Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 21
MAGNÚS JÓNSSON YFIRVÉLSTJÓíSI FIMMTIJGIJR 22. desembér síðastliðinn varð einn af okkar þekkt- ustu vélstjórum fimmtugur. Það var Magnús Jónsson, yfirvélstjóri á m.s. „Ægir“. Hann var um þær mundir staddur í Danmörku, svo að engum hinna mörgu vina lians hér heima, gafst kostur á að heimsækja hann á þessum miklu tímamótum í lífi hans. Þótt fjölmargt fallegt mætti um Magnús segja, eins og oft er venja á slíkum tímamótum, mun ég þó ekki fara að ergja hann með því að skrifa um hann neina lofgerðarklausu. Magnús er ósvikinn Breiðfirð- ingur, alinn upp hjá Snæbirni í Hergilsey, sem öllum landsmönnum er kunnur. Hann var oft í ferðum með Snæbirni og imeigðist því hugur hans á unga aldri til sjóferða, eins og annara Breiðfirðinga. Hefur það ekki hvað sízt markað stefnu í lífi hans, til frama og náms, sem sægörpum okkar er nauðsynlegt í baráttunni við Ægi. Magnúsi var það ljóst að árabátarnir voru að víkja fyrir vélbátunum og tækni nútímans. Réðist hann því í það að kosta sig' til náms, þótt það væri ekki árenni- legt á þeim tímum fyrir auralausan og óstuddan ung- ling, efnalega séð. Sýnir það eitt, að áræði og þraut- segja var honum í blóð borið, ásamt óbilandi framfara- hug, enda hefur hann aldrei kvikað frá settu marki, svo sem öllum samferðamönnum hans er kunnugt. Er hann því með allra fremstu mönnum sinnar stéttar. Öllum þeim, sem átt hafa þess kost, að kynnast Magn- úsi og heimili hans, er það kunnugt, hver höfðingi hann er heim að sækja, enda nýtur hann þar ágætrar aðstoðai' og kvenkosta hinnar indælu konu sinnar. Magnús er sannur gæfumaður, enda verður slíkum mönnum, sejn honum, allt til láns, sem er sjálfum sér og sinni köilun trúr í lífinu. Ekki hefur Magnús á móti því að bregða sér upp í á með veiðistöng, ef tækifæri gefst, og er hann þar, sem annarsstaðar, öllum mönnum þrautseigari, enda dregur hann oft á land vænan lax, að öðrum frágengnum. Magnús er þéttur á velli og þéttur í lund og raungóður drengskaparmaður, tryggur og vinfastur. Munu því margir vinir hans óska honum og heimili hans til hám- ingju og blessunar á næsta aldarhelming ævinnar. Heill þér, gamli vinur. Kunningi. Framtíðardraumur. Þá kem ég að því máli, sem ég kalla framtíðardraum minn. Það er stórkostleg síldveiði við Faxaflóa og Suðurland. Suðurlandssíldin er að því leyti frábrugðin Norður- landssíld, að hún heldur sig í djúpinu en ekki við yfir- borðið. Að öðru leyti eru henni gefnir flestir sömu eiginleikar, nema hvað fitumagn snertir. Talið hefur verið, að síldin komi hingað í flóann á vorin. Margt bendir þó til þess, að hún sé hér við Suðurland allt árið. En víst er um það, að hún færir sig til, bæði að því er snertir stað og dýpi. Við eigum að leggja mjög mikla áherzlu á það, að rannsaka göngu.og háttalag Suðurlandssíldarinnar. Þá ber okkur nauðsyn til að afla henni mai'kaða. Sá dagur mun koma, og er ef til vill ekki langt undan, að síld verður veidd í mjög stórum stíl við Breiðafjörð, í Faxaflóa, suður með sjó og allt austur fyrir Vest- mannaeyjar. Mætti jafnvel segja mér það, að áhöld yrðu um hvor meira happ yrði fyrir þjóðarbúið, hún eða Norðurlandssíldin. Suðurlandssíldin stendur allt árið, en örðugra er að veiða hana, einkum vegna þess að hún er svo tak- markaðan tíma í landvari. Yrði því helzt að vera hægt að veiða hana úti á djúpinu. Held ég því fram, að slíkur eigi skipakostur íslendinga eftir að verða, að hann geti starfað að þessari veiði með ágætum árangri. Þá ber okkur nauðsyn til að hagnýta vel það afla- magn, sem á land kann að berast svo að síldveiðarnar verði þjóðarbúinu sem notadrýgstar. Hið liðna síldar- leysissumar er einskonar brýning um það, að mikið veltur á því að nýta hráefnið sem bezt. Þá fyrst, þegar varan er í háu verði, getum við mætt slíkum vertíðum án liruns. Annáll síðastliðins aflaleysissumars er lærdómsríkur á ýmsa lund og bendir áþreifanlega til þeirrar áhættu, sem öllum veiðiskap er samfara, og öryggisleysis, sem jafnan hefur verið fylgifiskur útgerðarmanna og sjó- manna. (Framhald) Olafur Magnússon, Borgarnesi. V i K I N G U R B5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.