Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 19
Ölafur Magnússon: Annðll síldveiðanna •f Úmw tílat^Mutnut pAkiwamMnA Upphafsorð. Liðna árið hefur verið stórviðburðaríkt í sögu um- heimsins og íslenzku þjóðarinnar. Annáll þess hlýtui' að verða óvenjulega efnisríkur og fyrirferðamikill. Þar er getið um suma hina stórkostlegustu viðburði, sem átt hafa sér stað frá því heimur byggðist. Hér heima hef- ur einnig ýmislegt skeð á liðnu ári, sem tíðindum sætir. — o — Mánuðir eru liðnir síðan hinn óheppni síldveiðifloti hætti starfi að þessu sinni og sigldi til heimahafna. Þó hafa allmörg skip stundað reknetaveiðar norðanlands og sunnan langt fram á haust, og það með mjög góðum á- rangri. En flestöll stærri skip fiskiflotans hafa legið bundin og liggja sum enn í dag. Allt hefur verið gert undanfarin ár af útgerðarmanna hálfu, til að búa sildveiðiskipin sem bezt úr garði, og í engu til sparað svo að þau næðu sem mestum og beztum afla. Mörg skip hafa nú orðið tvær herpinætur, grunn- nót og djúpnót, sem við köllum svo. Grunnætur eru 18 til 22 faðma djúpar og 100 til 130 faðmalangar. Þæreru notaðar til veiðanna þegar síld stendur á grunnu vatni. Djúpnætur eru 30 til 38 faðma djúpar, 150 til 180 faðma langar, og eru þær því, vegna stærðarhlutfalla, ekki nothæfar á grunnu vatni, nema þar sem botn er góður, því oft er kostnaðarsamt að rífa nætur í botni. Getur það haft í för með sér eyðilagða veiðiför, enn- fremur er dýrt að gera við nætur. Stærsta hættan liggur þó í því, að nótin éyðileggist alveg; er þá ver farið, en heima setið. Þessar stærri nætur hafa oft borið góða veiði að skipssíðu. Náðst hefir úr slíkri nót í einu kasti allt að 1500 mál. Er það mikill og dýrmætur fengur. Nokkur ár eru liðin síðan einstaka skip fór að nota vélar í nótabátana, og hefur sú raun á orðið, að það hefur gefist vel, enda er þeim ört fjölgandi, sem það gera. Spil eru ennfremur tengd við þessar vélar, til þess að draga saman næturnar. Er því nú orðið aðeins eitt eftir, sem nýbreytni heyrir til, og það er renna, sem nótin rennur út í, í stað rúllu, sem henni er snúið út á. Þó mun eitt skip hafa notað þetta í sumar.. Það mun ekki líða langur tími þar til allar þessar nýjungar verða teknar upp við síldveiðar okkar al- mennt, og hið vélræna notað til léttis mannshöndinni. Um leið mun hraði og afköst aukast að stórum mun, en seinagangurinn og þrældómurinn hverfur að miklu leyti, og púlsklárinn hverfur alveg úr sögu. í stað þess þarf að koma við tækni hinna fullkomnustu vísinda, til þess að margfalda afköstin. Byrjunin er góð og hefur breytt mörgu til bóta, en margt mun koma á næstu árum, sem eykur hæfni skipa til fiskiveiða og bætir afköst skips- hafna. Skipin sjálf verða búin betri tækjum, sem gera bæði sjómönnum og útgei'ðarmönnum léttara fyrir. Með fullkomnari hagnýtingu hráefnisins batnar afkoma útgerðarinnar stórum. Rannsóknir. Eitt þýðingarmesta málið, sem nú krefst aðgerða og úrlausnar, er nákvæm, árleg rannsókn á fiskigöngum yfir höfuð og lífsskilyrðum fiskanna. Hvað sildina snertir, er það mest aðkallandi, að geta fært gild rök að því, hverjir lifnaðarhættir hennar eru og hvernig göngum hennar er háttað. í því sam- bandi verður að svara mörgum spurningum. Þar á meðal eru þessar: 1. Hvaðan kemur sildin, hvenær og hvert fer hún? 2. Hver er bezta fæða síldarinnar og hver eru beztu lífsskilyrði átunnar? 3. Hafa straumar, stormar og sjávarhiti áhrif á síldarátu og síldargöngur? 4. Hvernig verður fundið dýpi síldartorfanna í sjón- um? 5. Hvaða veiðarfæri verða happasælust til síldveið- anna? Á þennan hátt mætti lengi spyrja, en mér er nær að halda að dráttur geti orðið á réttum svörum, sem von er, því vísindaleg þekking á þessu sviði er mjög skammt á veg komin. Má heita, að slíkt sé á byi'junarstigi hjá okk- ur, enda er stórfelldur skortur á tæknilegri aðstöðu til að leysa það verk vel af hendi. Fyrsta og sjálfsagðasta skilyrðið er gott og vel útbúið skip, sem gert er sérstak- lega til að vinna að fisk- og hafrannsóknum. Þeir tímar nýsköpunar og athafna, sem nú standa yfir, kalla í raun og veru á stórt, sterkbyggt og vandað hafrannsókna- skip, sem hægt væri að nota til að leita uppi fiski- banka, hvort heldur um skamman veg eða langan. Skip þetta þarf að geta boðið áhöfn heilbrigða og góða aðbúð. Það þarf að vera fært um að heyja baráttuna við Ægi, án þess að hlaupa í felur eða skjól í hvert .skipti sem Kári karl þeytir úr sér roku. Þá fyrst er þess nokkur von að þetta skip geti skilað dýrmætum árangri og orðið arðgjafi sjávarútvegs íslendinga. Ef vanur síldarmaður með margra ára þekkingu úr skóla fiskiveiðanna, ætti að svara spurningum þeim, V í K I N □ U R B3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.