Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 12
kominn með höfuð og- herðar upp úr klefagat- inu, nam hann skyndilega staðar, hrökk við og setti hönd fyrir augu. Og svo stóð úr honum strokan: — Herrann Jesús miskunni mér! Sjáið þið nú helvízka frönsku skonnortuna, sem kemur brun- andi hérna á okkur með topp og bram og galíón undir góssi! Augnabliksstanz. Síðan: — Guð í himninum setji mig stöðugan! Er þetta þá ekki tunglið! ★ Sjómenn eru margir veðurglöggir, og ef til vill voru þeir það ennþá frekar áður fyrr, þegar hvorki var loftþyngdarmælir né veðurspár og skip öll lélegri en nú, bæði minniogverrbúin. Þá voru og sumir með afbrlgðum ratvísir, þurftu varla að líta á áttavita, hvað þá sjókort. Gömlu skútuskipstjórarnir vestra hugðu að stjörnum og þekktu sjólag fyrir nesjum, og ef þeir sáu rifa í klettanef eða tind, einhvers staðar á svæð- inu frá Horni að Látrabjargi, þá var þeim sos- um borgið um staðarákvörðun. En til voru sjó- menn, og eru sjálfsagt til enn þann dag í dag, sem veittist mjög erfitt að átta sig þegar nokk- uð kom út fyrir það svæði, sem þeir þekktu eins vel og hlaðið heima hjá sér, en fáir rnuiiu samt hafa ruglazt svo í ríminu, strax og þeir voru.komnir á ókunnar slóðir — eins og sá, sem ég ætla að segja ykkur af eina skrítlu: Skip það, sem hann var háseti á, var statt suður á Breiðaflóa — eða nánar til tekið suður á svokölluðum Flaka. Hásetanum var sagt að fara ofan í lest og hringa þar niður kaðal mik- inn, sem verið hafði í notkun. Manninum dvald- ist nokkuð við þetta verk, og datt stýrimanni í hug að athuga um liann. Hann leit svo niður í lestina. Sá hann þá, að hásetinn var að ljúka við að skjóta upp trossunni — eins og það er kallað, en hafði hringað hana niður í móti en ekki með sól. Þá kallaði stýrimaður hastur í máli: — Alveg er ég steinhissa á þér, Jón, manni, sem búinn er að vera jafnmörg árin til sjós — að þú skulir nú skjóta upp trossunni rangsælis! Hinn leit upp og gall við hinn reiðasti: — Hvernig í andskotanum á ég að vita, hvernig sólin gengur — suður í Bugt og niðri í lest ?! ★ í grein þessari hef ég sagt sögukorn, sem sýna það glögglega, hve vel sjávarhljóðið læt- ur í eyrum gamalla sjómanna. Seinasta sagan, sem ég segi að þessu sinni, fjallar einnig um löðun sjávarins: Gamall formaður var á leið á sjó snemma morguns. Hann hafði látið setja bátinn fram undir flæðarmál, en brim var allmikið, og aðrir, Hinn 14. marz síðastliðinn varð Halldór Frið- riksson, skipstjóri í Hafnarfirði, 75 ára. Halldór er fæddur í Bjarneyjum á Breiða- firði 14. marz 1871. Hann gekk í Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan vorið 1897. Skömmu síðar hófst skipstjóraferill Hall- dórs. Var hann með þilskip bæði frá Hafnar- firði, Reykjavík og Flatey á Breiðafirði, sam- tals í 25 ár. Halldór þótti traustur og góður skipstjóri. Hann á nú heima í Hafnarfirði. sem réru úr veiðistöðinni, töldu veður versn- andi og meira að segja þegar orðið illfært fram úr vörinni. Sumir höfðu ekki hreyft báta sína, en aðrir látið hrinda þeim fram að flæðarmáli — og síðan beðið þar stundarkorn, en lolcs orðið afhuga sjóferð og látið setja bátana í hróf. Svo var það, að ský dró frá sólu, og stafaði hún snöggvast geislum á brimgarðinn. Þá sagði formaðurinn gamli: — Sjáið þið, piltar! Nú brosir mér bára! Víst skulum við róa, og munum við hljóta góðan afla og lendingu! Sagan segir, að menn hans hafi hlýtt honum að vanda, og hafi bátur og menn komizt heilu og höldnu fram úr brimgarðinum. En um kvöld- ið komu þeir ekki að landi, og enginn hefur séð þá eða bátinn síðan. En þess vildi ég óska íslenzkum sjómönnum, að þeir búi við svo mikið öryggi í framtíðinni, að þeim fyrir þær sakir megi brosa hver bára, þegar þeir leggja á djúpið til fanga, hvort sem þeir eru fardrengir eða fiskimenn. Guðm. G. Hagalín. 76 V I K i N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.