Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 17
Einar Stefánsson:
JÓN ÞORSTEINSSON,
skipstjóri í Marstal
Ég- skrapp um áramótin til Kaupmannahafn-
ar til að hitta son minn, sem ég hafði ekki séð
í 6^4 ár. Og þegar ég var kominn til Hafnar,
langaði mig að fara suður til Marstal, þar sem
ég fyrir 37 árum síðan hafði gengið á stýri-
mannaskóla, og hitta þar venzlafólk og gamla
kunningja. Meðal þeirra, sem ég hitti þar, var
skólastjóri minn, hr. Frederik Hansen, nú kom-
inn á níræðisaldur, og gamall vinur minn, Jón
Þorsteinsson skipstjóri. Ég varð því meira hissa
á að hitta hann, að rétt fyrir stríðið sagði mér
skipstjóri frá- Marstal að hann væri dauður og
þótti mér það mjög trúlegt, þar eð ég vissi
að hann hlaut að vera háaldraður maður. Ég
heimsótti Jón á Elliheimilið þar sem hann dvel-
ur nú, og bað hann að segja mér eitthvað um
fyrri æfi sína. Jón var glaður og hress og hló
dátt eins og áður.
Jón er fæddur að Kollafjarðarnesi í Stranda-
sýslu 26. ágúst 1859. Kornungum er honum
komið í fóstur að Skriðnesenni í sömu sveit.
Þar elst hann upp til 18 ára aldurs, að hann
flyzt að Kjörvogi í Reykjarfirði, þar sem for-
eldrar hans bjuggu þá, Herdís Jónsdóttir prests
á Undirfelli í Vatnsdal og Þorsteinn Þorleifsson
frá Hjallalandi í sömu sveit. Jón ólst upp við
álíka kjör og flestir unglingar á þeim árum,
bæði við landbúnað og sjósókn. Hafði hann t.d.
stundað svo lengi hákarlaveiðar á opnum bát-
um, að hann varð kornungur formaður á dekk-
bát á hákarlaveiðum. Var það á bát sem Jakob
heitinn Thorarensen, kaupmaður á Reykjafirði
átti. Eftir það kemst Jón til Flateyrar í önund-
arfirði og stundar þar hákarlaveiðar í tvö sum-
ur, en veturinn þar á milli notar hann til að fá
tilsögn í sjómannafræði hjá Helga Andréssyni
skipstjóra þar.
Þegar Jón var 25 ára gamall drukknar faðir
hans ásamt fleiri bændum úr nágrenninu. Voru
þeir í kaupstaðarferð á leiðinni frá Skagaströnd
til Reykjafjarðar. Var Jón þá elztur bræðra
sinna, sem heima voru.
Árið 1887, þegar Jón er 28 ára gamall, liggur
um haustið á Reykjafirði ein af hinum alkunnu
Marstalsskonnortum, sem þekktar voru þá í
öllum höfnum beggja megin Atlantshafsins, um
vesturhluta Miðjarðarhafsins, um Norður- og
Austursjóinn og uppi í Hvítahafi. Með þessari
skútu tók Jón sér far til útlanda, með það fyrir
augum að gerast farmaður. Hann verður svo
farmaður, gengur á stýrimannaskóla í Marstal,
tekur þar próf, verður stýrimaður og svo skip-
stjóri, fyrst ferð og ferð í forföllum annara, eins
og gengur og gerist. En árið 1900 verður hann
skipstjóri á þrísigldu skonnortunni „Harris“ frá
Marstal og sigldi eins og aðrir hingað og þang-
að um áðurnefnd svæði, m. a. tvisvar til íslands.
Því skipi stjórnaði Jón í 14 ár. Árið 1914 kaupir
hann litla fore and aft skonnortu, sem þá tíðk-
aðist mjög meðal eldri skipstjóra. Var það sjálf-
stæðisþráin, sem knúði þá til þess. Þeim þótti
mest í varið að vera sjálfstæðir og þurfa ekki
að sækja fyrirskipanir sínar til annara, jafnvel
þó að þeir settu eigur sínar í hættu með því,
og hefðu verra skiprúm. Árið 1917 er Jón stadd-
ur hér í Reykjavík á skipi sínu „Pamba af
Marstal" og er það eina skiptið, sem ég veit til
að liingað hafi komið íslenzkur skipstjóri á
dönsku kaupfari, sem hann átti sjálfur. Jón
lileður hér lýsi til Björgvinjar í Noregi, en með-
an Jón er á leiðinni út, kemst móttakandi lýsis-
ins í ónáð hjá Bretum og verður það til þess að,
V í K I N □ U R
□ 1