Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 20
sem fram var varpað, mundu svörin verða eitthvað á þessa leið: Fyrsta spurning. Síldin hér við strendur landsins hefur skipt sér í tvennt, með mjög ljósum marka-línum, bæði hvað snertir stöðu í sjónum, eðli allt og einkenni. Annars vegar er Norðurlandssíldin, herpinótasíldin, sumarsíldin. Hins- vegar er Suðurlandssíldin, reknetasíldin, vor- sumar- og haustsíld. Hin fyrri er eftirsótt af flestum þjóðum heims, sem kunna að meta gæði hennar og fæðugildi, hin síðari minna þekkt á mörkuðum heimsins, enda ekki sambærileg við hina síldina hvað fitu snertir. Þó má vel vera að finnast kunni þeir markaðir, þar sem selja mætti Suðurlandssíldina sæmilegu verði. Allir síldveiðimenn munu vera nokkurn veginn sam- mála um það, að Norðurlandssíldin hefji göngur sínar upp að ströndinni á svipuðum tíma vor hvert, þótt dá- lítið kunni það að vera breytilegt. Hefst þá líf og fjör á yfirborði hafsins, truflun kemst á ýmsar fiskVeiðar og átan breiðist smám saman yfir sjóinn meðfram ströndinni, þessi lífvera, sem að lokum lokkar hinn mikla nytjafisk upp á yfirborðið. Göngutími síldarinnar mun í flestum tilfellum vera í maí, þótt straumar, sjávarhiti og veðurfar kunni að hafa þar á nokkur áhrif. Burtfarartími hennar er að jafnaði í september eða október, þótt oft verði eftir ein- hver slæðingur inn til fjarða. Síld sézt á hverju vori synda í stórum breiðum á út- hafinu, t. d. milli Færeyja og íslands. Úr þessu ferða- lagi síldarinnar fæst væntanlega brátt skorið með síld- armerkingum og rannsóknum úthafsins. Verður þá hægt að svara nákvæmlega fyrstu spurningunni. Önnur spurning. Við síldveiðimenn höfum margra ára reynslu fyrir því, að rauðátan er bezta fæða síldarinnar, ef við eigum að dæma eftir spekt og síldarmagni. Aldrei er eins gott að veiða síld, eins og þegar hún er í mikilli rauðátu. Aftur á móti er ljósáta og grænáta sú fæða, sem veldur truflunum og gerir veiðina örðugri en ella. Lífsskilyrði átunnar eru vafalaust að mestu leyti tengd hitamagni sjávarins. Skortir nákvæmar rannsókn- ir á því, hver er kjörhiti átunnar. Þriðja spurning. Það er mér fyrir löngu orðið ljóst, að straumar hafa mikil áhrif á síldarátu og síldargöngur. Hinir tveir sterku straumar, er liggja hér að landi voru, gegna því hlutverki að blanda sjóinn við landið, líkt og þegar við blöndum baðvatn í kerlaug. Það er sannfæring mín, að sjávarblöndun þessi hafi mjög mikil áhrif á allar fisk- veiðar okkar og þá ekki síst síldveiðarnar. Sé Gdlf- straumurinn of sterkur fyrir—Norðurlandi á sumrin, verður hiti sjávarins nálægt yfirborði of mikill. Kjör- hiti átu og síldar er þá allmiklu lægri. Veldur þetta aflabresti, ef mikil brögð eru að. Reynsla mín bendir til þess, að bezta og hentugasta hitastig sjávar um síld- veiðitímann sé 5%—7 stig. Mun það varla bregðast, að áta sjáist og síld vaði mjög mikið, ef sjávarhitinn er þessi. Fullyrði ég, að hiti sjávarins ráði mestu um átu og göngu síldar, og þar með aflamagn við Norðurland. Vindur mun einnig hafa nokkur áhrif á göngu átu og síldar. Átan berst undan vindinum, og ráða stormar því nokkru um stefnu hennar. Fjórða spurning. Þegar svo illa tekst til, að hitastig sjávarins við yfir- borðið er annað tveggja ofan eða neðan við það sem hentugt má telja, vandast málið. Þá kemur til kasta nýj- ustu vísinda og fullkomnustu tækni, að finna hinn mikla nytjafisk, hópstöðu hans í sjónum. Nauðsyn ber til að koma upp tækjum, sem geta ákveðið nákvæmlega, á hve miklu dýpi síldin er og sagt til um torfutakmörkin, svo að veiði geti haldist eftir sem áður, þótt ekki vaði síld á yfirborði sjávar. Víst er um það, að sjórinn er ekki allur með sama hitastigi, og' því finnanleg belti, sem sýna hinn rétta og ákjósanlega hita. Má ætla, að þar séu lífsskilyrði átu og síldar hin beztu. Fimmta spurning. Ég hefi minnst á það áður, í grein er ég' ritaði í Morgunblaðið í vor, hversu frændur okkar, Norðmenn og Svíar, hafa hagnýtt lóðið við síldarleit, og orðlengiég ekki um það hér. Þess má þó geta, að þeir nota til þess- arar leitar eins punds lóð með örmjóum vír. Hefur það gefist allvel. Þá höfum við sagnir af því, að bergmáls- dýptarmælir hafi verið notaður til síldarleitar, með góðum árangri. Þarf naumast að efa það, að tæknin er fær um að leysa þetta vandamál á skömmum tíma, Margra ára reynsla hefur sýnt það og sannað, að heppilegasta og fengsælasta veiðarfærið er herpinótin. Þó vil ég drepa hér lítillega á annað veiðarfæri, sem ýmsa dreymir um að orðið geti til stórnytja. Það er síldartrollið. Þær fáu tilraunir , sem hér hafa verið gerðar með síldartroll, hafa engan árangur borið enn sem komið er. Að mínu áliti liggja til þess eðlilegar orsakir. Or- sakirnar eru einkum þær, að enginn þaulvanur maður þessari veiðiaðferð hefur framkvæmt tilraunirnar. Þær hafa allar verið af vanefnum og kunnáttuleysi gerðar. Sumir hafa viljað fá erlendan kunnáttumann frá þeim löndum, þar sem veiði þessi er stunduð, til þess að gera tilraunir hér við land og kenna okkur íslending- um. Aðrir, þar á meðal ég, eru því mótfallnir af eftir- töldum ástæðum: Erlendur skipstjóri, sem stundað hef- ui' veiði með síldartroll við heimaströnd sína, t. d. Sví- þjóð, þekkir vel alla staðhætti þar, strauma, vinda og alla aðstöðu til síldveiða, dýpi, botnlag o. s. frv. En þeg- ar hann kemur mörgum breiddargráðum norðar eða sunnar, er hann sem barn í reifum hvað allt þetta snert- ir. Það er óhrekjanleg staðreynd, að hinn langi og strangi reynsluskóli lífsins verður notadrýgstur hér sem annarsstaðar. Islenzkur skipstjóri, duglegur oghag- sýnn, sem er hér öllum hnútum kunnugur, hefur lang- bezt skilyrði til að leysa þessi störf vel af hendi. Hann þarf aðeins að sigla til útlanda og kynna sér vandlega starfshætti þar. Þá fyrst er þess að vænta, að jákvæður árangur náist af þessum tilraunum. Þótt nokkurs árangurs megi ef til vill vænta af síldartrollinu, tel ég víst að herpinótin verði enn um skeið fengsælasta veiðarfærið. Þarf því að búa sem bezt í haginn fyrir hana, eins og ég hefi áður vikið nokkuð að í þessari grein. Q4 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.