess, að ekki verði komið að þeim óvör- um. Ef varðskipin eru stór, eiga togarar létt með að fylgjast með ferðum þeirra, en séu þau hinsvegar lítil, verður það miklu erfiðara. Og sé landhelgin varin með mörgum smáum, hraðskreiðum varðskipum, geta togar- ar búizt við þeim á hverri stund og verða þess vegna afhuga landhelgisveiðum, en það er einmitt markmið landhelgisgæzlunnar. Ég er þess fullviss, að varðbát- arnir eru mjög heppilegir til landhelgisgæzlu, fyrst og fremst vegna hins mikla hraða. Togarar hafa enga möguleika til að sleppa frá þeim og þora því ekki að fiska í landhelgi á þeim svæðum, þar sem slikir bátar eru staðbundnir. Við síldarleit eru bátarnir mjög heppi- legir. Einn slíkur bátur getur farið á skömmum tíma yfir allt síldarsvæðið, og ef hann hefur hringsjá (rad- ar), getur hann séð síldartorfur í tíu mílna fjarlægð þrátt fyrir þoku og náttmyrkur, eða þegar síldarleit- arflugvélar geta ekki verið á lofti. Hin svonefnda björgunarstarfsemi er, eins og nú er komið, aðallega í því fólgin að draga til lands fiski- báta með bilaða vél, en það getur vitanlega hver góður fiskibátur gert. Hinsvegar er ekki hægt að verja land- helgina, svo að í lagi sé, með venjulegum fiskibátum. Ég kom með þá uppástungu 1934 að láta varðbátana annast bjöi'gunarstarfsemi jafnframt landhelgisgæzl- unni, taldi, að annað yrði ekki fært vegna kostnaðar. Þetta mætti þá mikilli mótspyrnu, og hefui' ætíð mætt siðan frá ýmsum hliðum þar til nú, að hinir nýju varð- bátar komu, þá virðast allir sammála um, að svo skuli vera, og er gott til þess að vita. Varðbátarnir hafa ekki dráttarskrúfu, og er því hætt við, að fiskibátar þoli ekki þann hraða, sein þeir hafa, en með því að skipta um skrúfu á þeim er sjálfsagt hægt að draga fiskibáta á þeim eins og á öðrum bátum, og mun reynslan skera úr því. Ég hef alltaf haldið því fram og geri enn, að þegar byggð verða varðskip, þarf að gera ráð fyrir, að þau verði jafnframt björgunarskip, og tel ég það geta vel farið saman, þegar skipið er byggt með hliðsjón af þessu. Hinsvegar mun hæpið að fá skip tilbúin, sem eru jafngóð til hvors tveggja. Af þessu tvennur er auðvitað hæfni til landhelgisgæzlu þýðingarmest, af því að eins og áður er bent á, geta og eiga fiskibátar að hjálpa hver ööðrum til lands. Fyrii-spurn mun fram komin á Alþingi um það, hvort varðbátarnir muni „duga“. Er þessi fyrirspurn sjálfsagt til orðin sem bein undirtekt við hinn órök- studda áróður, sem getið hefur verið um hér að framan. En auðvitað „duga“ bátarnir, á því getur enginn vafi verið, eða hvers vegna ættu skip, sem talin eru með heppilegustu varðskipum meðal annara þjóða ekki að hæfa hér? En hitt er annað mál, hvort vér hér heima getum fellt oss við þessa gerð skipa eða hraðskreið skip yfirleitt. Landhelgisgæzlan snei'tir ætíð mikið hagsmuni þeirra þjóða, sem eiga fiskiskip hér við land, og er því við- kvæmt utanríkismál. Þess vegna er nauðsynlegt, að landhelgisgæzlan sé rekin á þann hátt, að sem minnst- ir árekstrar verði, sem valdið geti tortryggni á með- ferð vorri á þessum málum. Falbyssur, skotfæri og ýmislegt annað, sem þarf til varðskipanna, verðum við að fá frá öðrum þjóðum, og yfirleitt er það svo, að við getum ekki rekið sjálfstæða landhelgisgæzlu og því síður vænzt þess að fá landhelgina stækkaða, nema með velviljuðum skilningi annarra þjóða, og þá fyrst og fremst Breta, sem hafa látið þessi mál mest til sín taka, enda hafa þeir mestra hagsmuna að gæta. Brezk stjórni- arvöld hafa á ýmsan hátt sýnt oss þennan vilviljaða skilning, og má í því sambandi minna á, að allan þann tíma, sem brezki sjóherinn hafði hér bækistöðvar, var landhelgisgæzlan rekin sjálfstætt undir íslenzkri stjórn, og sýndi brezki sjóherinn lofsverðan skilning á aðstöðu vorri og vilja til að leysa úr hinum ýmsu vandamálum út frá íslenzkum sjónarmiðum, og sem framhald af þessum góða skilningi voru hinir nýju varðbátar látnir oss í té. Höfum vér ráð á að slá á framrétta hönd hins stóra bróður og kalla ýmsum háðungarnöfnum þau skip, sem fræg eru orðin undir stjórn manna úr brezka sjóhernum? Reykjavík, 1. febr. ’46 jPálmi Loftsson. 72 V I K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.