Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 13
Fjólmundur Karlsson: GRÍMSEY I ræðum og ritum er mikið rætt um verklegar framkvæmdir í bæjum og þorpum umhverfis landið, svo sem hafnir, raforkuver o. fl. Ef ég man rétt, heyrði ég í þingfréttum í vetur að veittur væri stvrkur til lendingabóta í Grímsey, gegn jafn stóru framlagi hrepps eða sýslu. Flestir landsmenn hljóta að kannast við Grímsey, þótt þeir viti ef til vill ekki mikið um atvinnulíf fólksins þar og þá góðu aðstöðu, sem þar er til síld- og þorskveiða. Mætti vera að skrif þetta gæti orðið til þess að þessari litlu eyju, sem liggur hálf í Norður-íshafi, væri gef- inn frekari gaumur. Það sézt á kvæðinu : ,,Þú varst fyrr af mönnum metin meir en eyðisker", að fyrr á tímum hefur Grímsey ekki verið svo lítils rnetin. Annars má telja staðnum margt til gæða, enda þótt lítið hafi verið gert til að auka þar þægindi og afkomumöguleika. Þorskveiðiflotinn í Grímsey er nú sem stend- ur 15 npnir trillubátar. Þessa báta er ekki, vegna slæmrar hafnar, hægt að gera út nema bezta tíma ársins, eða bezta tíma sumarsins öllu heldur. Lítið er þar róið með línu, en mest með hand- færi, og þá 2—3 menn á hverjum báti. Þó liafa verið þar litlir dekkbátar nokkrar vertíðir, en af áðurnefndum ástæðum gengið erfitt með þá. Á síðastliðnu ári skeði sá stóri atburður í atvinnulífi eyjarbúa, að hraðfrystihús tók þar til starfa. Mun það verða til stóreflingar þorsk- veiðinni þar. Á undanförnum árum hefur beituskortur hamlað mjög veiðum Grímseyinga, einkum á vorin. Oft hafa þá trillurnar skipzt á um að sækja beitu til Akureyrar, en það er rúmlega sjö stunda ferð hvora leið. Á síðastliðnu sumri tók frystihúsið síld til geymslu, og falla þá niður hinar erfiðu beitu- ferðir á opnum smábátum til Akureyrar. Miklir erfiðleikar hafa verið við að koma fisk- inum frá sér, en á síðastliðnu ári var allur fisk- ur hraðfrystur og sparaði það þá miklu vinnu, sem sjómennirnir sjálfir hafa orðið að leggja Höfnin í Grímsey. í að fletja og salta, en það urðu þeir að gera áður. f sumar var frekar tregur fiskur. Þó munu hafa fiskast þar um 130 tonn af flökum, en það er yfir 300 tonn af slægðum fiski. Á þessum tölum sézt, að það, sem þessir 15 opnu trillubátar fiska, með 2—3 manna áhöfn. og einungis á færi, er hreint ekki svo lítið. Þó gæti það orðið margfalt meira ef hægt væri að gera bátana út allt árið og ef þeir væru stærri og fleiri, en á því eru litlir möguleikar, nema að höfnin verði bætt. Mér er ekki kunnugt um, hvort sérfróðir menn hafa skoðað hafnarskilyrði í Grímsey, en smábátahöfn mun vera hægt að gera þar prýði- lega. Ég skrifa smábátahöfn, af því ég hef svo takmarkað vit á hafnarskilyrðum, en læt fylgja hér myndir af Sandvikinni, sem er aðallend- ingarstaðurinn. Ég hef ekki trú á öðru en að hinir ráðandi menn þjóðarinnar vinni að eflingu sjávarút- vegsins í Grímsey sem annarsstaðar. Og allir vita hver nauðsyn okkur er að efla og auka framleiðslu okkar á sjávarafurðunum, sem er aðal útflutningsvara okkar íslendinga. í Grímsey mundi skapast prýðileg aðstaða til síldarsöltunar ef þar væri sæmileg höfn. Is- lenzkir sjómenn, sem hafa stundað síldveiði við eyna, geta gert sér í hugarlund hve heppilegt væri að geta lagt upp í söltun í Grímsey. Og síldarmatsmenn hljóta að koma auga á, að síld, sem er svo að segja spriklandi úr sjónum, V í K I N □ U R 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.